Fimm kennarar úr FÁ á ráðstefnum um íslensku sem annað mál

Tvær ráðstefnur hafa verið haldnar árið 2025 um kennslu íslensku sem annars máls. Þar komu saman kennarar og skólastjórnendur ásamt formönnum Kennarasambands Íslands. Fyrri ráðstefnan var haldin á Ísafirði dagana 2. – 3. maí og fjallaði um kennslu íslensku sem annars máls, inngildingu og fjölmenningu í framhaldsskólum. Sú síðari var haldin á Akureyri dagana 19. – 20. september undir yfirskriftinni Samfélagið er lykill að íslensku. Að loknum báðum ráðstefnum voru sendar út ályktanir frá ráðstefnugestum til ýmissa stofnana í samfélaginu þar sem þess var m.a. krafist að stjórnvöld setji kennslu íslensku sem annars máls í forgang, að námsefnisgerð verði efld og henni hraðað og að hlustað sé á fagfólkið, kennarana sem kenna námsgreinina. Kallað var eftir því að ráðamenn og samfélagið í heild gefi íslensku séns.

Fimm kennarar úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla sóttu þessar ráðstefnur, þær Hanna Óladóttir, Ingunn Garðarsdóttir, Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir.