Nemendur í AM umhverfisfræði fóru í vettvangsferð í þvottalaugarnar í gær til þess að kynna sér jarðhita og hvernig hann hefur verið notaður á Íslandi í gegnum tíðina. Það var við hæfi á bíllausa daginn að flestir nemendur gengu eða fóru á hlaupahjólum. Ferðin var einnig hópefli fyrir nemendur í áfanganum þar sem þeir lærðu nýjan hörkuspennandi útileik.
Myndin var tekin við útilistaverkið Þvottakona (1958) sem er eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara og stendur í Laugardalnum til minningar um vinnu þvottakvenna. Það er ótrúlegt hvað tækninni hefur fleytt áfram og mikilvægt að við stöldrum við endrum og eins og skoðum hvað hefur breyst á ekki lengri tíma.