- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Stöðupróf í ensku, dönsku, spænsku og þýsku verða mánudaginn 25. ágúst klukkan 16:15 í stofu M201.
Tekið er á móti skráningum á þessu eyðublaði hér til hádegis (12:00) föstudaginn 22. ágúst.
Nemendur greiða 19.500 krónur fyrir hvert stöðupróf og er prófin opin eingöngu fyrir dagskóla- og fjarnema við FÁ.
Hægt er að greiða fyrir prófin í afgreiðslu eða með millifærslu á reikning skólans (reikningur 514-26-352, kennitala: 590182-0959) áður er prófin eru haldin.
Athygli skal vakin á að nauðsynlegt er að skrá sig á eyðublaðinu til þess að tryggja viðkomandi stöðupróf fari fram. Það er nauðsynlegt að framvísa kvittun fyrir greiðslu og skilríkjum í prófstofu til þess að fá að þreyta prófið.