- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Leikjafyrirtækið CCP Games bauð nemendum í tölvuleikjaáföngum FÁ á EVE Fanfest tölvuleikjaráðstefnuna sem haldin var í Hörpu dagana 1.-3. maí. Á ráðstefnunni kynnti CCP það sem framundan er í EVE Online og öðrum tölvuleikjum fyrirtækisins. Auk þess var gestum boðið upp á fjölbreytt úrval erinda yfir daginn. Nemendur fengu meðal annars að kynnast því hvernig listafólk hannar geimskip fyrir EVE Online, með hvaða hætti hagfræði getur tengst tölvuleikjum og mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi í fjölspilunarleikjum á borð við EVE Online.
Nemendur prófuðu nokkra tölvuleiki frá íslenskum leikjafyrirtækjum á staðnum, þar á meðal Gang of Frogs, Pax Dei og EVE Vanguard sem er væntanlegur fyrstu persónu fjölspilunarleikur frá CCP.
Nemendur FÁ þakka CCP kærlega fyrir fróðlega, skemmtilega og eftirminnilega ráðstefnu!