- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
- Lykilorð
Miðvikudaginn 8 október var haldinn skólafundur í FÁ, en það haldinn skólafundur einu sinni á ári hér í skólanum. Þá er kennsla felld niður og nemendur fá fræðslu um mikilvæg málefni eða nemendur og starfsfólk ræða um ýmis málefni er varða skólann og nemendur. Í ár fengu nemendur hinseginfræðslu frá Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur; Ég er eins og ég er. Er þessi fyrirlestur liður í því að bregðast við ákveðinni afturför í umræðum í samfélaginu gagnvart hinsegin fólki. Í FÁ erum við með stóran hóp af nemendum sem eru hinsegin en einnig erum við með fjölbreyttan menningarhóp og með nemendur frá ólíkum löndum myndast oft menningarmunur og ólíkar skoðanir.
Í ár vildum við setja áhersluna á; Að öll eigum við rétt og öll erum við velkomin, öll megum við vera nákvæmlega eins og við erum !
Nemendur voru áhugasamir og höfðu margt til málanna að leggja um þetta mikilvæga málefni.


