14.4.2024 Fréttir : FÁ á Vörumessu

 Vörumessa á vegum JA Iceland var haldin í Smáralindinni núna um helgina þar sem nemendur frá framhaldsskólum landsins tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem er nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna.

Nemendur í frumkvöðlafræði og nýsköpunaráfanga á viðskipta- og hagfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla undir leiðsögn Róberts Örvars Ferdinandssonar kennara tóku þátt í sýningunni og kynntu vörur sínar sem vakti athygli og áhuga gesta í Smáralindinni.

FÁ var með 5 nýsköpunarfyrirtæki að þessu sinni sem voru fjölbreytt og skemmtileg. BT þjónusta býður upp heimilis þjónustu fyrir aldurshópinn 50-60 ára. Fish Flakes þróuðu fiskisnakk úr uggum. Nóti ákvað að endurnýta nylon fiskinet og sauma margnota poka. Styrkur ákvað að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík með því að selja áletraða bolla. Æskjur bjó til heimagerður brjóstsykur með mismunandi bragðtegundum til að vekja upp minningar um æskuárin á Íslandi.

 

Lesa meira

10.4.2024 Fréttir : Heimsóttu Kvikmyndasafn Íslands

Sérfræðingar Kvikmyndasafns Íslands tóku vel á móti nemendum í Sjónvarpsþáttagerð (KVMG2SJ05) og Kvikmyndafræði (KFRT2KF05). Í heimsókninni fræddust nemendur um hlutverk safnsins og mikilvægi þess að varðveita myndefni. Hópurinn fékk einnig leiðsögn um safnið þar sem græjur til kvikmyndagerðar voru skoðaðar, gamlar sýningarvélar, filmur, veggspjöld og vel kældar filmugeymslur.

Lesa meira

2.4.2024 Fréttir : Leiksýning í FÁ - Fólk er furðulegt

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er boðið upp á leiklistaráfanga í vali, leiklist að hausti og leiksýning að vori. Það er öllum nemendum í skólanum frjálst að velja þess áfanga. Vikuna fyrir páskafrí sýndu nemendur í leiksýningaráfanganum afrakstur annarinnar en það var stórglæsileg leiksýning sem bar nafnið “Fólk er furðulegt”. Hópurinn sýndi verkið þrisvar sinnum í hátíðarsal skólans undir stjórn kennarans Sumarliða Snælands Ingimarssonar. Nemendur sáu um allt er kom að sýningunni. Nemendur af listabraut sáu um leikmynd og leikmuni, nemendur í fatahönnum sáu um búningana og nemendur í tónlistaráfanganum sáu um tónlistina í sýningunni. Algjörlega frábært samstarf á milli áfanga.

Fólk er furðulegt er samsett af þremur eftir verkum eftir leikskáldin David Ives (Time Flies, 1997 & Sure Thing, 1988) og Christopher Durang (DMV Tyrant, 1988). Öll eru þetta verk sem svipar til svokallaðra „sketcha“ eða stuttra gamanleikja þar sem viðfangsefnið í hverju þeirra er samskipti. Í því fyrsta veltir Ives fyrir sér tilveru dægurflugunnar en líkt og nafnið gefur til kynna lifir hún eingöngu í einn dag. Í því öðru fáum við að sjá hvernig tveir einstaklingar reyna að finna sálufélaga hvort í öðru í nokkurs konar Groundhog Day aðstæðum. Í því þriðja fáum við að kynnast stofnanaskrifræðinu sem oft getur tekið á taugarnar. Tónlistin í verkinu endurspeglar svo þema hvers verks fyrir sig og rammar það að lokum inn með lagi eftir bandarísku rokkhljómsveitina The Doors.

Til hamingju með frábæra sýningu! 

Lesa meira

24.3.2024 Fréttir : Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna

 Um síðustu helgi var Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna haldin í 10. skipti. Að venju var skipulagning hátíðarinnar í höndum nemenda FÁ en þau Ísold, Ísabella, Þorsteinn, Trostan, Heorhii, Ana, Ayat og Tawfik sem og kvikmyndakennarinn þeirra Atli, eiga hrós skilið fyrir flotta skipulagningu og glæsilega hátíð.

Lesa meira.

Lesa meira

Allar fréttir