Umhverfisvika nemenda var í síðustu viku. Umhverfisráð nemenda hélt utan um vikuna og var ýmislegt var á döfinni í tilefni hennar.
-
Skemmtileg fræðsla var í boði á fimmtudaginn í salnum þar sem fjallað var um skapandi framtíð. Fjallað var um sameiginlega snertifleti vísindaskáldskaps og framtíðarlausna í umhverfismálum.
-
Nemendur í umhverfisfræði skólans voru með fjölbreytta umhverfisfræðslu á öllum miðlum skólans og lögðu sig fram um að vera eins umhverfisvæn og kostur er.
-
Umhverfisráð bauð nemendum og starfsfólki uppá græna kleinuhringi.
-
Fríbúð skólans var opnuð í tilefni vikunnar. Fríbúðin er samstarfsverkefni skólans og Góða hirðisins og mun standa í skólanum fram að björtum föstudegi, 28. nóvember. Í fríbúðinni má einnig finna fræðslu um fatasóun, umhverfismál og hringrásarhagkerfið.
-
Göngukeppni milli nemenda hófst og voru glæsilegir vinningar í boði fyrir þá sem gengu mest yfir eina viku. Keppninni var frestað um viku eftir að formgalli á keppninni kom í ljós.
Á fimmtudaginn næstkomandi heldur skólinn viðburðinn – Saumað gegn sóun, í Góða hirðinum í samstarfi við Grænfánann. Á dagskránni er sýningaropnun á verkum nemenda í fatasaum, fræðsla og tækifæri til þess að gera við eða lagfæra föt í góðum félagskap. Öllum stendur til boða að mæta og fylgjast með.