15.1.2020 Fréttir : FÁ áfram í Gettu betur!

Gettu betur lið FÁ átti annan frábæran leik í kvöld og sigraði FS 27-23. Sem gerir FÁ stigahæsta lið fyrri riðils 2. umferðar. Okkar fólk er sem sagt á leið í 8 liða sjónvarpskeppni Gettu betur, en á fimmtudaginn kemur í ljós hvaða dag og á móti hvaða skóla við keppum.

Til hamingju Jón Jörundur, Elínrós Birta, Þráinn, Arnar og Guðmundur Þórir!

Lesa meira

9.1.2020 Fréttir : Veganúar í FÁ

Umhverfisfulltrúar skólans og mötuneyti Krúsku hafa tekið höndum saman í tilefni Veganúar. Allar vegan máltíðir á þriðjudögum og fimmtudögum í janúar verða á 700 kr. í stað 1050 kr.

Lesa meira

8.1.2020 Fréttir : FÁ vann fyrstu keppnina sína!

Gettu betur-lið FÁ átti frábæran leik í kvöld og sigraði Menntaskólann á Ísafirði 25-20. Stigafjöldi FÁ er sá þriðji hæsti sem náðist í þessari fyrstu umferð ársins - einungis MR og Versló fengu fleiri stig. MÍ var afar verðugur andstæðingur og sem stigahæsta tapliðið verður skólinn samferða okkur upp í næsta riðil.

Næsta keppni verður á móti Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 20:30 þann 14. janúar.

Vel gert FÁ!

Lesa meira

8.1.2020 Fréttir : Fyrsta umferð Gettu betur

Kl. 21:00 í kvöld mætir FÁ Menntaskólanum á Ísafirði í fyrstu umferð Gettu betur 2020. Þau Elínrós Birta, Jón Jörundur og Þráinn skipa okkar lið, og hér má hlusta á útsendinguna: https://www.ruv.is/null
Áfram FÁ!

Lesa meira

Allar fréttir