25.2.2024 Fréttir : Rafíþróttalið FÁ í 8-liða úrslit FRÍS

Rafíþróttalið Fjölbrautaskólans við Ármúla komst áfram í 8-liða úrslit FRÍS, Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands. Í ár taka þrettán framhaldsskólar þátt í keppninni þar sem keppt er í tölvuleikjunum Counter-Strike 2, Rocket League og Valorant. Flestir keppendur koma úr rafíþróttaáfanganum RAFÍ2SM03 þar sem nemendur æfa sig í völdum leikjum sem einstaklingar og sem liðsheild í uppfærðu tölvuveri skólans.

Við óskum rafíþróttaliði FÁ til hamingju með góðan árangur!

Rocket League lið FÁ skipa Stefán Máni, Aron Örn og Karvel. Varamenn eru Logi Jarl, Ísar og Orfeus. Í Valorant keppa þau Kristinn Guðberg, Aline Ampari, Baldur Orri, Logi Jarl og Jóhann Atli og Birnir Orri, Helgi og Marcin eru varamenn. Í Counter-Strike 2 liðinu eru þeir Birnir Orri, Logi Jarl, Svanur Snær og Sölvi auk Aline sem er varamaður.

Hægt verður að fylgjast með undanúrslitum efstu 8 liðanna í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ. Keppnisdagar verða á miðvikudögum og fer fyrsti leikurinn fram þann 6. mars. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Lesa meira

21.2.2024 Fréttir : Námsmatsdagur föstudaginn 23. febrúar

 

Föstudaginn 23. febrúar er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag en einhverjir kennarar kalla á nemendur sína í próf eða verkefni.

Skrifstofa skólans verður lokuð.

 

Lesa meira

20.2.2024 Fréttir : Forseti hæstaréttar tók á móti nemendum í viðskiptalögfræði

 Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar ásamt Ólöfu Finnsdóttur skifstofustjóra og Jenný Harðardóttur aðstoðamanni dómara tóku á móti hópnum.

Benedikt fór vel yfir sögu réttarins og þær breytingar sem urðu á starfsemi Hæstaréttar þegar bætt var við þriðja dómstiginu með stofnun Landsréttar árið 2018.

Hann útskýrði fyrir nemendum með hvaða hætti starfsemi héraðsdómstóla, Landsréttar og Hæstaréttar tengjast og á hvern hátt þau eru ólík.

Lesa meira.

 

Lesa meira

16.2.2024 Fréttir : FÁ er fyrirmyndastofnun 2023

 Fjölbrautaskólinn við Ármúla hlaut í gær viðurkenningu í könnun Sameykis um stofnun ársins 2023. FÁ er fyrirmyndarstofnun og var í þriðja sæti í flokka stórra stofnana með 90 starfsmenn eða fleiri. Er þetta annað árið í röð sem skólinn er í þriðja sæti í þessum flokki. Við í FÁ erum virkilega stolt yfir þessari niðurstöðu.

Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn hjá Sameyki.

Lesa meira.

Lesa meira

Allar fréttir