31.3.2023 Fréttir : Þorbjörn keppir í Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Hinu húsinu laugardaginn 1. apríl. Þorbjörn Helgason keppir fyrir hönd FÁ með lagið Touch me með The Doors og er númer 14 á svið. Það þýðir að í símakosningunni verður hann með númerið 900 9114. 
Við hvetjum alla til að kjósa því að símakosningin gildir 50% og mun hafa áhrif á úrslit keppninnar.
Beint streymi verður frá keppninni á Stöð2 Vísi og hefst klukkan 19:00.
Áfram FÁ og Þorbjörn!

Lesa meira

29.3.2023 Fréttir : Vörumessa 2023 í Smáralind

Vörumessa á vegum JA Iceland var haldin í Smáralind 23. og 24. mars síðastliðin þar sem nemendur tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem er nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna.

Nemendur í frumkvöðlafræði og nýsköpunaráfanga á viðskipta- og hagfræðibraut Fjölbrautaskólnas við Ármúla undir leiðsögn Róberts Örvars Ferdinandssonar kennara tóku þátt í sýningunni og kynntu vörur sínar sem vakti athygli og áhuga gesta í Smáralindinni.

Nýsköpunarfyrirtæki nemenda FÁ voru fjölbreytt, en það eru Lausnin sem er app sem heldur utan um alla viðburði og veitingastaði sem henta einstaklingum, 3002 hönnun og tíska, Ventura fjármálaráðgjöf og VAX sem framleiðir kerti á umhverfisvænan hátt. 

Lesa meira

27.3.2023 Fréttir : Leikskólabörn frá Múlaborg í heimsókn í FÁ

Á föstudaginn fengum við góða heimsókn frá leikskólanum Múlaborg sem er hér við hliðina á FÁ. Hópur leikskólabarna kíktu yfir og fengu fræðslu frá nemum í tanntækninámi um umhirðu tanna. Börnin unnu svo í hópum, lærðu m.a. að bursta tennurnar og fengu að æfa sig á risaeðlutönnum.
Þetta þverfaglega samstarf hefur verið í gangi í nokkur ár og frábært tækifæri fyrir tanntækninema að æfa sig og fyrir leikskólabörnin að fá fræðslu um tannumhirðu og heimsækja skólann sem þau horfa á alla daga.

Lesa meira

24.3.2023 Fréttir : Takk fyrir komuna

Í gær var opið hús í FÁ fyrir 10.bekkinga og aðra áhugasama. Það var mjög góð mæting og frábær stemning. Við þökkum öllum fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta á næstu önn.

Til að kynna sér skólann enn frekar þá eru upplýsingar hér.

Lesa meira

Allar fréttir