9.8.2019 Fréttir : Haustönnin hefst þann 15. ágúst

Haustönnin hefst þann 15. ágúst en þá opnast stundatöflurnar í INNU. Til að komast inn í INNU þarf annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast rafræn skilríki er á https://www.audkenni.is/ og allt um Íslykil er hér https://innskraning.island.is/order.aspx.

Töflubreytingar verða fimmtudag 15. ágúst kl. 13:00 – 16:00 og föstudag 16. ágúst kl. 10:00 – 15:00. Einnig er hægt að senda beiðni um töflubreytingu á netfangið toflubreytingar@fa.is

Þann 14. ágúst eru á dagskrá fundir nýnema og foreldra þeirra með umsjónarkennurum. Nánari tímasetningar þessara funda eru í bréfi sem foreldrar/forráðamenn nýnema hafa fengið frá skólameistara.

Starfsfólk FÁ hlakkar til haustannar og býður alla nýja og gamla nemendur velkomna til starfa.

Lesa meira

18.6.2019 Fréttir : Blómatími - sumarlokun frá 24.júní - 7. ágúst

Nú er rólegt og friðsælt í Ármúlaskóla enda flestir úti að anga að sér blómailmi sumarsins. En þrátt fyrir sólartíð er skrifstofan ennþá opin en hún verður LOKUÐ vegna sumarleyfa frá 24.júní til og með 6.ágúst. Skrifstofan verður opnuð aftur miðvikudaginn 7.ágúst kl. 8.00

Lesa meira

31.5.2019 Fréttir : Sumarfjarnám - innritun stendur yfir

Frestur til þess að innrita sig í sumarfjarnám við FÁ stendur til 5. júní. Það eru fjöldamargir áfangar í boði eins og sjá má ef smellt er á tengilinn "Skráning í fjarnám" hér hægra megin á síðunni.Það er vert að geta þess að fjarnámið uppfyllir kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015. Fjarnám FÁ er því eina vottaða fjarnámið sem í boði er á Íslandi.

Lesa meira

24.5.2019 Fréttir : Gleðilegt sumar! Útskrift vorið 2019

Það var gleðileg athöfn í FÁ þegar 118 nemendur fengu skírteinin sín í hendur og ekki spilli góða veðrið fyrir. Góður rómur var gerður að ræðu 25 ára stúdentsins hennar Söru Daggar Svanhildardóttur og athöfninni var slitið með því að allir, starfsmenn, stúdentar og gestir og gangandi hófu upp raust sína og sungu Sumarkveðju eftir Inga T. Lárusson.

Í útskriftarræðu sinni hvatti Magnús Ingvason, skólameistari Fá nemendur til að einblína á styrkleika sína og vinna í veikleikunum. Ennfremur hvatti hann nemendur til að lifa lífi sem veitti þeim vellíðan og gleði, en ekki lífi sem bara lítur vel út. Lífið þyrfti ekki að vera fullkomið til að vera gott. Loks minnti hann nemendur á að lífinu fylgdi engin fjarstýring - maður þyrfti sjálfur að standa upp og gera hlutina.

Dúx skólans er Ástrós Ögn Ágústsdóttir sem útskrifast af Náttúrufræðibraut með 9,1 í meðaleinkunn.

Á facebook-síðu FÁ má sjá nokkrar myndir frá minnisverðri útskriftinni

Lesa meira

Allar fréttir


Skráning í fjarnám á haustönn 2019 23.8.2019 - 3.9.2019

Skráning í fjarnám, á haustönn 2019, hefst 23. ágúst og mun standa til 3. september.

Lesa meira
 

Foreldrafundur 26.8.2019

Foreldrafundur verður haldinn mánudaginn 26. ágúst, í skólanum, og hefst hann kl. 17:00.

Lesa meira
 

Stöðupróf í erlendum tungumálum 27.8.2019

Stöðupróf verður í erlendum málum, eingöngu fyrir nemendur skólans, þriðjudaginn 27. ágúst kl. 16:00.
Hægt er að taka próf eftirtöldum tungumálum: dönsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans til fimmtudagsins 22. ágúst. Próftökugjald er kr. 13.500.-

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir