Heimsókn frá Mataró á Spáni

Nú er skólastarfið komið á fullt og það þýðir að erlenda samstarfið okkar er líka hafið. Á hverju ári fáum við fullt af heimsóknum frá aðilum frá skólastofnunum víða um heim sem vilja kynna sér starfið í skólanum okkar.

Þessa vikuna er hún Bàrbara Ruiz Soliva frá Maristes Valldemia í Mataró, Spáni er heimsókn. Hún kennir ensku, stærðfræði, hagfræði og nýsköpun. Nemendur hennar eru frá 12 til 16 ára. Á myndinni er hún í heimsókn í ensku hjá Alice.