11.8.2021 Fréttir : Upphaf haustannar

Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU mánudag 16. ágúst.

Foreldrar/forráðamenn nýnema verða boðaðir í viðtal með börnum sínum við umsjónarkennara mánudaginn 16. ágúst eða 
þriðjudaginn 17. ágúst.

Boðun í viðtalið fer fram nokkrum dögum áður með tölvupósti og/eða símtali.

Kynningarfundur fyrir nýnema verður í fyrirlestrasal þriðjudaginn
17. ágúst kl. 13:00.

Kynningarfundur fyrir nýja nemendur sem fæddir eru 2004 eða fyrr verður í fyrirlestrasal þriðjudaginn 17. ágúst kl. 14:00.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 18. ágúst. Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is.

Foreldrafundur verður haldinn mánudaginn 30. ágúst kl. 17:00.

Óskir um töflubreytingar skal senda á netfangið toflubreytingar@fa.is fyrir 18. ágúst.

Lesa meira

16.6.2021 Fréttir : Viðurkenning fyrir framúrskarandi námsárangur

Nemendur sem stunda fullt nám í dagskóla (a.m.k. 25 einingar), ná 9 eða hærri meðaleinkunn og eru með a.m.k. 95% skólasókn fá innritunar- og efnisgjöld felld niður næstu önn í námi. Á vorönn 2021 fengu eftirfarandi nemendur slíka viðurkenningu:


Áslaug Lilja Káradóttir - Heilbrigðisritarabraut
Guðrún Guðmundsdóttir - Sjúkraliðabraut
Jessica Le - Almenn námsbraut
Jóhanna Andrea Magnúsdóttir - Sjúkraliðabraut
Jóhanna Björg Þuríðardóttir - Lyfjatæknabraut
Kári Jónsson - Heilsunuddbraut
Ngan Hieu Nguyen Dang - Viðskipta- og hagfræðibraut
Nína Margrét Halldórsdóttir - Heilsunuddbraut
Þórunn Embla Sveinsdóttir - Náttúrufræðibraut

Lesa meira

2.6.2021 Fréttir : Sumarönn fjarnáms

Innritun í sumarönn fjarnáms FÁ stendur yfir til 6. júní. Skráðu þig hér. Önnin hefst svo 8. júní.

Hér má sjá alla áfanga sem bjóðast í fjarnámi, skrifaðu SUMAR undir flipann "í boði" til að sjá eingöngu þá 48 áfanga sem kenndir verða í sumar.

Lestu þér frekar til um fjarnámið við FÁ hér.

Lesa meira

22.5.2021 Fréttir : Brautskráning vorið 2021

Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði í dag 122 nemendur í tveimur útskriftum. Alls útskrifaðist 71 nemandi með stúdentspróf, 41 nemandi útskrifaðist af heilbrigðissviði skólans, 6 nemendur af nýsköpunar- og listabraut og loks útskrifuðust 4 nemendur af sérnámsbraut skólans. Dúx skólans er Gunnur Rún Hafsteinsdóttir sem útskrifast af náttúrufræðibraut með ágætiseinkunnina 9,01.

 

Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari FÁ, fór yfir liðinn vetur í ræðu sinni en þrátt fyrir strangar sóttvarnarreglur tókst að halda skólastarfinu með eins eðlilegum hætti og unnt var.


Í ræðu sinni fjallaði Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, um þann fjölda Íslendinga sem flutti búferlum til Vesturheims um aldamótin 1900 og átti þar oft og tíðum í erfiðri lífsbaráttu. Á síðustu árum hefur fólk af erlendu bergi brotið komið til Íslands, mörg hver á flótta frá erfiðum aðstæðum í heimalandi sínu og í leit að öryggi í nýjum heimkynnum. Þau flytja með sér menningu sína og tungu, og mannlífið á Íslandi verður litríkara en áður. Við skulum taka fagnandi á móti nýjum Íslendingum og njóta þeirrar menningarauðlegð sem þeir hafa í farteskinu.

Lesa meira

Allar fréttir


Námsmatsdagur 23.9.2021

Fimmtudagurinn 23. september er námsmatsdagur.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir