Áhugavert hlaðvarp - Afbragðsnemandi leitar að starfi

Við viljum vekja athygli á áhugaverðu hlaðvarði sem Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi í FÁ heldur úti. Þar fjallar hún um ýmislegt er viðkemur námstækni og náms- og starfsferilinn. Hlaðvarpið hóf göngu sína 24. apríl 2025 og kemur nýr þáttur í loftið á fimmtudögum. Hér er hægt að hlusta: https://thinleid.is/podcast

FÁ úr leik í Gettu betur

FÁ er því miður úr leik í Gettu betur eftir tap á móti sterku liði ME í gær en staðan eftir keppnina var 23 - 14. Lið FÁ er skipað þeim Eiríki Stefánssyni, Iðunni Úlfsdóttur og Hilmari Birgi Lárussyni.

Nemendur á sérnámsbraut heimsóttu björgunarsveitina Jötunheima

Nemendur í áfanganum Starfsnám og Lok á sérnámsbraut heimsóttu björgunarsveitina Jötunheima í Garðabæ. Þar fengu þeir innsýn í starf björgunarsveitarinnar, kynntust tækjum og búnaði og lærðu um það mikilvæga hlutverk sem sveitin gegnir í samfélaginu. Heimsóknin var bæði fræðandi og áhugaverð og fengu nemendur að prófa allskonar tæki og tól.

Nýtt listaverk á Steypunni

Nemendur og aðrir gestir hafa eflaust tekið eftir því að búið er að mála flotta mynd á stóra vegginn á Steypunni. En það voru 3 nemendur í áfanganum málun 2 sem tóku það verkefni að sér á haustönninni, þær Bergný Klara, Timea Garajszki og Katrín Edda.

Fréttabréf FÁ - janúar 2025

Janúar fréttabréfið er komið út, stútfullt af fréttum og myndum frá síðustu vikum. Í hverjum mánuði sendum við út rafrænt fréttabréf. Markmiðið með því er að auka upplýsingaflæði til nemenda og aðstandenda og jafnframt að segja frá starfinu hér í skólanum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með skólanum á netinu til að missa ekki af neinu skemmtilegu. Við erum dugleg að setja fréttir og myndir inn á samfélagsmiðlana sem sýna frá öllu því sem við erum að gera.

FÁ áfram í Gettu betur

Lið FÁ í Gettu betur keppti í fyrstu umferð í keppninnar í gær þegar það keppti við lið Menntaskólans á Tröllaskaga. FÁ fór með sigur á hólmi, 16-7. Lið FÁ er því komið í aðra umferð keppninnar sem fer fram síðar í þessum mánuði. Í Gettu betur liði FÁ þetta árið er þau Eiríkur Stefánsson, Iðunn Úlfsdóttir og Hilmar Birgir Lárusson og varamaður er Patrik Örn. Hjartanlega til hamingju :)

Upphaf vorannar 2026

Gleðilegt ár kæru nemendur og forráðamenn. Hér koma helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga: Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum 6. janúar. Töflubreytingar fara fram 2. - 5. janúar og fara þær fram á Innu. Leiðbeiningar verða sendar í tölvupósti. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 22. janúar. Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is. Bókalista hvers áfanga má svo sjá í Innu. Skráning í Fjarnám FÁ á vorönn er hafin og hefst önnin 27. janúar. Allar nánari upplýsingar á sjá á heimasíðu Fjarnáms FÁ. Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatalið. Hér er einnig helstu upplýsingar um annarbyrjun sem gott er að kíkja á. Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna - fa@fa.is.

Desember útskrift

Það var bæði létt yfir og hátíðlegt þegar Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði nemendur sína í dag. Alls útskrifuðust 88 nemendur og þar af 6 af tveimur brautum.

Jólasveinar og vélmenni í leikjahönnun

Undanfarnar vikur hafa nemendur í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) unnið að þróun frumgerða sem byggja á eigin leikjahugmyndum. Alls kláruðust um 15 frumgerðir þessa önn, þar af fjórar í fjarnámi.

Jólagleði á sérnámsbraut

Nemendur á sérnámsbraut eru komnir í jólafrí eins og aðrir nemendur FÁ. Þar er jólaandinn búin að svífa yfir undanfarið. Í gær, síðasta dag fyrir jólafrí, var jólagleði hjá nemendum. Þau skreyttu piparkökur, skáru út laufabrauð, jólatónlist var spiluð. Hápunkturinn var svo þegar jólasveinninn kíkti í heimsókn við mikið fögnuð viðstaddra.