20.9.2018 Fréttir : Samgöngurnar blómstra í FÁ

FÁ er blómlegur skóli en getur samt alltaf við sig blómum bætt. Í dag hlaut FÁ, ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum, Samgönguviðurkenningu Reykjavíkur árið 2018. Við viðurkenningunni tóku Magnús Ingvason skólameistari ásamt þeim Tinnu Eiríksdóttur,og Jóhönnu Þ. Sturlaugsdóttur sem eru í umhverfisráði skólans. (sjá meir).

Lesa meira

16.9.2018 Fréttir : Dagur náttúrunnar

16. september er sérstakur dagur íslenskrar náttúru en auðvitað eru allir dagar ársins dagar náttúrunnar. Það er hefð fyrir því að halda daginn hátíðlegan hér í skólanum. Nemendur í umhverfisráði eru trúir þeirri hefð og hafa boðið Eyþóri Eðvarðssyni, fulltrúa samtakanna París 1,5, að heimsækja okkur mánudaginn 17. september. París 1,5 eru samtök sem berjast fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5°C. Eyþór mun halda fyrirlestur um mikilvægi umhverfisverndar og baráttuna við loftslagsbreytingar.  Umhverfisráð hvetur alla til þess að koma og hlusta á fræðandi og áhugaverðan fyrirlestur um loftslagmál. Fyrirlesturinn hefst klukkan 11:35

Lesa meira

14.9.2018 Fréttir : Reykjavík 2018 - evrópska ungmennaþingið

Evrópska ungmennaþingið eða European Youth Parliament eru samtök sem hafa það að markmiði að fræða ungmenni á efri skólastigum um málefni sem snerta Evrópubúa. Miðað er við ungt fólk á framhaldsskóla- og háskólaaldri. Nú er loks búið að stofna samtökin hérlendis og fyrsta ráðstefnan á Íslandi verður haldin í Reykjavík dagana 20.-22. september. Um 100 manns verða viðriðnir ráðstefnuna, bæði innlendir nýliðar og erlendir reynsluboltar.(Smellið hér fyrir frekari upplýsingar)

Lesa meira

13.9.2018 Fréttir : Plastlaus september

Eins og flestir vita er plastið að kæfa allt líf í sjónum og þekur standirnar og árfarvegi, plast er til marga hluta nytsamlegt en plast á röngum stað er skaðvænlegt. Nú erum við hálfnuð með plastlausan september og þótt hver og einn geti kannski ekki lagt mikið af mörkum má ekki gleyma að margt smátt gerir eitt stórt eins og Jónas Hallgrímsson sagði: 

Bera bý
bagga skoplítinn
hvert að húsi heim;
en þaðan koma ljós
hin logaskæru
á altari hins göfgva guðs.

Plokkum plast! Plokkum á leið í skólann, plokkum á leið heim! Svo má minna á að á sunnudaginn 16. september er Dagur náttúrunnar. Upp á þann dag verður haldið á mánudaginn kemur.

Lesa meira

Allar fréttir


Skólaheimsókn frá Hollandi 24.9.2018 - 25.9.2018

Fjórir kennarar frá Roc de Leijgraaf í Hollandi heimsækja FÁ til að kynna sér kennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku.

Lesa meira
 

Skólaheimsókn frá Lettlandi 25.9.2018

Kennarar og nemendur frá Riga Comercial School í Lettlandi koma í stutta heimsókn til að kynna sér fjarnám í FÁ.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir