11.12.2023 Fréttir : Lokaverkefni í leikjahönnun
Í FÁ er hægt að velja spennandi áfanga tölvuleikjahönnun, TÖHÖ2LH05. Í þeim áfanga gerðu nemendur lokaverkefni og fengu þeir frjálsar hendur til að þróa sína eigin leikjahugmynd og búa til einfalda frummynd út frá þeirri hugmynd.
Hægt er að sjá prófa frummyndirnar hér og sjá sýnishorn úr leikjunum hér.
Lesa meira6.12.2023 Fréttir : Annarlok - mikilvægar dagsetningar
Senn líður að annarlokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mikilvæg atriði.
Síðasti kennsludagur er 8. desember en nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.
11. desember - Sjúkrapróf
13. desember - Einkunnir birtast í Innu.
13.desember - Prófsýning kl. 12:00 – 13:00.
14. desember - Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00 - 11:00.
15. desember - Æfing fyrir útskrift kl. 16:30
16. desember - Útskrift kl. 13:00
Lesa meira
26.11.2023 Fréttir : FÁ sigrar nýsköpunarhraðalinn MEMA 2023
Fjölbrautaskólinn við Ármúla sigraði MEMA 2023, nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna, á árlegri verðlaunahátíð hraðalsins sem haldin var í Háskóla Íslands föstudaginn, 24. nóvember.
Það var teymið “Six Flips” sem sigruðu en þau uppgötvuðu það að uggar og sporðar væru alla jafna fargað í veiðum og framleiðslu. Þetta efni vildu þau nýta.
Hugmyndin gengur út á að nýta ugga og sporða á fiskum sem er alla jafna fargað á veiðum og við framleiðslu á fiskafurðum. Eftir mikið tilraunastarf og náðu þau að þróa snakk úr uggunum sem er mjög næringarríkt en samt bragðgott. Snakkið er sérstaklega hugsað fyrir ungt fólk með ADHD eða á einhverfurófi sem sem forðast oft fisk vegna áferðarinnar. Þetta prófuðu þau sérstaklega meðal samnemanda og rann fiskurinn ljúflega niður hjá hópnum. Varan er næringarrík og bætir því næringar inntöku þessa hóps. Þetta er því mjög mikilvæg lausn þar sem hún dregur úr brottkasti á hafi, matarsóun og eykur fjölbreytni í fæðu hjá ungu fólki.
Lesa meira23.11.2023 Fréttir : Innritun í dagskóla á vorönn 2024 stendur yfir
Innritun vegna náms á vorönn 2024 stendur yfir til 30. nóvember. Á heimasíðu skólans má finna allar upplýsingar um námið s.s. áfanga og brautir.
Innritun fer fram á Menntagátt.
Lesa meira