Fjarnám FÁ

Opið er fyrir skráningar á vorönn 2022 dagana 4. til 20. janúar. Vinsamlega athugið að námsgjöld eru ekki endurgreidd

Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir!

Auglysing-fjarnam-mynd-

Í fjarnámi FÁ getur þú tekið stúdentspróf og hagnýtt starfsnám á heilbrigðissviði. Hátt í 90 áfangar í boði. Önnin hefst 25. janúar. Nemendur sem hafa staðfest skráningu með greiðslu fá þann 25. tölvupóst með notendanafni og lykilorði að MOODLE námsumsjónarkerfinu. Mikilvægt er að allar upplýsingar séu réttar og netfangið sé virkt þannig að upplýsingar um notendanafn að kennslukerfinu komist til skila. 

Önninni lýkur með skriflegum lokaprófum 2. - 16. maí.                      

Hér er verðskrá fjarnámsins                                                                                                                    Hér eru áfangaheiti og áfangalýsingar fjarnámsins

Mat á fyrra námi:

Fjarnámsnemendur sem óska eftir mati á fyrra námi skulu senda inn öll gögn sem varða nám þeirra í öðrum skólum til fjarnámsstjóra. Nemendur sem eru skráðir í fjarnám í FÁ fá fyrra nám sitt metið án aukakostnaðar. Nemendur sem ekki eru skráðir nemendur við skólann greiða 2.000 til 5.000 krónur fyrir námsmat, allt eftir umfangi þess. Senda má beiðni um mat hér

Moodle kennslukerfið, sjá hér: Kerfið er lokað. Allir nemendur fá  aðgang að þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. Þar geta nemendur nálgast námsáætlanir, námsefni, verkefni og próf áfanganna. Þeir hafa aðgang að kennara sínum í Moodle. Þeir hafa einnig aðgang að öðrum nemendum sem skráðir eru í viðkomandi áfanga.

Nemendur í fjarnámi og dagskóla geta fengið Microsoft Office pakkann hjá skólanum. Aðgangurinn er virkur þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann. Nánari upplýsingar hér

Náms- og starfsráðgjöf:
Símatímar fyrir alla: Mánudaga kl. 14.00 - 15.00 og miðvikudaga: 13.00 – 14.00.            Netfang: namsradgjof@fa.is                                                                                                                  Fjarnámsstjóri veitir einnig ráðgjöf um val á áföngum og námsmat. Netfang: fjarnam@fa.is

Ertu með lesblindu/dyslexiu? eða annan sértækan námsvanda? Hafðu samband við fjarnámsstjóra (fjarnam@fa.is). Hljóðbókasafn Íslands veitir nemendum með lesblindu/dyslexiu þjónustu, sjá Hér.

Námsfyrirkomulag

Þú byrjar á að skrá þig inn í Moodle og í áfangana þína þar sem samskipti þín og kennarans  munu fara fram. Hver kennari setur tímaramma til verkefnaskila. Vertu í sambandi við kennara ef þú nærð ekki að fylgja tímarammanum. Hverjum nemanda ber að hafa samband við kennara dragist verkefnaskil fram yfir skráðan tíma. Í Moodle eru mikilvægar dagsetningar varðandi próf á önninni, verkefnaskil, lokapróf og annað sem viðkemur áfanganum.

Smelltu hér ef þú vilt afla þér ítarlegri upplýsinga um námsfyrirkomulag fjarnámsins. 

NÁMSBRAUTIR í  FÁ:

Stúdentsbrautir:  Starfsnámsbrautir:   

 


Síðast uppfært 18.01.2022