15.5.2024 Fréttir : Margs vísari um fangelsismál hérlendis

„Þetta dýpkar þekkingu mína og viðhorf til fangelsismála,“ sagði einn nemenda við viðskipta- og hagfræðibraut við Fjölbrautaskólann við Ármúla í tengslum við heimsókn nemenda í lögfræðiáfanga í fangelsið á Hólmsheiði. En í lok vorannarinnar var nemendum í áfanganum boðið, ásamt kennara áfangans, Ragnhildi B. Guðjónsdóttur, í vettvangsheimsókn í fangelsið þar sem nemendurnir urðu margs vísari um fangelsismál hérlendis.

Böðvar Einarsson, staðgengill forstöðumanns, tók einkar vel á móti hópnum og kynnti fyrir þeim starfsemi fangelsisins, sem er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi, með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun styttri fangelsisrefsinga og vararefsinga.

Fyrsta fangelsið á Íslandi sem byggt er sem fangelsi

Böðvar upplýsti nemendur m.a. um að fangelsið á Hólmsheiði sé fyrsta og eina fangelsið sem byggt er og hannað sem fangelsi á Íslandi en Litla-Hraun var byggt sem heilbrigðisstofnun í upphafi.

Gerður var góður rómur af heimsókninni en nemendum fannst fróðlegt og áhugavert að fá að kynnast starfsemi fangelsisins og skoða aðstöðuna með beinum hætti.

Lesa meira

Lesa meira

14.5.2024 Fréttir : Öll velkomin

Í síðustu viku kláruðu nemendur á listabraut skólans að vinna listaverk á vegg á Steypunni í FÁ sem býður öll velkomin í skólann. Nemendur í myndlistaráfanganum MYNL2LI05 unnu verkið undir leiðsögn kennara síns, Jeannette Castioni. Nemendurnir unnu jafnt og þétt yfir önnina og náðu loksins að klára í síðustu viku og er útkoman stórglæsileg, líflegur og flottur veggur sem tekur vel á móti gestum og gangandi.

Lesa meira

6.5.2024 Fréttir : Annarlok - mikilægar dagsetningar

 

Senn líður að ann­ar­lokum og viljum við því minna ykkur á nokkrar mikilvægar dagsetningar.

13. maí - Síðasti kennsludagur en nánari upp­lýs­ingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

14. maí - Sjúkrapróf/ uppsóp.

16. maí - Einkunnir birtast í Innu.

16. maí - Prófsýning og viðtöl vegna námsmats kl. 12:00 – 13:00.

17. maí - Endurtektarpróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00 - 11:00.

23. maí - Æfing fyrir útskrift kl. 16:30.

24. maí - Útskrift í hátíðarsal skólans kl. 13:00.

Nám á næstu önn. Allir nem­endur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að velja. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir útskrift.

Gangi ykkur sem allra best á loka­sprett­inum

 

Lesa meira

29.4.2024 Fréttir : A Green Day verkefnið

 

Hópur frá skólanum IES Tegueste á Spáni kom í heimsókn í FÁ dagana 15. – 19. apríl en skólinn er samstarfsskóli okkar í Erasmus+ verkefninu A Green Day sem er umhverfismiðað verkefni. Fimm nemendur og þrír kennarar sóttu FÁ heim og þessa viku sem þau voru í heimsókn hjá okkur hjálpuðu nemendur FÁ þeim að útbúa handbók um Grænfánann, alþjóðlega umhverfisviðurkenningu sem á ensku kallast Eco- Schools. FÁ er sá framhaldsskóli á Íslandi sem hefur lengst flaggað grænfánanum og nemendur okkar því vel í stakk búnir að aðstoða við gerð handbókarinnar. Ásamt því að vinna að handbókinni fóru gestirnir ásamt gestgjöfunum Gullna hringinn og á náttúrusýninguna í Perlunni. Spánverjarnir voru „heppnir“ með veður en eins og tíðkast í apríl á Íslandi var allra veðra von og þau fengu allt frá snjókomu yfir í glampandi sól og aðspurð sögðu þau að það hefði verið einn af hápunktunum, að geta farið í snjókast í apríl.

 

Í nóvember fer sami hópur og tók á móti gestunum hér heima út í heimsókn til IES Tegueste sem er staðsettur norðanmegin á eynni Tenerife. Þar munu nemendur okkar læra að reikna kolefnissporið sitt og halda áfram að styrkja tengslin við þennan frábæra vinaskóla.

 

 

Lesa meira

Allar fréttir