4.3.2024 Fréttir : Katrín Edda sigraði tónlistar- og söngkeppni FÁ

 

Á fimmtudaginn síðasta, 29. febrúar fór tónlistar- og söngkeppni FÁ fram á Árdegi skólans. Hin frábæra Eva Ruza var kynnir í keppninni og tók eitt lag. Sex flott atriði tóku þátt og það má sanni segja að það sé mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki í skólanum okkar. Í fimm atriðum af sex sungu og spiluðu undir nemendur úr tónlistaráfanga skólans. Öll atriðin voru frábær en úrslitin urðu þau að Sigrún Ásta lenti í þriðja sæti með lagið Before he cheats með Carrie Underwood.

Rafael Róbert var í öðru sæti með lagið Nutshell með Alice in Chains. 

 Í fyrsta sæti varð svo hún Katrín Edda með lagið Penthos sem er frumsamið lag. Katrín Edda mun því taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram 6. apríl á Selfossi.

Hjartanlega til hamingju Katrín Edda.

 

Lesa meira

29.2.2024 Fréttir : Starfsþróunardagur föstudaginn 1. mars

Föstudaginn 1. mars er starfsþróunardagur kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Öll kennsla fellur niður þennan dag og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.

Lesa meira

26.2.2024 Fréttir : Opið hús í FÁ, 5. mars

Þriðjudaginn 5. mars býður FÁ nemendum í 9. og 10. bekk og forráðamönnum þeirra á opið hús í skólanum frá kl. 16:30 - 18:00.
Kennarar kynna það námsframboð sem er í boði. Einnig verður í boði leiðsögn um skólann. Þá verða kennslustofur opnar og gestum gefst tækifæri á að kynna sér fjölbreytt námsframboð hjá kennurum og nemendum skólans.
Hægt er að skrá sig á viðburðinn á FB hér.   Þar birtast einnig fleiri upplýsingar.

Lesa meira

25.2.2024 Fréttir : Rafíþróttalið FÁ í 8-liða úrslit FRÍS

Rafíþróttalið Fjölbrautaskólans við Ármúla komst áfram í 8-liða úrslit FRÍS, Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands. Í ár taka þrettán framhaldsskólar þátt í keppninni þar sem keppt er í tölvuleikjunum Counter-Strike 2, Rocket League og Valorant. Flestir keppendur koma úr rafíþróttaáfanganum RAFÍ2SM03 þar sem nemendur æfa sig í völdum leikjum sem einstaklingar og sem liðsheild í uppfærðu tölvuveri skólans.

Við óskum rafíþróttaliði FÁ til hamingju með góðan árangur!

Rocket League lið FÁ skipa Stefán Máni, Aron Örn og Karvel. Varamenn eru Logi Jarl, Ísar og Orfeus. Í Valorant keppa þau Kristinn Guðberg, Aline Ampari, Baldur Orri, Logi Jarl og Jóhann Atli og Birnir Orri, Helgi og Marcin eru varamenn. Í Counter-Strike 2 liðinu eru þeir Birnir Orri, Logi Jarl, Nataniel, Svanur Snær og Sölvi auk Aline sem er varamaður.

Hægt verður að fylgjast með undanúrslitum efstu 8 liðanna í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ. Keppnisdagar verða á miðvikudögum og fer fyrsti leikurinn fram þann 6. mars. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Lesa meira

Allar fréttir