Hvers vegna þurfum við að endurvinna gamla síma?

Í dag er alþjóðlegi rafrusladagurinn. FÁ tekur virkan þátt í deginum. Rafrusl eru öll raftæki, stór og smá; sem ekki eru lengur í notkun. Mikilvægt er að við komum þeim í réttan endurvinnslufarveg.
 
Nokkrar staðreyndir um rafrusl
  1. 📱Í venjulegum snjallsíma eru að minnsta kosti 13 mikilvæg hráefni sem mikilvægt er að koma aftur í notkun þegar síminn fer í endurvinnslu
  2. ♻️Aðeins um 17% af rafrusli heimsins ratar í endurvinnslu
  3. 🏠Heimili eiga að meðaltali 74 raftæki (ljós og lampar ekki meðtalin). Þar af er 61 í notkun.
  4. ❗Skortur á mikilvægum hráefnum úr rafrusli getur tafið tækniframfarir, haft áhrif á hagvöxt og ógnað öryggi ríkja
Gríðarlegt magn af raftækjaúrgangi verður til á hverju ári og er umfangið sífellt að aukast. 62 milljón tonn af raf- og rafeindatækjaúrgangi á heimsvísu árið 2022. Þetta magn jafngildir því að 1,55 milljón vörubílum, hlöðnum rafrusli, yrði stillt upp við miðbaug jarðar og næðu allan hringinn.
🚚🚚🚚🚚🚚🚚🚚🚚🚚🚚🚚🚚🚚
 
Dæmi um hráefni og notkun þeirra:
  • Tungsten - notað til að búa til titringsvirkni í farsímum
  • Lithium, kóbalt og nikkel - notað í rafbíla
  • Magnesium alloy og Scandium - notað við smíði flugvéla
 
Hvað getum við gert? 👫
  • Pössum að velja endingargóð raftæki inn á heimilið og forðumst að kaupa óþarfa.
  • Athugum hvort gömul raftæki liggi í skúffum og skápum og skilað þeim á næstu endurvinnslustöð. Elko tekur einnig á móti gömlum raftækjum og í sumum tilfellum er hægt að skila þeim og fá inneignarnótu í staðinn.
  •  
Viltu finna milljón? 💰
Sumum raftækjum er hægt koma í viðgerð, gefa/selja og lengja þannig líftíma þeirra. Þá leynast oft raftæki í fullkomnu standi inná heimilum fólks sem safna ryki og bíða eftir nýjum áhugasömum eiganda.
 
Hægt er að kynna sér málið enn betur á vefsíðu Saman gegn sóun og á vefsíðu Úrvinnslusjóðs.