- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Þeir sem eru með fleiri en einn Microsoft notendareikning (Account) lenda stundum í því að árekstrar verða milli reikninga. Þetta gerist þegar notandi skráir sig ekki út (Sign out) úr einum notendareikningi áður en hann ætlar að skrá sig inn í annan notendareikning.
Til eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir að árekstrar verði á milli notendareikninga.
Efst í hægra horni vafrans finnur þú prófílinn þinn. Annað hvort er hann með mynd af þér eða kemur fram sem tákn fyrir mynd. Með því að smella á myndina/táknið opnast listi.
Þú velur neðsta valkostinn + Add
Við það opnast eftirfarandi gluggi: Veldu valkostinn „Continue without an account“ því hinn valkosturinn er bara ætlaður fyrir @gmail aðgang.
Í lokaskrefinu gefur þú prófílnum nafn og velur þér litaþema ef þú vilt. Með því að haka við valkostinn „Create a desktop shortcut“ vistast prófíllinn á skjáborðið þitt og þaðan getur þú ræst hann aftur.