Saumað gegn sóun

Saumað gegn sóun
 
Átt þú flík sem þarf nýtt líf? hefur þig alltaf langað til þess að læra að sauma eða laga hluti? Vilt þú fræðast um það hvernig þú getur orðið nægjusamari í þínu lífi?
Viðburður þessi er ekki af verri endanum! Hann er haldinn í Góða hirðinum í samstarfi við Fjölbrautarskólann við Ármúla. Sýningaropnun á verður verkum nemenda þaðan en svo verða einnig fræðsla og tækifæri til þess að gera við eða poppa upp föt í góðum félagsskap. Við hvetjum skóla til þess að gefa nemendum rými og tíma til þess að mæta í Góða hirðirinn þennan dag!!
Opið fyrir allan aldur og við verðum með veitingar, tónlist, efnivið og dásamlega stemningu.
Við værum yfir okkur hrifin að sjá hópa og bekki kíkja við.
 
Hér er tengill á viðburðinn: https://fb.me/e/9vvFTznkX