21.10.2021 Fréttir : Kveðjustund Vigfúsar

Vigfús Þór Jónsson, umsjónarmaður fasteigna til rúmlega tuttugu ára lætur formlega af störfum í dag, 21. október. 

Vigfús Þór starfaði við skólann sem kennari í trésmíði á árunum 1993 til 1995 og hóf svo störf sem umsjónarmaður fasteigna árið 1999.

Óhætt er að segja að Vigfús Þór hafi verið einn ástsælasti starfsmaður skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna enda þjónustulundaður með afbrigðum. Vigfús Þór er þó reiðubúinn að rétta okkur hjálparhönd í náinni framtíð og án efa eigum við eftir að leita til hans.

Birgir Sigurðsson hefur tekið við sem umsjónarmaður fasteigna og bjóðum við hann velkominn.

Lesa meira

20.10.2021 Fréttir : Haustfrí

Föstudaginn 22.október er námsmatsdagur og á mánudaginn 25.október er haustfrí í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin kennsla verður þessa daga og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð. 

Lesa meira

15.10.2021 Fréttir : Skólablað FÁ

Nemendur í fjölmiðlafræði í FÁ gerðu þetta skemmtilega skólablað í tilefni af 40 ára afmæli skólans. Áhugaverð viðtöl við starfsfólk, umfjöllun um skemmtileg verkefni í skólanum, skólalífið og fleira :) Við mælum með að þú kíkir á þetta metnaðarfulla blað !

Steypan - FÁ blaðið

Lesa meira

12.10.2021 Fréttir : Vel heppnuð forvarnarvika

Miðvikudaginn 6. október 2021 var Forvarnardagurinn haldinn í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Við í Fjölbrautaskólanum við Ármúla ákváðum að taka heila viku undir forvarnir og héldum forvarnarviku 4.-8.október. Við fengum 3 fyrirlesara til að koma og halda smá fræðslu fyrir okkur.

Andrea frá Heilsulausnum fræddi okkur um skaðsemi rafrettureykinga, munntóbaks og orkudrykkja.

Lori frá Pietasamtökunum sagði frá starfssemi félagsins, geðheilsu og úrræðum. Virkilega áhugavert erindi sem var streymt í allar stofur og má sjá fyrirlesturinn hér.

Anna Steinsen frá KVAN var með stórskemmtilegt erindi í matsalnum um kvíða og þrautseigju.

Einnig stóð nemendaráðið fyrir skemmtilegum Kahoot spurningaleik með forvarnarívafi og voru vegleg verðlaun í boði. Við enduðum síðan þessa skemmtilegu viku á pylsupartýi þar sem nemendafélagið og skólinn buðu öllum nemendum upp á pylsur og gos. Yfir pylsunum söng síðan hún Katrín Edda lagið sem hún keppti með á Söngkeppni framhaldsskólanna. Forvarnarvikan tókst mjög vel og almenn ánægja var með viðburði og fyrirlestra.

 

Lesa meira

Allar fréttir


Haustfrí og námsmatsdagur 22.10.2021 - 25.10.2021

Föstudaginn 22. október er námsmatsdagur.  Á mánudaginn 25. október er haustfrí.

Lesa meira
 

Skráning í fjarnám á vorönn 2022 4.1.2022 - 18.1.2022

Skráning í fjarnám, fyrir vorönn 2022, hefst þriðjudaginn 4. janúar og mun standa til þriðjudagsins 18. janúar.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir