09.10.2024
Í dag, miðvikudaginn 9. október var haldinn skólafundur í FÁ, en hér í FÁ er haldinn skólafundur einu sinni á ári. Þá er kennsla felld niður og nemendur og starfsfólk ræða um ýmis málefni er varða skólann og nemendur. Þetta er mikilvægur lýðræðislegur vettvangur fyrir nemendur skólans til að koma sínum málefnum á framfæri. Í þetta skiptið settust nemendur niður í kærleikshring með kennaranum sínum og rædd voru ýmis mál sem eru mikið í umræðunni hér á Íslandi í dag eins og líðan, aukið ofbeldi meðal ungmenna, jákvæð og neikvæð samskipti, áhrif samfélagsmiðla, kærleikann og fleiri málefni. Nemendur voru áhugasamir og höfðu margt til málanna að leggja um þetta mikilvæga málefni.