TEYGJA – myndlistarsýning nemenda FÁ opnar í Hinu Húsinu

Nemendur í lokaáfanga í myndlist við FÁ opna sýninguna TEYGJA föstudaginn 5. desember í Hinu Húsinu. Sýningin samstarfsverkefni FÁ og Hins Hússins

Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk sem nemendur hafa unnið að síðustu önn, þar sem áhersla hefur verið lögð á persónulegar hugmyndir, tilraunir og skapandi rannsóknir. Hvert verk endurspeglar eigin sjónarhorn, spurningar og listræna nálgun nemendanna.

Sýningaraðilar eru: Ayat Awwadawwan, Birna Clara Ragnarsdóttir, Bjartur Myrkvi Haralds, Elina Hayavi, Fatima Amira Mortada, Issa, Julia Czech, María Cecilia Melo Curiel og Patricia BirimumAso.

Sýningin stendur frá kl. 16:00 – 18:00 5. desember og verður opin til 17. desember.

Við hvetjum öll til að mæta.

Hér má sjá bækling um sýninguna sem unninn var af nemendum.