12.5.2021 Fréttir : FÁ-nemar verðlaunaðir af Landvernd

Í dag veitti Sigurlaug Arnardóttir, sérfræðingur hjá Landvernd, FÁ-nemendum verðlaun fyrir tvö sigurverkefni í samkeppninni "Ungt umhverfisfréttafólk" en keppnin er ætluð sem valdeflandi vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings eftir fjölbreyttum leiðum.

Í ár bárust verkefni frá tíu framhaldsskólum en fyrsta sætið hlaut Íris Lilja Jóhannsdóttir fyrir ljósmynd sína; „Sæt tortíming“. Þetta hafði dómnefnd að segja um ljósmynd Írisar: „Ein mynd segir oft meira en þúsund orð. Þessi listræna nálgun á hækkandi hitastig jarðar og neysluhyggju okkar grípur strax augað og vekur mann til umhugsunar.“ Mynd Írisar verður send fyrir hönd Íslands í alþjóðlegu keppnina, en verkefnið er rekið í 45 löndum víðsvegar um heiminn (Young reporters for the environment).

Þær Indíana Ásmundsdóttir, Katrín Ása Wongwan, Priyanka Dana Antao og Tinna Hilmarsdóttir áttu besta verkefnið að mati ungs fólks (Ungir umhverfissinnar, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtök íslenskra stúdenta) fyrir vefsíðu sína um áhrif snyrtivara á umhverfið. Dómnefndin hafði þetta að segja um netsíðuna þeirra: „Vel unnið verkefni sem styðst við áreiðanlegar heimildir. Flott að vekja athygli á þessu vandamáli því það er ekki oft í sviðsljósinu. Mikilvægt er að fræða samfélagið um þær slæmu afleiðingar sem sumar snyrtivörur hafa á umhverfið og vera meðvitaður um þá mengun sem hlýst af framleiðslu þeirra. Áhrif af snyrtivörum eru beintengd við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og við erum sammála höfundum verkefnisins – margt smátt gerir eitt stórt!“

HÉR má sjá myndband sem fjallar um sigurverkefnin í ár og HÉR má kynna sér þessa árlegu samkeppni betur. 

Til hamingju með frábær verkefni!

Lesa meira

6.4.2021 Fréttir : Skólahald eftir páskafrí

Ég vona að allir hafi notið þess að vera í páskafríi og komi endurnærðir til baka og tilbúnir í síðustu 25 daga annarinnar. Við hefjum hefðbundið staðnám á morgun, miðvikudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá.

Stjórnvöld hafa gefið út leiðbeiningar um skólastarf og eru þær svipaðar og voru fyrr á önninni. Hámarksfjöldi í rými er 30 manns og grímuskylda í öllum skólanum og verður það svo út önnina.

Ég vona innilega að allir nemendur skili sér til baka og og nái sem bestum árangri á þessari sérstöku önn.

Kær kveðja,

Magnús Ingvason, skólameistari

Lesa meira

26.3.2021 Fréttir : Skynörvunarsundlaug vígð

Síðasta miðvikudag var vígður skynörvunarbúnaður við sundlaug sérnámsbrautar FÁ við mikinn fögnuð. Hugmyndina að skynörvunarsundlaug fékk starfsfólk sérnámsbrautar á tölvu- og hugbúnaðarsýningu í London fyrir þremur árum, en aðalmarkmið slíkrar sundlaugar er að örva skynfærin með blöndu af ljósum, litum og hljóðum. Kiwanisklúbburinn Katla bauðst svo til að styrkja verkefnið.


Skynörvunarlaugin veitir nemendum sérnámsbrautar róandi og öruggt umhverfi til að skynja umhverfið sitt á fjölbreyttan hátt. Þetta hjálpar þeim að einblína á orku sína og taka betur þátt í daglegu lífi, bæta samskipti og skapa sterkari skilning á eigin styrkleikum. Sundlaugin nýtist afar vel og upplifun nemenda af sundtímum er afar jákvæð, enda mæta augu fljótandi iðkenda nú stjörnubjörtum himni eða litríku mynstri þar sem áður var autt loft.

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla þakkar Kiwansklúbbnum Kötlu fyrir að gera þennan draum sérnámsbrautarinnar að veruleika, og Exton fyrir alla þeirra vinnu.

Lesa meira

24.3.2021 Fréttir : Samkomubann

Ágætu nemendur og forráðamenn,
Í ljósi nýrra og hertra sóttvarnareglna er ljóst að skólinn verður lokaður á morgun og föstudag.Öll kennsla færist því yfir á Teams og verður kennt þar samkvæmt stundaskrá næstu tvo daga, en að þeim dögum loknum hefst páskafrí.
Ég hvet alla til að mæta vel í Teams-tímana og munum að nú erum við flest reynslunni ríkari eftir bæði síðustu haustönn og vorönn. Fyrir þau sem ekki eru kunnug Teams er hægt að horfa á kennslumyndband hér;  https://www.fa.is/thjonusta/tolvu-og-thjonustuver/microsoft-teams/
Forritinu er síðan hlaðið niður hér; https://www.microsoft.com/en-ww/microsoft-teams/download-app.
Kennsla hefst aftur eftir páskafrí miðvikudaginn 7. apríl en á þessari stundu er ekki vitað hvort hægt verður að kenna í skólanum eða ekki. Þrátt fyrir að um sé að ræða páskafrí, væri ekki úr vegi fyrir ykkur að renna yfir námsáætlanir og skoða hvort þið eigið eftir að skila einhverju verkefni.
Ég bið ykkur um að fylgjast vel með fréttum frá skólanum sem birtar verða á heimasíðu skólans, Instagram og fésbókarsíðu þegar nær dregur 7. apríl.
Ég sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur og óskir um gleðilega páska, og vona heitt og innilega að við sjáumst öll hress hér í skólanum sem allra, allra fyrst.

Kær kveðja,
Magnús Ingvason
Skólameistari FÁ

Lesa meira

Allar fréttir


Einkunnir birtar 19.5.2021

Lokaeinkunnir nemenda verða birtar í INNU miðvikudaginn 19. maí.
Viðtöl við kennara vegna námsmats (prófasýning) verður í boði þann dag á milli kl. 12:00-13:00.

Lesa meira
 

Úskrift 21.5.2021

Útskrift vorannar 2021 verður haldin föstudaginn 21. maí 2021 í sal skólans.
Athöfnin verður tvískipt.  Kl. 13:00 verða nemendur útskrifaðir af námsbrautum innan Heilbrigðisskólans, Sérnámsbraut, Nýsköpunar- og listabraut sem og nemendur sem eru að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.
Kl. 15:00 verða nemendur útskrifaður af bóknámsbrautum, þe. Félagsfræðibraut, Hugvísindabraut, Íþrótta- og heilbrigðisbraut, Náttúrufræðibraut og Viðskipta- og hagfræðibraut.

Lesa meira
 

Sumarfjarnám - skráning 25.5.2021 - 3.6.2021

Skráning í sumarfjarnám hefst 25. maí og mun standa til 3. júní.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir