FÁ áfram í Gettu betur

Lið FÁ í Gettu betur keppti í fyrstu umferð í keppninnar í gær þegar það keppti við lið Menntaskólans á Tröllaskaga. FÁ fór með sigur á hólmi, 16-7.

Lið FÁ er því komið í aðra umferð keppninnar sem fer fram síðar í þessum mánuði.

Í Gettu betur liði FÁ þetta árið er þau Eiríkur Stefánsson, Iðunn Úlfsdóttir og Hilmar Birgir Lárusson og varamaður er Patrik Örn.

Hjartanlega til hamingju :)