19.10.2018 Fréttir : Fjórir dagar án FÁ

Í dag, hófst vetrarfrí og þögnin leggst yfir kennslustofur og ganga skólans og engin leiftur frá farsímaskjám munu lýsa upp skólahúsið næstu daga. Kyrrðin í skólanum mun vara fram á þriðjudag 23.október en þá hefst skóli á ný og vonandi koma allir aftur hressir í bragði. Það má einnig minna á það að á þriðjudaginn verður Dagur myndlistar í hávegum hafður og í tilefni hans boðið upp á fyrirlestur á vegum myndlistarmannsins Freyju Eilífar í salnum frá klukkan 11:40.

Lesa meira

15.10.2018 Fréttir : Kennslumatið opið til 18.okt

Kennslumat annarinnar fer fram í INNU eins og áður og nemendur geta nálgast könnunina undir liðnum KANNANIR ofarlega á síðunni. Kennslumatið er opið til og með 18. október og því fer hver að verða seinastur að skila inn áliti sínu á kennslustörfum í FÁ. Það er mikilvægt að sem flestir taki þátt svo að hægt sé að byggja á könnuninni. Semsagt, klára dæmið fyrir haustfrí.

Lesa meira

8.10.2018 Fréttir : Hundrað ár frá spænsku veikinni

Það er vel þess virði að minnast þess að nú er liðin öld frá því að spænska veikin gerði usla á Íslandi og olli miklu manntjóni. Við skulum vona að sú arma pest láti ekki aftur á sér kræla. En inflúensa herjar samt árvisst hér á landi og margir veikjast af hennar völdum og suma getur hún lagt af velli ef þeir eru veikir fyrir. Sem betur fer er fólk ekki eins varnarlaust og fyrir einni öld og hér í FÁ var starfsfólki boðið að láta sprauta sig gegn þeirri vá sem inflúensan er. Lifi læknavísindin!

Lesa meira

4.10.2018 Fréttir : Af því að það er þarna...

Menn ganga á fjöll af því að þau eru þarna. Og hvað jafnast á við það að sitja á háum tindi og horfa yfir landið?
Núna á laugardaginn, 6. okt. ætla nemendur í útivistaráfanganum að vísu ekki að klífa Hraundranga heldur Helgafell við Kaldársel. Það verður að duga í bili. Lagt verður upp frá FÁ á klukkan 9:00 á laugardaginn og kostar eitt þúsund krónur fyrir þá sem skrá sig fyrir hádegi á föstudag.

Lesa meira

Allar fréttir


Haustfrí 19.-22. október 19.10.2018 - 22.10.2018

Föstudaginn 19. október og mánudaginn 22. október verður haustfrí í skólanum.   Skrifstofa skólans verður lokuð þá daga.

Lesa meira
 

Laser tag-mót Nýnemaráðs 23.10.2018

Þriðjudaginn 23. október verður laser tag-mót fyrir nýnema haldið í skólanum.  Mótið, sem er eingöngu ætlað nýnemum, hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 

Skólaheimsókn frá Þýskalandi 29.10.2018

Tveir kennarar frá skólanum Kaethe-Kollwitz-Schule í Marburg, Þýskalandi, koma til að kynna sér kennslu í félagsfræði, ensku sem og kennslu á sérnámsbraut. 

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir