5.12.2018 Fréttir : Skráning á vorönn stendur enn yfir.

Í gær féll fyrsti snjórinn en á morgun, fimmtudaginn 6. desember er síðasti kennsludagur haustannar. Við tekur snörp prófatíð og vonandi komast allir í gegnum þá orrahríð óskaddaðir. Eftir éljagang prófanna kemur langþráð jólafrí og vonandi ná menn að safna orku fram á næstu önn en kennsla hefst þann 8. janúar á nýju ári. Það skal bent á að enn er hægt að skrá sig til náms á vorönn 2019, og stendur sá möguleiki opinn fram í miðjan þennan mánuð. En nú er það prófin, gangi ykkur öllum allt í haginn, nemendur góðir.

Lesa meira

30.11.2018 Fréttir : Dimission -

Í dag var gleði og glaumur í FÁ þegar hópur hvítklæddra útskriftarnema skrattaðist um skólann. Eftir glens og gaman í salnum var hópnum boðið að fá sér kaffi og rúnstykki og súkkulaðiköku. Í kvöld mun svo hópurinn hittast á góðum stað ofan í bæ og skemmta sér meir og vonandi fer allt vel fram. Við óskum þeim velfarnaðar í komandi prófum og svo verður útskrift frá FÁ 21. des. 

Lesa meira

28.11.2018 Fréttir : Skólar ganga um skólaganga

Undanfarinn mánuð hefur stundum mátt sjá herskara ungmenna skunda um ganga skólans, ungt fólk sem er að ljúka grunnskólagöngu og ætlar að hefja framhaldsskólagöngu. Þetta eru nemendur tíunda bekkjar sem koma í FÁ til að kynna sér skólann og ágæti hans, mestmegnis nemar úr nágrannaskólunum eins og til dæmis Háleitis- Austurbæjar-, Háteigs, Hlíðaskóla og Réttarholtsskóla en í dag voru það ungmenni úr Laugalækjarskóla sem gengu um ganga FÁ. Það er von okkar að flest þessara ungmenna eigi eftir að ganga um skólaganga FÁ á skólagöngu sinni.

Lesa meira

23.11.2018 Fréttir : Leikurinn er rétt að byrja...

Það er alltaf jafn gaman að sjá þessa auglýsingu birtast á vegg skólans. Skólaleikritið eða söngleikurinn er einn af hápunktum skólastarfsins og hingað til hefur engin orðið fyrir vonbrigðum með framlag nemenda til menningar og skemmtunar innan skólans. Það er hinn listvitri Sumarliði sem stjórnar sem áður og ekki hægt að hugsa sér betri mann til þess. Vonandi er ennþá pláss fyrir áhugasama nemendur að sækja um að fá að vera með í ævintýrinu.

Allar fréttir


Prófasýning og birting einkunna 19.12.2018

19. desember nk. verða einkunnir birtar í INNU og prófasýning verður frá kl. 11:00 - 13:00. 

Lesa meira
 

Æfing fyrir útskrift 20.12.2018

Æfing fyrir útskrift verður fimmtudaginn 20. desember kl. 16:00

Lesa meira
 

Útskrift 21.12.2018

Útskrift haustannar 2018 verður föstudaginn 21. desember nk.  í sal skólans. Athöfnin hefst kl. 13:00.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir