- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
- Lykilorð
Undanfarnar vikur hafa nemendur í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) unnið að þróun frumgerða sem byggja á eigin leikjahugmyndum. Alls kláruðust um 15 frumgerðir þessa önn, þar af fjórar í fjarnámi. Eins og sjá má í myndbandinu eru leikjahugmyndirnar skemmtilega fjölbreyttar, þar á meðal er jólasveinaleikur, vélmennaleikur og leikur sem kennir spilaranum að flokka sorp: https://www.youtube.com/watch?v=Xd-GKP328nY
Flestar frumgerðir voru gerðar aðgengilegar á netinu og hægt að prófa þær hér: https://sites.google.com/view/spilum/leikjahonnun.
Athugið að leikirnir virka eingöngu í tölvum en ekki í símum eða snjalltækjum.