27.9.2023 Fréttir : Umhverfisfræði á Þingvöllum

Nemendur í umhverfisfræði fóru í heimsókn í þjóðgarðinn á Þingvöllum en þau eru um þessar mundir að læra um náttúruverndarlög og friðlýst svæði. Þar tók Torfi Stefán Jónsson, fyrrum sögukennari í FÁ og núverandi fræðslufulltrúi á Þingvöllum, á móti nemendum og fengu þau fræðandi og skemmtilega leiðsögn um svæðið.

Lesa meira

25.9.2023 Fréttir : Spiluðu tölvuleik í sögu

 

Um 100 nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla skelltu sér til Forn-Egyptalands á dögunum og skoðuðu meðal annars Pýramídann mikla, Vitann í Faros og borgina Alexandríu á leið sinni um landið. Ferðalagið átti sér stað í nýju tölvustofu skólans þar sem tölvuleikurinn Assassin's Creed var spilaður í sögutíma. Í Assassin’s Creed tölvuleikjaseríunni ferðast söguhetja leiksins aftur í tímann og heimsækir sögufræga staði í Egyptalandi, Grikklandi, Bretlandi og víðar.

Ferð nemenda hófst í Alexandríu þar sem hópurinn fékk einkaleiðsögn um borgina og síðar um pýramídana. Að því loknu fengu nemendur frjálsan tíma til að skoða sig um svæðið og taka myndir af því sem fangaði augu þeirra. Eins og sjá má á myndunum var margt á sjá og ferðin svo sannarlega eftirminnileg.

Verkefnið er samstarfsverkefni sögukennara og tölvuleikjakennara skólans.

Myndir: Skjáskot úr tölvuleiknum Discovery Tour by Assassin's Creed: Ancient Egypt (2018)

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans .

 

Lesa meira

15.9.2023 Fréttir : Hverfið mitt - lóðin við FÁ

 

Kosning í Hverfið mitt er hafin á Hverfidmitt.is en lóð skólans er ein af þeim hugmyndum sem settar eru þar fram undir heitinu: Styrkja græna svæðið við FÁ.

Hönnun svæðisins hefur ekki átt sér stað sem felur í sér ótal tækifæri fyrir þetta áhugaverða svæði sem er að hluta til lóð FÁ en jafnframt að stórum hluta borgarland Reykjavíkur. Þetta svæði gæti orðið lyftistöng fyrir skólana á svæðinu og allt nærumhverfið. Sleðabrekka yrði sterkt aðdráttarafl á veturna en hægt væri að auki að gera svæðið aðlaðandi fyrir gesti og gangandi með t.d. bekkjum og útigrilli.

Kosningin er rafræn og stendur yfir í tvær vikur, til miðnættis 28. september. Það er einfalt að kjósa og tekur ekki nema örfáar mínútur. Við hvetjum alla til að kjósa:

https://kosning2023.reykjavik.is/area-ballot/5

 

Lesa meira

31.8.2023 Fréttir : Nýnemaferð á Akranes

Nýnemaferð Fjölbrautaskólans við Ármúla var farin í gær, miðvikudaginn 31. ágúst. Frábær ferð í alla staði sem Nemendafélag skólans og félagsmálafulltrúi skipulögðu. Farið var með rúmlega 200 nýnema upp á Akranes þar sem við áttum góða stund í Garðalundi, skógræktarsvæði Akraness, en þar er frábær aðstaða til útiveru og leikja. Þar tóku á móti okkur vanir menn sem sáu um leiki og hópefli fyrir þennan stóra og flotta hóp. Síðan voru grillaðar pylsur, nemendur fengu gos og Prins póló og léku sér svo í allskyns leikjum og spjölluðu saman. Dagskráin endaði síðan á skemmtilegum hópdansi.

Frábær hópur nýnema þetta árið sem voru til fyrirmyndar í ferðinni og hlökkum við til að kynnast þeim betur í vetur.

Á Facebook síðu skólans má svo sjá fullt af myndum úr ferðinni.

Lesa meira

Allar fréttir