28.1.2021 Fréttir : Afhending Grænfánans

Í dag tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla í 8. sinn við Grænfánanum – sem er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.

Nemendur og starfsfólk umhverfisráðs skólans tóku við fánanum úr höndum Katrínar Magnúsdóttur frá Landvernd, og Magnús skólameistari hélt ávarp; klæddur skærgrænum jakkafötum úr sínu margfræga safni í tilefni dagsins. Sérstakir gestir athafnarinnar voru ekki af verri endanum og auðvitað annálaðir umhverfissinnar. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flutti nokkur falleg lög, ort til árstíðanna, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hélt erindi og þáði í leiðinni FÁ-skólapeysu að gjöf frá nemendum – sem hönnuð er af nemanda skólans, Söru Styrmisdóttur. Loks var fáninn dreginn að húni í fallegu vetrarveðri og nemendum boðið upp á ávexti.

Lesa meira

6.1.2021 Fréttir : Kynning fyrir nýja nemendur

Velkomin í FÁ!

Vegna ástandsins í samfélaginu er ekki hægt að taka á móti nýjum nemendum með fjöldakynningu að venju, en HÉR eru glærur með hagnýtum upplýsingum um námið og skólann og HÉR má hlusta á fyrirlestur Hrannar námsráðgjafa um glærurnar.

Lesa meira

5.1.2021 Fréttir : Fyrstu vikurnar

Ný reglugerð um starfsemi framhaldsskóla kveður á að skólum er heimilt að hafa staðkennslu sambærilega og við vorum með í byrjun haustannar og gekk vel. Kennsla hefst því í skólanum samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar.

Nemendur spritta sig þegar þeir mæta í skólann og fara í kennslustofur þar sem verður búið að raða upp borðum með eins metra millibili. Nemendur spritta borð sín þegar þeir mæta í tíma. Þá verður ströng grímuskylda í skólanum og engum sem telur sig finna fyrir einkennum Covid er heimilt að mæta í skólann. Við virðum fjarlægðarmörk og munum að „við erum öll saman í þessu.“ Vonandi verður svo hægt að aflétta ströngum sóttvörnum með vorinu þegar við höfum unnið bug á þessari veiru.

Mötuneyti skólans verður lokað fyrstu dagana og því hvetjum við nemendur til að koma með nesti fyrst um sinn. Nemendur eru einnig hvattir til að forðast hópamyndanir í skólanum hvort sem er á steypunni og eða á göngum og fara beint í næstu stofu eftir að kennslustund lýkur.

Lesa meira

19.12.2020 Fréttir : Brautskráning haustönn 2020

Langri og strangri önn, sem fór að mestu fram með fjarkennslu á netinu, lauk formlega í gær þegar 107 nemendur voru brautskráðir af 13 námsbrautum; 21 af heilbrigðissviði, 4 af nýsköpunar- og listabraut og 88 af stúdentsbrautum. 6 nemendur brautskráðust með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi.

Þessa önn voru dúxar skólans tveir og deildu meðaleinkunninni 9,38 – Edda Sól Arthúrsdóttir sem útskrifaðist af félagsfræðibraut og Eyþór Guðjónsson af náttúrufræðibraut.

Þá ber að nefna Birtu Breiðdal, sem er fyrsti nemandinn í sögu skólans til að útskrifast með stúdentspróf sem var alfarið tekið í fjarnámi.

Lesa meira

Allar fréttir


Árdagur 4.3.2021

Fimmtudagurinn 4. mars er Árdagur.  Þá verður brugðið frá hefðbundinni kennslu hluta dags.

Lesa meira
 

Starfsþróunardagur 5.3.2021

Föstudagurinn 5. mars er starfsþróunardagur. Öll kennsla fellur niður þann dag.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir