6.1.2021 Fréttir : Kynning fyrir nýja nemendur

Velkomin í FÁ!

Vegna ástandsins í samfélaginu er ekki hægt að taka á móti nýjum nemendum með fjöldakynningu að venju, en HÉR eru glærur með hagnýtum upplýsingum um námið og skólann og HÉR má hlusta á fyrirlestur Hrannar námsráðgjafa um glærurnar.

Lesa meira

5.1.2021 Fréttir : Fyrstu vikurnar

Ný reglugerð um starfsemi framhaldsskóla kveður á að skólum er heimilt að hafa staðkennslu sambærilega og við vorum með í byrjun haustannar og gekk vel. Kennsla hefst því í skólanum samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar.

Nemendur spritta sig þegar þeir mæta í skólann og fara í kennslustofur þar sem verður búið að raða upp borðum með eins metra millibili. Nemendur spritta borð sín þegar þeir mæta í tíma. Þá verður ströng grímuskylda í skólanum og engum sem telur sig finna fyrir einkennum Covid er heimilt að mæta í skólann. Við virðum fjarlægðarmörk og munum að „við erum öll saman í þessu.“ Vonandi verður svo hægt að aflétta ströngum sóttvörnum með vorinu þegar við höfum unnið bug á þessari veiru.

Mötuneyti skólans verður lokað fyrstu dagana og því hvetjum við nemendur til að koma með nesti fyrst um sinn. Nemendur eru einnig hvattir til að forðast hópamyndanir í skólanum hvort sem er á steypunni og eða á göngum og fara beint í næstu stofu eftir að kennslustund lýkur.

Lesa meira

19.12.2020 Fréttir : Brautskráning haustönn 2020

Langri og strangri önn, sem fór að mestu fram með fjarkennslu á netinu, lauk formlega í gær þegar 107 nemendur voru brautskráðir af 13 námsbrautum; 21 af heilbrigðissviði, 4 af nýsköpunar- og listabraut og 88 af stúdentsbrautum. 6 nemendur brautskráðust með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi.

Þessa önn voru dúxar skólans tveir og deildu meðaleinkunninni 9,38 – Edda Sól Arthúrsdóttir sem útskrifaðist af félagsfræðibraut og Eyþór Guðjónsson af náttúrufræðibraut.

Þá ber að nefna Birtu Breiðdal, sem er fyrsti nemandinn í sögu skólans til að útskrifast með stúdentspróf sem var alfarið tekið í fjarnámi.

Lesa meira

18.12.2020 Fréttir : Brautskráning í dag

Í dag, 18. desember, fer fram brautskráning frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Athöfnin hefst kl. 13:00 en vegna sóttvarnareglna verða nemendur útskrifaðir í fjórum hópum.

 

 

Útskrifað verður í þessari röð:

Heilbrigðisskólinn

Nýsköpunar- og listabraut

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Félagsfræðibraut

Íþrótta- og heilbrigðisbraut

Náttúrufræðibraut

Viðskipta- og hagfræðibraut

 

Því miður er nemendum ekki heimilt að taka með sér gesti vegna aðstæðna í samfélaginu, en athöfninni verður streymt HÉR svo enginn ástvinur þurfi að missa af þessum merku tímamótum. Eins fá nemendur í hendur ljósmyndir frá deginum.

Útskriftarnemar eru beðnir að lesa vel upplýsingabréf frá stjórnendum og gæta sóttvarna á allan hátt á meðan dagskráin stendur yfir. 

Lesa meira

Allar fréttir


Grænfáni afhentur 28.1.2021

Fjölbrautaskólinn við Ármúla fær Grænfánann afhentan formlega, í áttunda skipti, fimmtudaginn 28. janúar.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir