Safe Exam Browser (SEB)

Safe Exam Browser (SEB) er lítið forrit sem þarf að setja upp áður en próf er tekið í Moodle. Þegar búið er að setja forritið upp þá er það á vélinni þegar næsta próf er tekið.

Hvað er Safe Exam Browser?

Safe Exam Browser er öryggisvafri sem gerir þér kleift að taka prófið á öruggan hátt.

  1. Á meðan þú ert að taka prófið er bara hægt að vera í því og ekki hægt að opna neitt annað á meðan.
  2. Þú getur ekki notað aðrar skipanir (t.d. CTRL + C eða Prt Scr), Safe Exam Browser (SEB) leyfir eingöngu að skrifað sé á lyklaborðið í prófinu.

Hvernig á að ná í Safe Exam Browser?

Þegar þú opnar inn á prófið sem á að taka kemur upp eftirfarandi mynd:

SEB

Þú velur „Download Safe Exam Browser“ hnappinn. Nú þarf að sækja rétta skrá þ.e. skrá sem gerð er fyrir það stýrikerfi sem er á vélinn sem prófið er tekið á. Um þrenns konar skrár er að velja: Windows fyrir Windows stýrikerfið, MacOs fyrir Mac tölvur og iOS fyrir t.d. iPad. Þetta er mikilvægt.

SEBSEBSEB

Niðurhal á forritinu fer strax í gang inni á SEB síðunni. Það getur tekið þó nokkra stund að sækja forritið og setja það upp á vélina og því er betra að gera þetta með góðum fyrirvara, jafnvel daginn áður en prófið er tekið.

Rétt er að benda á að þeir sem eru með eldri tölvur eða tæki gætu þurft að sækja eldri útgáfu af SEB sem ganga með því stýrikerfi sem er á viðkomandi tæki.

SEB

Þegar búið er að sækja skrána opnast gluggi þar sem þér er gefinn kostur á að vista skrána á tölvuna þína.

SEBNæsta skref er að keyra forritið inn á vélina. Þú þarft að merkja við liðinn „I agree to the license terms and conditions“ og smella á hnappinn „Install“ og uppsetning fer í gang. Að uppsetningu lokinni smellir þú á hnappinn „Close“.

SEBSEBSEB

Þú getur gengið úr skugga um að forritið sé komið inn á vélina með því að opna Windows hnappinn og skrifað „Safe Exam Browser“ í leitargluggann.

Safe Exam Browser á tölvunniÞegar þú ert búinn að setja forritið upp á vélina þá er það á vélinni næst þegar þú tekur próf í Moodle. Safe Exam Browser opnast sjálfkrafa þegar prófið sem á að taka er opnað.

Nú er ekkert því til fyrirstöðu að þú getir ræst og tekið prófið sem bíður!

Þegar þú ætlar að taka próf þá opnar þú inn á prófið og velur hnappinn „Lunch Safe Exam Browser“.

SEB

Ákveðið ferli fer í gang þegar Safe Exam Browser ræsist upp.

SEB

Þú þarft að skrá þig aftur inn í Moodle með fa notendanafni og lykilorði.

SEB

Haka við valkostinn „Always allow moodle.fa.is to open links of this type in the associated app“ og velja hnappinn Open Safe Exam Browser.

  SEB

Nú ætti prófið að opnast eftir að þú hefur valið að setja það í gang.

Neðst á skjánum getur þú séð að SEB forritið er opið. Vinstra megin sérðu táknið á forritinu og hægra megin er hnappur til að loka SEB að prófi loknu.

SEB

Síðast uppfært: (04.10.2023)