- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Evrópski tungumáladagurinn er haldinn í tuttugasta og þriðja sinn í dag, 26. september. Þemað í ár er „Languages for peace“.
Markmið Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, er að vekja athygli á ríkulegum tungumála- og menningarlegum fjölbreytileika álfunnar og hvetja til að bæta úrval tungumála sem fólk lærir á lífsleiðinni. Aukin tungumálakunnátta veitir okkur betri innsýn inn í ólíka menningarheima og bætir samfélagslega færni okkar. Evrópski tungumáladagurinn er tækifæri til að fagna öllum tungumálum Evrópu, bæði stórum og smáum.
Í tilefni dagsins þá verður ýmislegt gert í FÁ. Við erum búin að skreyta skólann með fánum og veggspjöldum um tungumál Evrópu. Spiluð verða lög á ýmsum tungumálum í frímínútum og svo verður tússtafla á Steypunni þar sem að nemendur og starfsfólk eiga að skrifa 3 orð / orðasamsetningar á hinum ýmsu tungumálum.
Þess má geta að í FÁ eru töluð um 37 tungumál frá öllum heimshornum.
Hér má sjá meiri upplýsingar um Evrópska tungumáladaginn: https://edl.ecml.at/Home/tabid/1455/language/is-IS/Default.aspx
Au revoir, Adios, Auf Wiedersehen, Arrivederci, Adeus, Tot ziens, Hej da, Farvel, Do widzenia, Αντίο, Довиждане, Näkemiin, Viszontlátásra, До свидания