19.08.2025
Stöðupróf í ensku, dönsku, spænsku og þýsku verða mánudaginn 25. ágúst klukkan 16:15 í stofu M201.
Tekið er á móti skráningum á þessu eyðublaði hér til hádegis (12:00) föstudaginn 22. ágúst.
Nemendur greiða 19.500 krónur fyrir hvert stöðupróf og er prófin opin eingöngu fyrir dagskóla- og fjarnema við FÁ.
Hægt er að greiða fyrir prófin í afgreiðslu eða með millifærslu á reikning skólans (reikningur 514-26-352, kennitala: 590182-0959) áður er prófin eru haldin.
Athygli skal vakin á að nauðsynlegt er að skrá sig á eyðublaðinu til þess að tryggja viðkomandi stöðupróf fari fram. Það er nauðsynlegt að framvísa kvittun fyrir greiðslu og skilríkjum í prófstofu til þess að fá að þreyta prófið.
18.08.2025
Innritun í fjarnám á haustönn 2025 er hafin. Kennslan hefst svo 2.september
Alls eru 101 áfangi í boði á haustönn 2025 og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér.
Hægt er að skrá sig í fjarnámið hér.
18.08.2025
Fyrsta fréttabréf FÁ skólaárið 2025 - 2026 er komið út.
Í hverjum mánuði sendum við út rafrænt fréttabréf. Markmiðið með því er að auka upplýsingaflæði til nemenda og aðstandenda og jafnframt að segja frá starfinu hér í skólanum.
Í þessu fyrsta fréttabréfi skólaársins kynnum við þá þjónustu og nemendaþjónustu sem nemendum stendur til boða ásamt ýmsu öðru nytsamlegu.
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með skólanum á netinu til að missa ekki af neinu skemmtilegu. Við erum dugleg að setja fréttir og myndir inn á samfélagsmiðlana sem sýna frá öllu því sem við erum að gera.
11.08.2025
Stundatöflur og fyrsti kennsludagur
Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU föstudaginn 15. ágúst. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. ágúst.
Móttaka nýnema
Nýnemar verða boðnir velkomnir í skólann á nýnemadegi sem er mánudaginn 18. ágúst kl. 10:00 - 14:00
Fundur með eldri nýnemum verður í fyrirlestrasal mánudaginn 15. ágúst kl. 14:00.
24.06.2025
Hópur nemenda frá FÁ skellti sér til Portúgal á dögunum til að taka þátt í kvikmyndahátíðinni BGreen Festival sem var haldin í Santo Tirso, skammt frá Porto dagana 3. - 7. júní. Atli Sigurjónsson kvikmyndakennari og Þórhallur Halldórsson líffræðikennari fylgdu þeim Arngrími Búra, Helenu Freyju, Heorhii, Steini og Önu á hátíðina.
BGreen er hátíð fyrir ungt fólk sem leggur áherslu á umhverfismálefni og felst í því að nemendur gera stutta spotta (30-45 sek) út frá ákveðnu þema sem hátíðin leggur fram – í þetta skiptið var þemað „Smart solutions, green future“. Hundruðir skóla um allan heim sentu inn myndir og rúmlega tuttugu voru valdar, þar á meðal mynd frá okkar nemum.
23.06.2025
Sumarleyfi og byrjun haustannar.
Innritun nýnema og eldri nemenda í Fjölbrautaskólann við Ármúla er nú lokið.
Fimmtudaginn 26. júní fara starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla í sumarleyfi. Þeir mæta svo aftur til starfa miðvikudaginn 6. ágúst.
20.06.2025
Dagana 30. mars til 5. apríl sl. komu í heimsókn til okkar í Fjölbraut við Ármúla, sjúkraliðanemendur frá Tékklandi og Portúgal. Var heimsóknin þriðji og jafnframt síðasti fundur ERASMUS + verkefnis sem þessir þrír skólar hafa starfað saman að síðan undirbúningur hófst haustið 2023. Áður höfðu nemendur og kennarar frá FÁ heimsótt Trutnov í Tékklandi í janúar 2024 og svo Coimbra í Portúgal í október 2024.
28.05.2025
Fjórir starfsmenn sérnámsbrautar tóku þátt í „job shadowing“ verkefni með tveimur kennurum í Ängelholm á Skáni í Svíþjóð á þessari önn. Þetta voru Dóra, Finnbjörn, Hlynur og Inga Maggý á sérnámsbraut. Frá Ängelholm voru það Louise og Ulrika sem komu í heimsókn til okkar 7.-9.apríl. Þær fylgdust með kennslu í öllum okkar námshópum auk þess sem þær sýndu nemendum okkar myndband sem var kveðja frá nemendum í Ängelholm.
27.05.2025
Þrír kennarar Fjölbrautaskólans við Ármúla ferðuðust til Ítalíu á dögunum í tengslum við Erasmus+ verkefnið We Shape the Future: Integrating AI, AR and VR in Education. Um er að ræða samstarfsverkefni milli þriggja skóla sem staðsettir eru á Íslandi, Grikklandi og Tyrklandi auk aðkomu sérfræðinga frá Ítalíu sem veita leiðsögn og fræðslu. Markmið verkefnisins er að kanna með hvaða hætti sýndarveruleiki, gagnaukinn veruleiki og gervigreind getur nýst í námi og kennslu innan STEM-greina, þ.e.a.s. greina á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda.
24.05.2025
Þann 23. maí 2025 útskrifuðust 8 frábærir einstaklingar af sérnámsbraut eftir fjögurra ára nám. Fimm nemendur útskrifuðust kl. 11:00 í lítilli og notalegri útskrift inni á sérnámsbraut með aðstandendum og starfsmönnum. Magnús skólameistari var með ávarp og Dóri kíkti í heimsókn og spilaði nokkur lög á gítar. Inga Maggý afhenti svo nemendum skírteinin sín og svo var boðið upp á léttar veitingar.
Þrír nemendur útskrifuðust svo í hátíðarsal skólans kl. 13:00.
Við óskum öllum útskriftarnemum velfarnaðar og þökkum fyrir árin fjögur.