- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
- Lykilorð
Tvær ráðstefnur hafa verið haldnar árið 2025 um kennslu íslensku sem annars máls. Þar komu saman kennarar og skólastjórnendur ásamt formönnum Kennarasambands Íslands. Fyrri ráðstefnan var haldin á Ísafirði dagana 2. – 3. maí og fjallaði um kennslu íslensku sem annars máls, inngildingu og fjölmenningu í framhaldsskólum. Sú síðari var haldin á Akureyri dagana 19. – 20. september undir yfirskriftinni Samfélagið er lykill að íslensku. Að loknum báðum ráðstefnum voru sendar út ályktanir frá ráðstefnugestum til ýmissa stofnana í samfélaginu þar sem þess var m.a. krafist að stjórnvöld setji kennslu íslensku sem annars máls í forgang, að námsefnisgerð verði efld og henni hraðað og að hlustað sé á fagfólkið, kennarana sem kenna námsgreinina. Kallað var eftir því að ráðamenn og samfélagið í heild gefi íslensku séns.
Fimm kennarar úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla sóttu þessar ráðstefnur, þær Hanna Óladóttir, Ingunn Garðarsdóttir, Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir.



