- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
- Lykilorð
Evrópski tungumáladagurinn er haldinn í tuttugasta og fimmta sinn í dag, 26. september. Þemað í ár er „Languages open hearts and minds!“.
Við hér í FÁ héldum upp á daginn í gær. Við skreyttum skólann með fánum og veggspjöldum um tungumál Evrópu. Spiluð voru lög á ýmsum tungumálum í frímínútum og svo var tússtafla á Steypunni þar sem að nemendur og starfsfólk áttu að skrifa “til hamingju með afmælið” á sem flestum tungumálum. Virkilega skemmtilegur dagur.
Hér má sjá meiri upplýsingar um Evrópska tungumáladaginn: https://edl.ecml.at/Home/tabid/1455/language/is-IS/Default.aspx
“Markmið Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, er að vekja athygli á ríkulegum tungumála- og menningarlegum fjölbreytileika álfunnar og hvetja til að bæta úrval tungumála sem fólk lærir á lífsleiðinni. Aukin tungumálakunnátta veitir okkur betri innsýn inn í ólíka menningarheima og bætir samfélagslega færni okkar. Evrópski tungumáladagurinn er tækifæri til að fagna öllum tungumálum Evrópu, bæði stórum og smáum.
Au revoir, Adios, Auf Wiedersehen, Arrivederci, Adeus, Tot ziens, Hej da, Farvel, Do widzenia, Αντίο, Довиждане, Näkemiin, Viszontlátásra, До свидания