Náms- og starfsráðgjöf

Viðtalstímar

Á kennslutíma skólans eru upplýsingar um opnunartíma fyrir nemendur dagskólans, við skrifstofur náms- og starfsráðgjafa stofa N102 (Sandra og Sigrún) og A206 (Hrönn) (mynd).

Viðtalstímar:

Dagskólanemendur:

 • Sjá viðverutöflur hjá skrifstofum náms- og starfsráðgjafa
 • Opnir tímar eru í boði daglega en einnig hægt að panta tíma. Sjá líka símatíma hér fyrir neðan

Fjarnámsnemendur og aðrir vorönn 2019:

 • Opnir tímar byrja 8. janúar fyrir fjarnámsnema og þá sem ekki eru í skólanum. Opnir tímar eru alla þriðjudaga kl. 14.00 - 15.00. Það má mæta án þess að panta á tímabilinu 8. janúar til 7. maí 2019.
 • Símatímar: mánudaga kl. 14 - 15, miðvikudaga kl. 13 - 14 og föstudaga kl. 9 - 10.
 • Eftir miðjan desember og miðjan maí er meira svigrúm fyrir tímapantanir á öðrum tímum. T.d. fyrir þá sem eru að íhuga að sækja um nám við skólann.

Náms- og starfsráðgjöf á vorönn 2019

Almennt

Opnir tímar alla daga. Viðveru töflur hanga fyrir framan skrifstofur.

 • Einstaklingsviðtöl
 • Almennar upplýsingar - námsferill – námstækni – skipulag – markmiðasetning – áhugasvið –  styrkleikar –  atvinnulífið – atvinnuleit – ferilskrá – starfsumsókn – sjálfstraust – samskipti – félagslegt – persónulegt...

 • Sérúrræði í prófum og öðru námsmati
 • Greiningar og langtíma vottorð

Hópráðgjöf með útivistarferð -  fyrir 20 - 25 ára (ca.)                  mars – nóvember 2019       

 • Tilgangur: skoða markmið og vinnulag sem eykur árangur
 • Fjallað um: áhuga, markmiðasetningu, ákvarðanir, vinnubrögð í námi, sjálfsagi, seigla og skipulag
 • Fjöldi í hóp: 8 - 14 nemendur. - 1 eining ef raunmæting nær 80%
 • Dagskrá:  
 • 4 fundir á vorönn 2019
 • Bakpokaferð 13.- 15. september. Ferðin er til að auka seiglu og efla sjálfa sig með því að fara út fyrir þægindarammann
 • 6 fundir á haustönn 2019
 • þrjú einstaklingsviðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa á tímabilinu
 • Tímasetning: Fundir í mars og apríl – bakpokaferð í sept –  fundir í sept, okt og nóv  
 • Þátttökugjald (auglýst síðar). Þátttakendur geta fengið lánaðan búnað án kostnaðar.  

Prófkvíðanámskeið

 • Mánudaginn 18. mars, kl. 8.30-9.20 og föstudaginn 22. mars, kl. 14.10-15.00
 • Hentar þeim sem eru með prófkvíða. Leiðbeint er um árangursríkan prófundirbúning, hegðun og próftöku

 

Áhugasviðskannanir

 • Henta nemendum á öllum aldri sem standa frammi fyrir því að velja nám eða starfsvettvang, getur verið gagnlegt að taka áhugakönnun sem metur á hvaða sviðum náms- og starfsáhugi liggur.
 • Í boði er að taka Bendil (I,II og III) og "Í leit að starfi" (Strong er tímabundið ekki í boði). Nemendur greiða kostnað vegna leyfisgjalda.
 • Nemendur panta tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum