17.2.2019 Fréttir : Glæsilegri kvikmyndahátíð lokið

Það voru glæsileg verðlaun sem féllu í skaut sigurvegara Kvikmyndahátíðar framhaldsskólanna og sannarlega feitan gölt að flá. Það var Hulda Heiðdal Hjartardóttir úr Borgarholtsskóla sem fór hlaðin verðlaunum enda fékk hún þrenn verðlaun fyrir myndina Skuggalönd, besta stuttmyndin, best leikna myndin og besta myndatakan. Geri aðrir betur. Myndin Ghosttbusters a fan film: Draugurinn eftir Andra Óskarsson úr þótti besta tæknilega útfærslan. Áhorfendaverðlaun féllu síðan í skaut Brynjari Leó og Gabríel Elí, annar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hinn Tækniskólanum. FÁ reið ekki feitum hesti frá kvikmyndahátíðinni í þetta sinn en í fyrra sópuðust verðlaunin til FÁ. Og svo kemur hátíð að ári.

Lesa meira

15.2.2019 Fréttir : Kvikmyndahátíð framhaldskólanna ´19

Það er bíó þessi helgi. Hátíðin verður sett kl. eitt á morgun laugardag og stendur fram til að verða fimm. Sama gildir um sunndaginn 17. janúar en þá lýkur hátíðinni með verðlaunaafhendingu. Fimm skólar eiga myndir á hátíðnni og er FÁ þar með alls sex myndir, Borgarholtsskóli sýnir fjórar, Ísfirðingar tvær og Fjölbraut Breiðholit og Menntaskólinn á Egilsstöðum eru með eina mynd hvor.

Það má enginn láta þessa hátíð fram hjá sér fara - um að gera að fylgjast með hvað er að gerjast og gerast í listrænu höfði okkar skapandi nemenda. Semsagt, takið frá dagana og bregið ykkur í gæðabíó.

Lesa meira

13.2.2019 Fréttir : Helgafell um helgina - 16. febrúar

Næsta fjallganga útivistar- og fjallgönguhópsins ÍÞR141 verður laugardag 16. febrúar. Í þetta sinn skal sigra Helgafell i Mosfellssveit. Lagt verður af stað með rútu frá FÁ kl 9:00 laugardagsmorgun og stefnt er á að koma heim um kl 14:00.
Veður eru válynd um þessar mundir og fólk því beðið um að koma vel búið og með gott nesti og svo til nýja skó.

Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð;
tífaldar þakkir því ber færa
þeim sem að guðdómseldinn skæra
vakið og glætt og verndað fá
viskunnar helga fjalli á.

Lesa meira

12.2.2019 Fréttir : Lífshlaupið á góðum spretti

Þátttaka er góð í Lífshlaupinu og hver veit nema FÁ standi uppi sem sigurvegari, en það er ekki hlaupið að því að sigra nema menn leggi hart að sér. Þrjátíu mínútur á dag! Það er hægt að hreyfa sig á ýmsan máta, til dæmis er það góð hreyfing að taka þátt í borðtennismótinu sem nú er í gangi á Steypunni. Og ekki gleyma að skrá hlaup og aðra hreyfingu í Lífshlaupið.

Lesa meira

Allar fréttir


Árdagar 27.2.2019 - 28.2.2019

Árdagar verða 27. og 28. febrúar

Lesa meira
 

Tónlistarkeppni Fjölbrautaskólans við Ármúla 7.3.2019

Nemendafélagið stendur fyrir tónlistarkeppni FÁ.   Keppnin verður haldin fimmtudaginn 7. mars í sal skólans.   Skráning atriða er hafin og fer fram á skrifstofu skólans.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir