13.9.2022 Fréttir : Heimsókn frá Frakklandi

Þessa dagana erum við með heimsókn frá Dijon í Frakklandi í FÁ, 15 nemendur og 4 kennara. Þetta eru þátttakedur í Erasmus+ verkefni sem ber yfirskriftina Global Awareness in Action og þar er verið að vinna með það að við séum meðvituð um sjálfan okkur og hvernig okkur líður, að við séum meðvituð um aðra og séum meðvituð um umhverfi okkar til framtíðar.Hópurinn er búinn að koma víða við. Hann er búinn að gera ýmis verkefni í skólanum, fara í vettvangsferð um miðbæinn, Nauthólsvík og gönguferð um Búrfellsgjá. 

Aðalferðin var svo um síðustu helgi þegar hópurinn fór í tveggja nátta ferð í Þórsmörk. Þar fóru þau meðal annars yfir Krossá og inn í Húsadal og þaðan í göngutúr upp á Valahnjúk. Fóru þau síðan inn í Bása þar sem þau gistu. Á laugardeginum var langur göngudagur þar sem farið var upp Strákagil, yfir Kattahryggina og upp að Heljarkambi þar sem þau borðuðu hádegismat. Tóku þau svo Hestagötur aftur í Bása, ótrúlega fallegt svæði. Mikil upplifun hjá öllum í hópnum og allir svo glaðir. Á sunnudeginum var svo kyrrðarganga í nágrenni Bása og svo var haldið heim á leið með viðkomu í Stakkholtsgjá og Seljalandsfossi.

Dagskráin hjá hópnum heldur svo áfram í þessari viku og þá munu þau meðal annars fara Gullna hringinn og í Hellisheiðarvirkjun, fara á listasöfn og ganga upp í Reykjadal.

Ómetanlegt tækifæri fyrir ungt fólk að taka þátt í svona skemmtilegu verkefni og safna reynslu og minningum til framtíðar.

Fleiri myndir úr Þórsmerkurferðinni má sjá á Facebook síðu skólans.

Lesa meira

6.9.2022 Fréttir : Nýnemadagur haustið 2022

Í upp­hafi hvers skólaárs býður nemendasamband FÁ (NFFÁ) nýnemum upp á nýnemadag þar sem nýjum nem­endum gefst tæki­færi á að kynnast hvort öðru með skemmti­legri dag­skrá.  Þann 2.september var ferðinni heitið í Skemmtigarðinn í Grafarvogi þar sem nýnemar skemmtu sér í dásamlegu sumarveðri í litabolta, lasertag, klessubolta, archery tag, minigolfi og fótboltagolfi.  Frábær dagur með frábærum nýnemum.

Fleiri myndir frá nýnemadeginum má sjá á facebook síðu skólans.

Lesa meira

2.9.2022 Fréttir : Nýnemaball

Fyrsta ball vetr­arins, Nýnem­a­ballið, verður haldið á Spot í Kópa­vogi í sam­vinnu við nem­enda­félög Borg­ar­holts­skóla og Tækniskólans fimmtu­daginn 8. sept­ember næst­kom­andi.

Húsið opnar kl. 22:00 og verður gestum ekki hleypt inn eftir kl. 23:00. Ballinu lýkur svo kl. 01:00.

Fram koma:

VÆB, DJ Ragga Hólm, Inspector Spacetime, Stuðlabandið, Sigga Bein­teins og Birnir.

Miðasala er hafin.

Fyrsta sól­ar­hringinn geta ein­göngu nýnemar keypt miða. Þann 2. sept­ember kl. 10:00 opnar miðasalan svo fyrir aðra nem­endur Tækni­skólans, FÁ og Borg­ar­holts­skóla.  Hægt er að kaupa miða hér.

Miðasala fyrir gesti utan skól­anna sem halda ballið opnar svo kl. 10:00 mánu­daginn 5. sept­ember.

Miðaverð er 4.000 kr. fyrir innanskólanema (nem­endur í FÁ, Borgó eða Tæknó) en 5.000 kr. fyrir aðra gesti.

Lesa meira

31.8.2022 Fréttir : Skráning í fjarnám hafin

 Innritun í fjarnám við FÁ er hafin og stendur til 5.september. Önnin hefst svo 8.september

Alls eru hátt í 90 áfangar í boði á haustönn 2022 og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér.

Hægt er að skrá sig í fjarnámið hér.

 

Lesa meira

Allar fréttir