Kynslóðir mætast í Múlabæ

Í nóvember heimsóttu nemendur í lokaáfanga í ÍSTA eldri borgara í Múlabæ sem er dagþjálfun aldraðra og öryrkja. Mjög vel var tekið á móti hópnum og voru bæði nemendur og gamla fólkið hæstánægð með tilbreytinguna. Tilgangur heimsóknarinnar var að fá tækifæri til að spjalla á íslensku og gekk það mjög vel.