Mat á fyrra námi og ráðgjöf um val á áföngum í fjarnámi FÁ
Ef þú stefnir á að stunda nám á stúdentsbrautum eða heilbrigðisbrautum skólans getur þú lagt inn beiðni um mat á fyrra námi/mat á námi úr öðrum skólum, sjá hér.
Það getur tekið tíma að vinna matið og því er eingöngu sinnt utan álagstíma, þ.e. eftir að skráningu í fjarnám lýkur í upphafi annar en áður en lokapróf hefjast
Það er einnig hægt að óska eftir ráðgjöf um val á áföngum í fjarnámi FÁ, sjá hér. Ráðgjöfin miðast eingöngu við nám á brautum FÁ.
Ef þú ert í námi í öðrum skóla en FÁ en langar að flýta fyrir þér með því að taka áfanga í fjarnámi samhliða þarftu fyrst að skoða hvaða áfangar í FÁ eru sambærilegir þeim sem þú þarft að taka í því námi sem þú stundar, sjá áfangar í boði. Síðan þarf þinn skóli að staðfesta að þú fáir fjarnámsáfangann sem þú ætlar að skrá þig í metinn hjá þeim.
Ef þú ert ekki í öðru námi, langar að prófa fjarnám en ert ekki viss um hvað skal velja er þér velkomið að óska eftir aðstoð, sjá hér.
Síðast uppfært ( 17.03.2023)