15.11.2018 Fréttir : Örplast er lævís skaðvaldur...

Á morgun, föstudaginn 16, sem er reyndar dagur íslenskrar tungu, kemur Rannveig Magnúsdóttir í heimsókn í FÁ til að segja okkur allt um örplast og plastmengun. Rannveig er líffræðingur og hefur verið ötul í að fræða almenning um mikilvægi náttúruverndar og áhrif manna á umhverfið. Allir sem hafa áhyggjur af velferð móður jarðar, ekki síst unga fólkið sem á mest undir að framtíðin verði sjálfbær, eru hvattir til að mæta í Salinn klukkan 13.00 og hlýða á fróðlegt erindi. Þekking er vald!

Lesa meira

14.11.2018 Fréttir : Lífið er ein fantasía...

Á morgun, fimmtudaginn 15. nóvember, mun rithöfundurinn Emil Hjörvar Petersen koma í heimsókn og tala um fantasíubækurnar sínar, hvernig hann vinnur þær með því að leita uppi gömul orð og endurglæða þau lífi og hvernig hann beitir orðaforðanum. Fyrirlesturinn verður í Salnum og hefst klukkan 12:00 - Allir sem unna skrifum eða lestri ættu að láta sjá sig. Hinir mega líka koma. Kannski kviknar þá áhuginn fyrir góðum sögum? Lífið er ein allsherjar fantasíusaga.

Lesa meira

5.11.2018 Fréttir : Kristrún Birgisdóttir ráðin aðstoðarskólameistari FÁ

Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði Menntamála-stofnunar hefur verið ráðin aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Kristrún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum árið 2006, BA í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ árið 2009 og framhaldsnámi í náms- og starfsráðgjöf árið 2010. Ennfremur lauk Kristrún viðbótarnámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri í júní 2018.

Frá árinu 2010 til 2015 starfaði Kristrún sem sérfræðingur í framhaldsskóladeild Menntamálaráðuneytisins og frá árinu 2015 hefur hún starfað sem sérfræðingur á greiningarsviði Mennta-málastofnunar.
Alls voru umsækjendur um starfið 21 talsins. Þeim er öllum þakkaður áhugi á starfinu með ósk um bjarta framtíð.

Lesa meira

5.11.2018 Fréttir : Japan að fornu og nýju.

Á morgun koma Villimey Sigurbjörnsdóttir ásamt Tomoko Daimaru fyrir hönd japanska sendiráðsins og munu halda fyrirlestur hjá okkur um "Samfélags- og menningarleg einkenni Japans að fornu og nýju." Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsal skólans og hefst klukkan 12. Þeir sem hafa opinn huga og eru fullir áhuga um eyríkið í austri mega ekki láta þetta einstaka tækifæri sér úr greipum ganga.

Lesa meira

Allar fréttir


Skólaheimsókn á vegum Erasmus+ 19.11.2018 - 23.11.2018

Fyrsti fundur með nemendum og kennurum í Erasmus+ skólasamstarfsverkefninu "Yes Europe 2" fer fram í FÁ.  Þátttakendurnir koma frá Þýskalandi, Grikklandi, Slóveníu og Ítalíu.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir