15.8.2018 Fréttir : Nýtt skólaár - velkomin í FÁ

Á morgun, fimmtudaginn, 16. ágúst, klukkan 13 er fundur með nýnemum sem eru að koma beint úr grunnskóla.

Fundur með eldri nemendum sem eru að hefja nám við skólann verður sama dag klukkan 14.

Töflubreytingar fara fram frá kl. 13-16 á morgun fimmtudag og frá kl. 9-14 á föstudag. Einnig er hægt að senda póst á netfangið toflubreytingar@fa.is.

Lesa meira

31.7.2018 Fréttir : Magnús Ingvason - nýr skólameistari FÁ

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Magnús Ingvason í embætti skólameistara FÁ til næstu fimm ára.
Skólameistarinn hefur 26 ára kennslu- og stjórnunarreynslu á framhaldsskólastigi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Síðastliðin fimm ár gegndi starfi aðstoðarskólameistara við FB. Einnig hefur hann sinnt starfi skólastjóra sumarskóla FB og starfi kennslustjóra við sama skóla. Magnús hefur líka kennt á grunnskólastigi.
Magnús lauk BA-prófi í fjölmiðlun frá Northern Illinois University í Bandaríkjunum (1989), UF-prófi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands (1997) og meistaranámi í stjórnsýslufræðum frá Háskóla Íslands (2008). 
Kennarar og starfsfólk FÁ bjóða nýjan skólameistara velkominn til starfa og óska honum velfarnaðar í starfi.

26.5.2018 Fréttir : Fallegur dagur - útskrift vor 2018

Það var hátíðlegt og gleðilegt í senn þegar útskriftarnemendur kvöddu skólann sinn í gær. Nú standa þeir á tímamótum og hvað framtíðin ber í skauti sér veit nú enginn en það er þeirra að skapa sér sína eigin framtíð og það er vísast að hún verði farsæl. Þó nokkrir nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í hinum ýmsu greinum. Sjá nánar hér:

Lesa meira

24.5.2018 Fréttir : Útskrift, föstudaginn 25. maí kl. 14:00

Í dag, föstudaginn 25. maí klukkan 14:00 útskrifast rúmlega hundrað nemendur frá FÁ. Smellið hér til þess að sjá dagskrána.

 

Lesa meira

Allar fréttir