LÍOL3TT04 - Líffæra- og lífeðlisfræði munns

Í boði : Vor
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Séráfangi á tanntæknabraut sem er eingöngu kenndur í dagskóla. Líffærafræði höfuðs og formfræði tanna. Farið er yfir bein höfuðs, vöðva, munnslímu, taugar og sársaukaskyn ásamt formi og heitum tanna. Áfanginn er þrískiptur.

 

Kennslugögn:

Tandklinikassistent, Anatomi og fysiologi. Gefin út af Erhvervsskolernes Forlag.

https://webshop.praxis.dk/erhvervsuddannelser/tandklinkassistent/

Ýmsar vefsíður og efni frá kennara.

Glærur frá kennara eru aðgengilegar í námsumhverfinu Moodle.

 

Námsmat:

Eitt verklegt próf úr greiningu tanna 50% og tvö skrifleg próf 25% hvort, eru úr bóklegum hluta. Lágmarkseinkunn í hverju prófi þarf að vera 5.