Val í Innu

Ítarlegar leiðbeiningar fyrir val í tölvu


Stuttar leiðbeiningar fyrir val í síma


Val fyrir haustönn 2024 stendur nú yfir og verður opið til 23. mars. Með vali staðfestir þú umsókn þína um skólavist á næstu önn.

Hér er síða valáföngum fyrir haustönn 2024.

Hvernig á að velja?

 1. Skrá sig í inn í Innu.
 2. Smelltu á VAL.
 3. Veldu önn.
 4. Veldu áfanga úr lista með því að smella á hann.
 5. Skipt er á milli aðalvals og varavals með því að draga á milli kassa.
 6. Til að fá nánari upplýsingar um valinn áfanga, er bendli rennt yfir hann.
 7. Til að eyða áfanga er smellt á x.
 8. Þegar allir áfangar hafa verið valdir, skaltu smella á „Vista val“.

Hvað á að velja?

 1. Til að komast í Innu þarftu rafræn skilríki.
 2. Þegar í Innu er komið, ferðu inn á „Námið“ efst til hægri og velur þar „Námsferill – braut“. Þá sérðu brautarkröfuna og hvaða áföngum þú hefur lokið.
 3. Hluti bóknámsbrauta er frjálst val. Á heimasíðu skólans er listi yfir alla áfanga skólans og innihald þeirra.
 4. Ef þú ert á bóknámsbraut þarftu að hafa í huga að af heildarfjölda eininga, sem er 200, mega einingar á 1. þrepi ekki fara upp fyrir 66 og einingar á 3. þrepi ekki vera færri 40.
 5. Í aðalval skaltu velja að hámarki 7 áfanga auk íþrótta. Í varaval skaltu velja 2-3 áfanga. Mikilvægt er að hafa áfanga í varvali því það er notað ef áfangi /áfangar í aðalvali komast ekki í töflu, eða eru felldir niður.

Umsjónarkennarinn þinn aðstoðar þig við valið ef þú þarft. Ef þú gengur ekki frá vali er litið svo á að þú ætlir ekki að þiggja skólavistá næstu önn og þú færð hvorki greiðsluseðil né stundatöflu.

 Gangi þér vel!

(Síðast uppfært 16.02.2024)