18.11.2019 Fréttir : Rætt um fantasíubókmenntir

Í tilefni Dags íslenskrar tungu um helgina kom til okkar í dag rithöfundurinn Alexander Dan og ræddi fantasíubókmenntir, sem eru vinsælar hjá stórum hópi ungra lesenda. Þar sem bækur hans hafa verið gefnar út á bæði íslensku og ensku varð úr áhugaverð umræða um þróun tungumálsins og hvort bóklestur á ensku ógni framtíð íslenskunnar.

Lesa meira

13.11.2019 Fréttir : Opið fyrir umsóknir á vorönn

Nú er opið fyrir umsóknir í skólann á vorönn.

VIð hvetjum umsækjendur til að kynna sér vel inntökuskilyrði og dagsetningar umsóknartímabila á vef Menntagáttar.

https://www.fa.is/sk…/inntaka-i-skolann/umsokn-um-skolavist/

Lesa meira

4.11.2019 Fréttir : Tónsmiðjan með hádegistónleika

Tónlistarstýra skólans, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, kennir nú í fyrsta sinn tónsmiðju sem áfanga. Þar situr ungt og efnilegt tónlistarfólk, kynnir sér tónlistarsöguna og æfir söng og hljóðfæraleik. Þessi flotti hópur frumflutti fyrir samnemendur sína á frábærum hádegistónleikum í síðustu viku - vel valin lög frá tímabilinu 1950-70 Við bíðum spennt eftir næstu tónleikum!

Lesa meira

3.11.2019 Fréttir : Jafnréttisfræðsla vikunnar

Hinseginfélag og femínistafélag skólans buðu upp á hádegisfyrirlestra í tilefni kynjajafnréttisvikunnar. Þar fengu nemendur áhugaverða fræðslu um t.d. samskipti og staðalímyndir kynjanna, mörk og virðingu, sjálfsmynd unglinga og málefni trans fólks.  

Lesa meira

Allar fréttir


Dimission 29.11.2019

Dimission stúdentsefna skólans verður föstudaginn 29. nóvember.

Lesa meira
 

Útskrift 20.12.2019

Útskrift haustannar 2019 verður föstudaginn 20. desember.  Athöfnin fer fram í sal skólans og hefst kl. 13:00.

Lesa meira
 

Skráning í fjarnám 3.1.2020 - 17.1.2020

Skráning í fjarnám á vorönn 2020 hefst 3.  janúar og lýkur 17. janúar.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir