Umhverfisvika

Umhverfisvika nemenda var í síðustu viku. Umhverfisráð nemenda hélt utan um vikuna og var ýmislegt var á döfinni í tilefni hennar.
 
Á fimmtudaginn næstkomandi heldur skólinn viðburðinn – Saumað gegn sóun, í Góða hirðinum í samstarfi við Grænfánann. Á dagskránni er sýningaropnun á verkum nemenda í fatasaum, fræðsla og tækifæri til þess að gera við eða lagfæra föt í góðum félagskap. Öllum stendur til boða að mæta og fylgjast með.