- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Í tilefni dagsins gróðursettu nemendur og starfsfólk við fjölbrautaskólann fimm rifsberjarunna við enda lóðarinnar, þar sem leikskólinn Múlaborg er staðsettur. Var þetta gert í samstarfi við leikskólann og leikskólabörnin hjálpuðu til við gróðursetninguna. Vonin er að bæði skólastigin njóti góðs af berjunum sem þar munu vaxa um ókomna tíð. Gróðursetningin er liður í því að efla samstarf skólanna tveggja sem hafa verið vinaskólar til margra ára.
Sameiginleg athöfn skólanna tveggja var haldin á skólalóðinni og börn á elstu deild leikskólans tóku þrjú falleg umhverfislög fyrir alla viðstadda. Þá voru vígð ný endurskinsvesti sem tilheyra Plokkfélagi Fjölbrautaskólans við Ármúla. Unnar Þór Bachmann, formaður Plokkfélagsins fékk þann heiður að máta fyrsta vesti félagsins. Í kjölfarið munu allir nemendur og starfsfólk skólans geta nýtt vestin við plokkun, en samtals voru keypt 40 stykki.
Við hvetjum öll til að fagna íslenskri náttúru í dag sem og aðra daga.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.