Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf er þjónusta fyrir alla nemendur skólans, forráðamenn og utanaðkomandi sem leita upplýsinga um nám við FÁ.

Almennar fyrirspurnir:   namsradgjof@fa.is   

HronnB_1560425337492

Sandra Þóroddsdóttir

N 102

sandra@fa.is

Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir

N 102

sigrunfjel@fa.is

Hrönn Baldursdóttir

A 206

hronn@fa.is

Hér er kort af skólanum:  mynd

Viðtalstímar:

Vegna Covid

Náms- og starfsráðgjafar eru í vinnu á meðan skólinn er lokaður, eins og staðan er núna er því miður ekki í boði að koma í skólann í viðtal. Við verðum með fjarráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma eða fjarfundabúnað. Við hvetjum ykkur til þess að hafa samband, hægt er að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst (sjá ofar) eða bóka tíma í Innu og við höfum þá samband við ykkur.

Við mælum með að þið haldið góðri rútínu og skipuleggið tímann ykkar vel, hér er hægt að nálgast vikuáætlun og mánaðarplan fyrir mars og apríl:

http://www2.fa.is/namsradgjof/vikan.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Mars2020.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Apr2020.pdf

Dagskólanemendur:

 • Viðverutöflur eru hjá skrifstofum náms- og starfsráðgjafa
 • Nemendur geta pantað tíma í Innu
 • Opnir tímar í boði daglega en einnig hægt að panta tíma. Sjá líka símatíma hér fyrir neðan

Fjarnámsnemendur og aðrir vorönn 2020:

 • OPNIR TÍMAR ERU Á MIÐVIKUDÖGUM KL. 14.00-15.00 ÚT ÖNNINA til 27. maí. Það má mæta án þess að panta tíma. ATH ENGIR OPNIR TÍMAR VERÐA FRAM TIL 15. APRÍL VEGNA LOKUNAR!


 • Símatímar: Á meðan lokunin er í gildi má hringja meðan skrifstofan er opin. Ýmist erum við við eða fáum skilaboð um að hringja í ykkur til baka.    (Í venjulegu árferði: mánudaga kl. 14 - 15, miðvikudaga kl. 13 - 14 og föstudaga kl. 9 - 10).
 • Eftir miðjan desember og miðjan maí er meira svigrúm fyrir tímapantanir á öðrum tímum. T.d. fyrir þá sem eru að íhuga að sækja um nám við skólann.

Náms- og starfsráðgjöf á vorönn 2020

Almennt

Opnir tímar alla daga og einnig hægt að bóka tíma í Innu. Sjá einnig viðverutöflur í skólanum.

 • Einstaklingsviðtöl; ráðgjöf í námi og ráðgjöf um náms- og starfsval
 • Almennar upplýsingar - námsferill – námstækni – skipulag – markmiðasetning – áhugasvið –  styrkleikar –  atvinnulífið – atvinnuleit – ferilskrá – starfsumsókn – sjálfstraust – ákvarðanataka - samskipti – félagslegt – persónulegt...

 • Sérúrræði í prófum og öðru námsmati
 • Greiningar og langtíma vottorð


Prófkvíðanámskeið og prófstress

 • Prófstress og prófkvíði 11. febrúar kl. 12.30 – 13.15
  Námskeiðið er fyrir þá sem vilja takast á við prófstress og prófkvíða. Leiðbeint er um árangursrík vinnubrögð, hegðun, slökun og uppbyggjandi hugsanir. Skráning á namsradgjof@fa.is

 • Einnig er hægt að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa skólans. Unnið er með vandann í einstaklingsviðtölum. 

Stutt námskeið:

Hópráðgjöf

 • Unnið með stefnu í námi og starfi 
 • Unnið með ákvarðanatöku
 • Unnið með vinnubrögð í námi


 • Hópráðgjöf á hverri önn - byrjar næst 26. ágúst, skráning á hronn@fa.is eða við val í Innu:

 • Stefna og skipulag í námi – 1 sinni í viku á stundaskrá. Miðvikudagar kl. 10.40

 • Spjallhringur um markmið, árangur og líðan – 1 sinni í viku á stundaskrá. Miðvikudagar kl. 11.35

 • Stefna og skipulag í námi fyrir tvítyngda nemendur (AM nem) – 1 sinni í viku á stundaskrá. Mánudagar kl. 11.35

(Síðast uppfært 17.03.2020)