- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
- Lykilorð
Sérnámsbraut skólans hélt opið hús í síðustu viku, en kvöldið var fjáröflun fyrir útskriftarhóp brautarinnar. Nemendurnir sáu að mestu um skipulagninguna og boðsgestir voru nemendur sem útskrifuðust síðasta vor auk útskriftarhópsins næsta vor. Aðgangseyrir var 1500 krónur og innifalið í því voru nokkrar sneiðar af pítsu, gos og happdrættismiði. Þá var karókí í gangi, skutlukeppni og nemendurnir seldu penna merkta deildinni. Virkilega skemmtileg kvöldstund.