Heimsókn mennta- og barnamálaráðherra

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti FÁ á föstudaginn í síðustu viku ásamt fylgdarfólki úr ráðuneytinu. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna hugmyndir ráðuneytisins um nýjungar á framhaldsskólastiginu fyrir starfsfólki.

Ráðherrann fékk leiðsögn um skólann eftir fundinn og hitti nemendur og starfsfólk. Ráðherra og ráðuneytisfólki er þakkað kærlega fyrir innlitið.