6.4.2021 Fréttir : Skólahald eftir páskafrí

Ég vona að allir hafi notið þess að vera í páskafríi og komi endurnærðir til baka og tilbúnir í síðustu 25 daga annarinnar. Við hefjum hefðbundið staðnám á morgun, miðvikudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá.

Stjórnvöld hafa gefið út leiðbeiningar um skólastarf og eru þær svipaðar og voru fyrr á önninni. Hámarksfjöldi í rými er 30 manns og grímuskylda í öllum skólanum og verður það svo út önnina.

Ég vona innilega að allir nemendur skili sér til baka og og nái sem bestum árangri á þessari sérstöku önn.

Kær kveðja,

Magnús Ingvason, skólameistari

Lesa meira

26.3.2021 Fréttir : Skynörvunarsundlaug vígð

Síðasta miðvikudag var vígður skynörvunarbúnaður við sundlaug sérnámsbrautar FÁ við mikinn fögnuð. Hugmyndina að skynörvunarsundlaug fékk starfsfólk sérnámsbrautar á tölvu- og hugbúnaðarsýningu í London fyrir þremur árum, en aðalmarkmið slíkrar sundlaugar er að örva skynfærin með blöndu af ljósum, litum og hljóðum. Kiwanisklúbburinn Katla bauðst svo til að styrkja verkefnið.


Skynörvunarlaugin veitir nemendum sérnámsbrautar róandi og öruggt umhverfi til að skynja umhverfið sitt á fjölbreyttan hátt. Þetta hjálpar þeim að einblína á orku sína og taka betur þátt í daglegu lífi, bæta samskipti og skapa sterkari skilning á eigin styrkleikum. Sundlaugin nýtist afar vel og upplifun nemenda af sundtímum er afar jákvæð, enda mæta augu fljótandi iðkenda nú stjörnubjörtum himni eða litríku mynstri þar sem áður var autt loft.

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla þakkar Kiwansklúbbnum Kötlu fyrir að gera þennan draum sérnámsbrautarinnar að veruleika, og Exton fyrir alla þeirra vinnu.

Lesa meira

24.3.2021 Fréttir : Samkomubann

Ágætu nemendur og forráðamenn,
Í ljósi nýrra og hertra sóttvarnareglna er ljóst að skólinn verður lokaður á morgun og föstudag.Öll kennsla færist því yfir á Teams og verður kennt þar samkvæmt stundaskrá næstu tvo daga, en að þeim dögum loknum hefst páskafrí.
Ég hvet alla til að mæta vel í Teams-tímana og munum að nú erum við flest reynslunni ríkari eftir bæði síðustu haustönn og vorönn. Fyrir þau sem ekki eru kunnug Teams er hægt að horfa á kennslumyndband hér;  https://www.fa.is/thjonusta/tolvu-og-thjonustuver/microsoft-teams/
Forritinu er síðan hlaðið niður hér; https://www.microsoft.com/en-ww/microsoft-teams/download-app.
Kennsla hefst aftur eftir páskafrí miðvikudaginn 7. apríl en á þessari stundu er ekki vitað hvort hægt verður að kenna í skólanum eða ekki. Þrátt fyrir að um sé að ræða páskafrí, væri ekki úr vegi fyrir ykkur að renna yfir námsáætlanir og skoða hvort þið eigið eftir að skila einhverju verkefni.
Ég bið ykkur um að fylgjast vel með fréttum frá skólanum sem birtar verða á heimasíðu skólans, Instagram og fésbókarsíðu þegar nær dregur 7. apríl.
Ég sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur og óskir um gleðilega páska, og vona heitt og innilega að við sjáumst öll hress hér í skólanum sem allra, allra fyrst.

Kær kveðja,
Magnús Ingvason
Skólameistari FÁ

Lesa meira

18.3.2021 Fréttir : Umhverfisdagar að baki

Vel heppnaðir Umhverfisdagar FÁ eru að baki þetta árið, en umhverfisfulltrúar skólans og umhverfisráð nemenda stóðu fyrir glæsilegri tveggja daga dagskrá.


Dagskráin hófst með hrósi til félagsfræðakennarans Kristjáns Leifssonar fyrir áberandi litla pappírssóun í sinni kennslu, og tók Kristján afar stoltur við viðurkenningunni "Pappírs-Pési FÁ 2021". Boðið var upp á fjóra fræðandi fyrirlestra þessa daga. Eydís Blöndal fjallaði um loftslagskvíða, Sævar Helgi Bragason um leiðir til að lifa umhverfissinnaðra lífi, Thor Aspelund og Jóhanna E. Torfadóttir um flexiterian mataræði og loks ávarpaði umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nemendur og starfsfólk.


Þá var boðið upp á heimildarmynd um fataframleiðslu, fataskiptimarkað og Kahoot-spurningakeppni með umhverfisverndarþema. Og auðvitað voru nemendur og starfsmenn hvattir til að skilja einkabílinn eftir heima þessa daga.

Lesa meira

Allar fréttir


Einkunnir birtar 19.5.2021

Lokaeinkunnir nemenda verða birtar í INNU miðvikudaginn 19. maí

Lesa meira
 

Úskrift 21.5.2021

Útskrift vorannar 2021 verður haldin föstudaginn 21. maí 2021 í sal skólans.

Lesa meira
 

Sumarfjarnám - skráning 25.5.2021 - 3.6.2021

Skráning í sumarfjarnám hefst 25. maí og mun standa til 3. júní.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir