Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf er þjónusta fyrir nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla og forráðamenn þeirra.

Almennar fyrirspurnir:   namsradgjof@fa.is   (þennan póst sjá allir náms-og starfsráðgjafarnir) 

Vinsamlegast sendið ekki póst á allar í einu, sendið þá frekar á sameiginlega póstinn, takk.

Hrönn Baldursdóttir

Sandra Þóroddsdóttir

N 102

sandra@fa.is 

Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir

N 102

sigrunfjel@fa.is

Hrönn Baldursdóttir

A 206 

hronn@fa.is

Hér er kort af skólanum:  mynd  

Kynning fyrir nýja nemendur 2021:    Glærur       Myndband 

Viðtalstímar

Dagskólanemendur: alla daga vikunnar á starfstíma skólans frá 3. janúar 2022. Hægt er að óska eftir viðtalstíma með því að senda tölvupóst eða bóka viðtal í Innu. 

Símatímar fyrir alla  frá 10.janúar 2022:  á mánudögum kl. 14 - 15 og miðvikudögum kl. 13 - 15. Sendið annars  tölvupóst á namsradgjof@fa.is

Opnir tímar fyrir fjarnámsnemendur:  ekki verður hægt að koma á staðinn í opna tíma á meðan smittölur eru háar. Frá og með 12.janúar 2022 verður opni tíminn, miðvikudagar kl. 14 - 15 í boði sem símatími. 

Náms- og starfsráðgjöf 

Náms- og starfsráðgjafarviðtöl:

 • Ráðgjöf í námi og ráðgjöf um náms- og starfsval inniheldur eftifarandi:
 • Styður nemendur í að finna sína styrkleika, áhuga og stefnu í lífinu – styðja í Markmiðavinnu og skipulagi –Upplýsingar um nám og skólakerfið – Námstækni – Skipulag – Áhugasvið –  Styrkleikar – Námsferill – Atvinnulífið – Atvinnuleit – Ferilskrá – Starfsumsókn – Sjálfstraust – Ákvarðanataka – Fjármögnun náms – Samskipti – Félagslegar og persónulegar hindranir og hvert er hægt að leita frekar.

 • Sérúrræði í prófum og öðru námsmati
 • Greiningar og langtíma vottorð

Prófkvíði og prófstress

 • Aðstoð veitt við að takast á við vandann í einstaklingsviðtölum. Leiðbeint er um árangursrík vinnubrögð, hegðun, slökun og uppbyggjandi hugsanir. Tilvísun til sálfræðings ef þarf. 

 • Pantið einstaklingsviðtöl á namsradgjof@fa.is 

Hópráðgjöf - Stefna og skipulag í námi 

 • Unnið með stefnu og ákvarðanatöku í námi og starfi 
 • Unnið með markmið, sjálfsþekkingu og seiglu
 • Unnið með vinnubrögð í námi, frestun og skipulag
 • Einu sinni í viku á stundaskrá, 1 eining ef raunmæting er 80% eða meiri
 • Um 6 - 8 í hóp

 

 • Hópráðgjöf er í boði á hverri önn - SKRÁNING: á hronn@fa.is eða við val í Innu: RÁÐG1RG01

 • Stefna og skipulag í námi – 1 sinni í viku á stundaskrá. 

 • Spjallhringur um markmið, árangur og líðan – 1 sinni í viku á stundaskrá. Nánari tímasetning kynnt fyrir vorönn2021, áhugasöm sendi póst til hronn@fa.is .

 • Stefna og skipulag í námi fyrir tvítyngda nemendur (AM nem) – 1 sinni í viku á stundaskrá.

 

(Síðast uppfært 4.1.2022)