Heimsókn frá Ferrentino á Ítalíu

Núna í vikunni vorum við með góða gesti í heimsókn frá Ferrentino á Ítalíu, þær Sara Colatosti og Daniela Meaglia. Þær voru í undirbúningsheimsókn að kanna hvort skólarnir okkar geti unnið saman að verkefni. Við stefnum á að hefja samstarfið næsta haust en þá koma fimm nemendur frá þeim í heimsókn til okkar.
Þær Edda Lára og Jeannette tóku vel á móti þeim, funduðu, sýndu þeim skólann og svo kíktu þær í kennslustundir. Við hlökkum til frekari samstarfs með þeim Sara og Daniela.