31.5.2019 Fréttir : Sumarfjarnám - innritun stendur yfir

Frestur til þess að innrita sig í sumarfjarnám við FÁ stendur til 5. júní. Það eru fjöldamargir áfangar í boði eins og sjá má ef smellt er á tengilinn "Skráning í fjarnám" hér hægra megin á síðunni.Það er vert að geta þess að fjarnámið uppfyllir kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015. Fjarnám FÁ er því eina vottaða fjarnámið sem í boði er á Íslandi.

Lesa meira

24.5.2019 Fréttir : Gleðilegt sumar! Útskrift vorið 2019

Það var gleðileg athöfn í FÁ þegar 118 nemendur fengu skírteinin sín í hendur og ekki spilli góða veðrið fyrir. Góður rómur var gerður að ræðu 25 ára stúdentsins hennar Söru Daggar Svanhildardóttur og athöfninni var slitið með því að allir, starfsmenn, stúdentar og gestir og gangandi hófu upp raust sína og sungu Sumarkveðju eftir Inga T. Lárusson.

Í útskriftarræðu sinni hvatti Magnús Ingvason, skólameistari Fá nemendur til að einblína á styrkleika sína og vinna í veikleikunum. Ennfremur hvatti hann nemendur til að lifa lífi sem veitti þeim vellíðan og gleði, en ekki lífi sem bara lítur vel út. Lífið þyrfti ekki að vera fullkomið til að vera gott. Loks minnti hann nemendur á að lífinu fylgdi engin fjarstýring - maður þyrfti sjálfur að standa upp og gera hlutina.

Dúx skólans er Ástrós Ögn Ágústsdóttir sem útskrifast af Náttúrufræðibraut með 9,1 í meðaleinkunn.

Á facebook-síðu FÁ má sjá nokkrar myndir frá minnisverðri útskriftinni

Lesa meira

24.5.2019 Fréttir : Útskrift klukkan 13 í dag

Vorið hefur farið um okkur mildum höndum og vonandi verður sumarið ljúft. Það sama má segja um þá nemendur sem í dag ná mikilsverðum áfanga í lífi sínu þegar þeir kveðja skólann sinn. Vonandi bíður þeirra allra farsælt líf, núna þegar ævisumar þeirra er að byrja.

Í dag útskrifast frá skólanum 118 nemendur og þar af 9 af tveimur brautum. 38 nemendur útskrifast af heilbrigðissviði, sem skiptast svo eftir námsbrautum: 4 útskrifast sem heilsunuddarar, 3 sem læknaritar, 2 sem lyfjatæknar, 10 sem tanntæknar og loks 19 sem sjúkraliðar. Frá nýsköpunar og listabraut útskrifast 4 nemendur. Stúdentar eru 75. 28 útskrifast af félagsfræðibraut, af náttúrufræðibraut útskrifast 13, af hugvísinda- og málabraut 9, af viðskipta- og hagfræðibraut útskrifast 6 og með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi 19. Til viðbótar þessu útskrifast 9 nemendur af sérnámsbraut.

Lesa meira

21.5.2019 Fréttir : Fjarnám FÁ fær gæðastimpil frá iCert

Í dag var skólanum formlega afhent vottunarskjal vegna gæðavottunar fjarnámsins. Það er vottunarstofan iCert sem er vottunaraðili og afhenti skólanum skjalið. Fjarnámið uppfyllir kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015.

Fjarnám FÁ er eina vottaða fjarnámið sem stundað er á Íslandi, en þetta ferli hefur tekið nánast 7 mánuði og margir lagt hönd á plóg. Öllum þeim eru færðar miklar þakkir.

Skráning í sumarönn fjarnáms FÁ hefst þann 25. maí.

Lesa meira

Allar fréttir


Sumaropnun skrifstofu 31.5.2019 - 24.6.2019

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 9:00 - 15:00 í júní.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir