Velkomin á fjarnámsvef FÁ

Við bjóðum alla velkomna í fjarnám. Opið er fyrir skráningar á vorönn 2022 dagana 3. til 18. janúar. ATH! NÁMSGJÖLD ERU EKKI ENDURGREIDD!

Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.

Alls eru um 90 áfangar í boði. Önnin hefst 25. janúar en þá fá nemendur sem hafa staðfest skráningu með greiðslu tölvupóst með notendanafni og lykilorð að MOODLE námsumsjónarkerfinu. Önninni lýkur með skriflegum lokaprófum 2. - 16. maí.

______________________________________________________________________________________________

Námsgjöld eru EKKI endurgreidd. Sjá verðskrá.
Sjá gömlu og nýju áfangaheitin og áfangalýsingar með því að smella  HÉR

Moodle kennslukerfið: Allir nemendur fá  aðgang að þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. Þar hafa nemendur aðgang að fjölbreyttu námsefni, námsáætlunum, verkefnum og prófum og þar geta þeir einnig haft samband við kennara og aðra nemendur sem skráðir eru í viðkomandi áfanga.

Kennsluvefur í upplýsingalæsi (ritgerðir og heimildaskráning).

Nemendur í fjarnámi og dagskóla geta fengið Microsoft Office pakkann hjá skólanum og notað hann þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann. Nánari upplýsingar HÉR .
Mikilvægt er að útvega bækurnar tímanlega en bókalista má sjá þegar  viðkomandi áfangi er valinn : Áfangar í boði á fjarnámssíðunni.
 

Náms- og starfsráðgjöf:
Símatímar fyrir alla: Mánudaga kl. 14.00 - 15.00 og miðvikudaga: 13.00 – 14.00. Netfang: namsradgjof@fa.is

Opnir tíma fyrir fjarnámsnemendur eru ekki í boði eins og er. Bendum á tölvupóst  og þá er hægt að meta svigrúm til að bóka viðtöl eða fjarviðtöl. Fjarnámsstjóri veitir einnig ráðgjöf um val á áföngum og námsmat. Netfang: fjarnam@fa.is

Þjónusta Hljóðbókasafnsins við nemendur með lestrarerfiðleika.


Mikilvægt er að allar upplýsingar séu réttar og netfangið virkt þannig að upplýsingar um notendanafn að kennslukerfinu Moodle komist til skila, en það er sent í tölvupósti.

Þegar greitt hefur verið fyrir námið sem er gert í lok skráningarferlisins og aðgangs- og lykilorð að Moodle  hefur borist í tölvupósti ert þú kominn í námið. Þú byrjar á að skrá þig þar inn í áfnagnana þína þar sem samskipti þín og kennarans annars vegar og þín og annarra nemenda áfangans hins vegar munu fara fram. Hver kennari setur tímaramma til verkefnaskila og ber nemendum að hafa samband við kennara dragist verkefnaskil nemenda fram yfir skráðan tíma. Í Moodle eru mikilvægar dagsetningar varðandi próf og verkefnaskil og annað sem við kemur áfanganum.


Námsfyrirkomulag

Smellið á Námsfyrirkomulag ef þið viljið afla ykkur ítarlegri upplýsinga um fjarnámið. 

Nemendur þurfa að:

 1. Hafa daglegan aðgang að tölvu sem tengd er netinu og ræður við vefinn.
 2. Hafa sitt eigið netfang og þurfa að tilkynna breytingar á því til fjarnámsstjóra á fjarnam@fa.is 
 3. Hafa lágmarkskunnáttu í ritvinnslu og tölvunotkun.
 4. Hafa nokkra æfingu í að nota veraldarvefinn og síðan tileinka sér vinnu með kennslukerfinu  Moodle. Þar eru bókalistar, námsáætlanir, verkefni, gagnvirk próf og ítarefni allra áfanga.
 5. Hafa tíma til að stunda námið.
 6. Einingafjöldi áfanga er síðasta talan í númeri hans og þrepið er talan í miðju áfangaheitisins. Dæmi:
  HBFR1HH05 er á fyrsta þrepi og er 5 einingar
  DANS2RM05 er á öðru þrepi og er 5 einingar .
  FÉLA3ST05 er á þriðja þrepi og er 5 einingar.

Kennsluvefur í upplýsingalæsi. Kynnið ykkur hvar og hvernig best er að: finna, staðsetja, meta, skipuleggja og nota upplýsingar.

Mat á fyrra námi:

Fjarnámsnemendur sem óska eftir mati á fyrra námi skulu senda inn öll gögn sem varða nám þeirra í öðrum skólum til fjarnámsstjóra. Nemendur sem eru skráðir í fjarnám í FÁ fá fyrra nám sitt metið án aukakostnaðar. Nemendur sem ekki eru skráðir nemendur við skólann greiða 2.000 til 5.000 krónur fyrir námsmat, allt eftir umfangi þess.

NÁMSBRAUTIR í  FÁ:

      Stúdentsbrautir: 

 1. Félagsfræðabraut
 2. Hugvísindabraut (áður málabraut)
 3. Íþrótta- og heilbrigðisbraut
 4. Náttúrufræðibraut
 5. Viðskipta- og hagfræðibraut 
 6. Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi

  Starfsnámsbrautir:
 7. Nýsköpunar- og listabraut
 8. Grunnnám heilbrigðisgreina
 9. Heilbrigðisritarabraut 
 10. Heilsunuddbraut
 11. Lyfjatæknabraut
 12. Námsbraut fyrir sótthreinsitækna
 13. Sjúkraliðabraut
 14. Tanntæknabraut

 


Síðast uppfært 12.10.2021