Útgáfuhóf í FÁ – Verður heimurinn betri?

Í gær fór fram útgáfuhóf í FÁ þar sem Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og með stuðningi Utanríkisráðuneytisins og Mennta- og barnamálaráðuneytisins, kynnti nýjan kennsluvef – www.verdurheimurinnbetri.is.

Nemendur úr , sem er Unesco skóli, ylltu salinn og tóku virkan þátt í viðburðinum. Bára Katrín og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir opnuðu fundinn og buðu þátttakendum upp á skemmtilega og fræðandi dagskrá. Hjörtur Hilmarsson frá 14Islands sagði frá þróun vefsins og því hvernig ungt fólk tók virkan þátt í hönnun og prófun efnisins.

Á viðburðinum voru helstu einkenni vefsins kynnt og farið í gegnum gagnvirka kosningu um málefni sem brenna á ungu fólki þar sem friður hlaut áberandi góða kosningu.

Vefurinn Verður heimurinn betri? byggir á samnefndri bók sem María Rún Þorsteinsdóttir þýddi og er ætlaður nemendum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Vefurinn er gagnvirkt og fræðandi verkfæri sem hjálpar nemendum að skilja þróun heimsins með nýjustu gögnum, myndrænni framsetningu og spurningum sem hvetja til gagnrýninnar hugsunar.

Að lokinni kynningu var boðið upp á pizzaveislu og happdrætti með skemmtilegum vinningum.

👉 Kíktu á vefinn og skoðaðu sjálf/ur: www.verdurheimurinnbetri.is