29.11.2022 Fréttir : Samstarf við Sjúkraliðafélag Íslands

Sjúkraliðafélag Íslands á í góðu samstarfi við Heilbrigðisskóla FÁ. Samstarfið felst meðal annars í því að fræðslustjóri félagsins kemur í reglulegar heimsóknir og kynnir starfsemi Sjúkraliðafélagsins. Nýverið kom Ragnhildur Bolladóttir fræðslustjóri félagsins í heimsókn í skólann og kynnti fyrir nemendum réttindi og skyldur þeirra að námi loknu í þeim tilgangi að undirbúa nemendur undir að fara út á vinnumarkaðinn sem sjúkraliðar. Hún fór m.a. yfir ábyrgð sjúkraliða í störfum sínum og hvernig hægt er að nýta þekkingu og færni að loknu námi með sem bestum hætti. Á fundinum sköpuðust líflegar umræður og nemendur nýttu vel tækifærið til að spyrja út í starfið og fengu góð og gagnleg svör sem vonandi nýtast þeim vel í starfi að námi loknu.

Lesa meira

23.11.2022 Fréttir : Námsmatsdagur fimmtudaginn 24.nóvember

Fimmtudaginn 24.nóvember er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.

Lesa meira

21.11.2022 Fréttir : Fyrirlestur Þorsteins og Sólborgar

Í hádeginu í dag fengu nemendur FÁ frábæran fyrirlestur frá Sólborgu Guðbrandsdóttur og Þorsteini V. Einarssyni. Sólborg heldur úti instagramreikningnum Fávitar og Þorsteinn heldur úti instagramreikningnum Karlmennskan.
Þau töluðu við nemendur um heilbrigð samskipti, mörk, muninn á jákvæðri og skaðlegri karlmennsku ofl. Markmiðið var að stuðla að uppbyggilegra jafnréttissamfélagi með því að hrista upp í viðteknum samfélagslegum normum og hugmyndum.
Vel var mætt á fyrirlesturinn og komu nemendur með áhugaverðar spurningar í lokin.
Við þökkum þeim Sólborgu og Þorsteini kærlega fyrir komuna.

Lesa meira

18.11.2022 Fréttir : Morðgáta í efnafræði !

Magnús skólameistari finnst myrtur í skólanum. Fimm starfsmenn liggja undir grun. Sara félagsfræðikennari, Þórhallur líffræðikennari, Monika stærðfræðikennari, Fannar kokkur og Kristrún aðstoðarskólameistari. Nemendur í EFNA2AM taka að sér að leysa málið með því að bregða sér í hlutverk réttarmeinafræðinga og beita efnafræðiþekkingu sinni á þeim vísbendingum sem finnast á vettvangi.

Lesa meira

Allar fréttir