Grímugerð í þrívíðri formfræði

Nemendur í áfanganum þrívíð formfræði í FÁ hafa nýlokið við spennandi verkefni þar sem þau hönnuðu og smíðuðu einstakar og litríkar grímur👹
 
Nemendur nýttu meðal annars pappa, teip, málningu og ýmis endurunnin efni til að skapa grímur sem endurspegla bæði persónulegan stíl og skapandi hugsun.
 
Verkefnið sýnir vel hvernig list- og hönnunarnám í FÁ hvetur til sjálfstæðrar sköpunar og tilrauna í efnisvinnslu 🙂