Fyrirlestur og verkleg kennsla frá Fríðuhúsi

Nemendur í Hjúkrun aldraða (HJÚK3ÖH05) hjá Eddu Ýri fengu góða heimsókn í tíma í gær. Þá kom hún Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir hjúkrunafræðingur frá Fríðuhúsi. Fríðuhús er dagþjálfun rekin af Alzheimersamtökunum. Hún var með fyrirlestur og verklega kennslu í umönnun fólks með heilabilun. Virkilega áhugavert erindi og gagnlegt. Takk fyrir komuna Halldóra!