21.01.2026
Við viljum vekja athygli á áhugaverðu hlaðvarði sem Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi í FÁ heldur úti. Þar fjallar hún um ýmislegt er viðkemur námstækni og náms- og starfsferilinn. Hlaðvarpið hóf göngu sína 24. apríl 2025 og kemur nýr þáttur í loftið á fimmtudögum.
Hér er hægt að hlusta: https://thinleid.is/podcast
20.01.2026
FÁ er því miður úr leik í Gettu betur eftir tap á móti sterku liði ME í gær en staðan eftir keppnina var 23 - 14.
Lið FÁ er skipað þeim Eiríki Stefánssyni, Iðunni Úlfsdóttur og Hilmari Birgi Lárussyni.
19.01.2026
Nemendur í áfanganum Starfsnám og Lok á sérnámsbraut heimsóttu björgunarsveitina Jötunheima í Garðabæ. Þar fengu þeir innsýn í starf björgunarsveitarinnar, kynntust tækjum og búnaði og lærðu um það mikilvæga hlutverk sem sveitin gegnir í samfélaginu. Heimsóknin var bæði fræðandi og áhugaverð og fengu nemendur að prófa allskonar tæki og tól.
16.01.2026
Nemendur og aðrir gestir hafa eflaust tekið eftir því að búið er að mála flotta mynd á stóra vegginn á Steypunni. En það voru 3 nemendur í áfanganum málun 2 sem tóku það verkefni að sér á haustönninni, þær Bergný Klara, Timea Garajszki og Katrín Edda.
15.01.2026
Janúar fréttabréfið er komið út, stútfullt af fréttum og myndum frá síðustu vikum. Í hverjum mánuði sendum við út rafrænt fréttabréf. Markmiðið með því er að auka upplýsingaflæði til nemenda og aðstandenda og jafnframt að segja frá starfinu hér í skólanum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með skólanum á netinu til að missa ekki af neinu skemmtilegu. Við erum dugleg að setja fréttir og myndir inn á samfélagsmiðlana sem sýna frá öllu því sem við erum að gera.
06.01.2026
Lið FÁ í Gettu betur keppti í fyrstu umferð í keppninnar í gær þegar það keppti við lið Menntaskólans á Tröllaskaga. FÁ fór með sigur á hólmi, 16-7.
Lið FÁ er því komið í aðra umferð keppninnar sem fer fram síðar í þessum mánuði.
Í Gettu betur liði FÁ þetta árið er þau Eiríkur Stefánsson, Iðunn Úlfsdóttir og Hilmar Birgir Lárusson og varamaður er Patrik Örn.
Hjartanlega til hamingju :)
02.01.2026
Gleðilegt ár kæru nemendur og forráðamenn.
Hér koma helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga:
Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum 6. janúar.
Töflubreytingar fara fram 2. - 5. janúar og fara þær fram á Innu. Leiðbeiningar verða sendar í tölvupósti. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 22. janúar.
Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is. Bókalista hvers áfanga má svo sjá í Innu.
Skráning í Fjarnám FÁ á vorönn er hafin og hefst önnin 27. janúar. Allar nánari upplýsingar á sjá á heimasíðu Fjarnáms FÁ.
Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatalið. Hér er einnig helstu upplýsingar um annarbyrjun sem gott er að kíkja á.
Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram.
Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna - fa@fa.is.
19.12.2025
Það var bæði létt yfir og hátíðlegt þegar Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði nemendur sína í dag. Alls útskrifuðust 88 nemendur og þar af 6 af tveimur brautum.
17.12.2025
Undanfarnar vikur hafa nemendur í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) unnið að þróun frumgerða sem byggja á eigin leikjahugmyndum. Alls kláruðust um 15 frumgerðir þessa önn, þar af fjórar í fjarnámi.
10.12.2025
Nemendur á sérnámsbraut eru komnir í jólafrí eins og aðrir nemendur FÁ. Þar er jólaandinn búin að svífa yfir undanfarið. Í gær, síðasta dag fyrir jólafrí, var jólagleði hjá nemendum. Þau skreyttu piparkökur, skáru út laufabrauð, jólatónlist var spiluð. Hápunkturinn var svo þegar jólasveinninn kíkti í heimsókn við mikið fögnuð viðstaddra.