Ný kynningarmyndbönd fyrir sjúkraliða- og heilsunuddbraut FÁ

Fjölbrautaskólinn í Ármúla hefur látið framleiða ný kynningarmyndbönd fyrir tvær af heilbrigðisbrautum skólans; sjúkraliðabraut og heilsunuddbraut.
Markmið myndbandanna er að kynna nám og starfsmöguleika á þessum sviðum og vekja áhuga nemenda á störfum í heilbrigðisþjónustu og heilsueflingu.

Myndböndin voru unnin af Sahara auglýsingastofu í samstarfi við starfsfólk og nemendur skólans. Þau verða notuð í kynningarefni FÁ, bæði á samfélagsmiðlum og á vef skólans.

Hér má sjá myndböndin ásamt öðrum kynningarmyndböndum fyrir heilbrigðisbrautir skólans.