Hvað er umhverfisfræði?

Við erum nemendur að læra umhverfisfræði og við ætlum að segja ykkur frá henni.

Umhverfismál ættu að skipta okkur mjög miklu máli. Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um umhverfið og nátturuna. Umhverfisfræði er mjög fjölbreytt fræðigrein sem snertir mörg svið nátturunar og kennir manni að skilja umhverfið betur. Umhverfisfræði er þverfagleg grein sameinar efnafræði, jarðfræði, líffræði, heimspeki og fleiri greinar. Umhverfisfræðingar leitast við að bera kennsl á að minnka eða stoppa upptök mengunar eða öðrum hættum í umhverfinu. Þeir vinna með vísindalegar upplýsingar, oft úr mismunandi fræðigreinum, og byggja á þeim tillögur að aðgerðum. Einn helsti brautryðjandi umhverfisræðinnar er Rachael Carson, hún var bandarískur dýrafræðingur og sjávarlífræðingur. Eitt frægasta rit hennar er: Raddir vorsins þagna sem var gefið út árið 1962, bókin fjallaði um notkun skordýraeiturs, einkum DDT og áhrif sem þau hafa á náttúruna. Bókin hafði mikil áhrif í Bandaríkjunum og er talin hafa markað upphafið á umhverfishreyfingunni.

Halldór Egill og Elíeser Bergmann.