Fjarnám FÁ
Í fjarnámi FÁ getur þú tekið stúdentspróf og hagnýtt starfsnám á heilbrigðissviði. Í boði eru hátt í 90 áfangar á önn.
Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir!
Haustönnin hefst 6. september. Skráning fer fram í gegnum skráningarsíðu fjarnámsins: sjá hér. Nemendur sem hafa staðfest skráningu með greiðslu fá tölvupóst með notendanafni og lykilorði að Moodle (námsumhverfi fjarnámsins) 6.september, sjá hér. Mikilvægt er að allar upplýsingar um umsækjanda séu réttar í skráningarferlinu, sérstaklega netfang og gsm-símanúmer. Uppgefið netfang og gsm-símanúmer verður að vera virkt til að upplýsingar um notendanafn að kennslukerfinu komist örugglega til skila. Athugið: ef þú greiðir með greiðslukorti annars aðila verður þú að vera með síma viðkomandi tiltækan í skráningarferlinu til að staðfesta greiðsluna.
Hér er verðskrá fjarnámsins. Ekki er hægt að geyma greiðslu við skráningu né skipta niður á mismunandi tímabil. Athugaðu að lokapróf eru ekki á rafrænu formi.
Í fjarnámi skólans er stuðst við Moodle námsumhverfi. Moodle er lokað kerfi. Allir nemendur fá aðgang að þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. Þar geta nemendur nálgast námsáætlanir, námsefni, verkefni og próf áfanga. Þeir hafa aðgang að kennara sínum í samskiptakerfi Moodle. Þeir hafa einnig aðgang að öðrum nemendum sem skráðir eru í viðkomandi áfanga. Námið er fyrst og fremst hugsað sem sjálfsnám undir handleiðslu kennara.
Nemendur í fjarnámi og dagskóla geta fengið Microsoft Office pakkann hjá skólanum. Aðgangurinn er virkur þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann. Nánari upplýsingar hér
Mat á fyrra námi:
Fjarnámsnemandi sem stefnir á að stunda nám á stúdentsbrautum eða heilbrigðisbrautum skólans getur lagt inn beiðni um mat á fyrra námi/mat á námi úr öðrum skólum, sjá hér. Mat á námsferli kostar kr. 10.000.-
Einnig er hægt að óska eftir ráðgjöf um val á áföngum í fjarnámi FÁ, sjá hér. Ráðgjöfin miðast eingöngu við nám á brautum FÁ.
Ef þú stundar nám í öðrum skóla og ætlar að taka áfanga í fjarnámi FÁ samhliða þarftu að fá staðfestingu frá þínum skóla um að þeir meti fjarnámsáfangann inn á braut skólans. Ef þú ert ekki í öðru námi, langar að prófa fjarnám en ert ekki viss um hvað skal velja er þér velkomið að leggja inn beiðni um ráðgjöf, sjá hér.
Náms- og starfsráðgjöf: Nemendur fjarnámsins hafa aðgang að námsráðgjöfum skólans. Hægt er að senda tölvupóst á namsradgjof@fa.is
Ertu með lesblindu/dyslexiu? eða annan sértækan námsvanda? Hafðu samband við fjarnámsstjóra (fjarnam@fa.is). Hljóðbókasafn Íslands veitir nemendum með lesblindu/dyslexiu þjónustu, sjá Hér.
NÁMSBRAUTIR í FÁ:
Stúdentsbrautir:
- Opin stúdentsbraut
- Félagsfræðabraut
- Heilbrigðisvísindabraut
- Náttúrufræðibraut
- Íþrótta- og heilbrigðisbraut
- Viðskipta- og hagfræðibraut
Starfsnámsbrautir:
- Nýsköpunar- og listabraut
- Grunnnám heilbrigðisgreina
- Heilbrigðisritarabraut
- Heilsunuddbraut
- Lyfjatæknabraut
- Námsbraut fyrir sótthreinsitækna
- Sjúkraliðabraut
- Tanntæknabraut
- Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi
Síðast uppfært: (03.09.2023)