20.2.2020 Fréttir : FÁ hlýtur lýðheilsustyrk

Í vikunni tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla, ásamt glæstum hópi, við úthlutun úr Lýðheilsusjóði. Við styrkveitingar þetta árið var áhersla lögð á aðgerðir sem efla forvarnir, kynheilbrigði, geðheilsu og vímuefnavarnir. Upphæðin sem FÁ tók við úr höndum heilbrigðisráðherra verður nýtt í allt ofangreint, þ.e. í fjölbreytta fræðslu til nemenda um þau fjölmörgu atriði sem ýmist ógna eða stuðla að heilbrigðu lífi ungmenna.
Takk fyrir okkur! 

Lesa meira

13.2.2020 Fréttir : Skólahald fellur niður 14. febrúar

Kæru nemendur,
Vegna óvenju slæmrar veðurspár og viðvarana frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum hefur verið ákveðið að aflýsa allri starfsemi í skólanum á morgun, föstudaginn 14. febrúar.Við hvetjum ykkur til að nota daginn í þágu námsins þó að skólahald falli niður. Gangi ykkur vel!

Lesa meira

12.2.2020 Fréttir : Skautaferð

Rúmlega 100 nemendur tóku sér pásu frá lærdómi eina kennslustund og skelltu sér saman í skautahöllina í dag. 

Lesa meira

7.2.2020 Fréttir : FÁ í undanúrslit Gettu betur!

Þau Jón Jörundur, Elínrós Birta og Þráinn voru skólanum sínum heldur betur til sóma í kvöld þegar þau sigruðu lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ 28-20 í 8 liða úrslitum Gettu betur. FÁ er þar með komið í undanúrslit - í fyrsta skipti frá árinu 1996!

Lesa meira

Allar fréttir


Gettu betur - undanúrslit 28.2.2020

Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla mun etja kappi við lið Borgarholtsskóla í undanúrslitum Gettu betur föstudaginn 28. febrúar.   Viðureigninni verður sjónvarpað beint á RÚV og hefst útsendingin kl. 19:45.

Lesa meira
 

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna 29.2.2020 - 1.3.2020

Nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla taka þátt í Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna sem verður haldin í Bíó Paradís dagana 29. febrúar - 1. mars.

Lesa meira
 

Árdagur 5.3.2020

Fimmtudaginn 5. mars verður árdagur haldinn í skólanum.  Þann dag verður dagurinn brotinn upp og verður lítið um hefðbundna kennslu.  Það er þó mætingarskylda þann dag.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir