10.5.2022 Fréttir : Annarlok - mikilvægar dagsetningar

Senn líður að annarlokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mikilvæg atriði.

17.maí - Síðasti kennsludagur en nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

20.maí – Einkunnir birtast í Innu. Viðtöl vegna námsmats kl. 12:00 – 13:00.

23.maí– Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00.

24.maí - Æfing fyrir útskrift kl. 16:00

25.maí – Útskrift í hátíðarsal skólans kl. 13:00.

Nám á næstu önn - Allir nemendur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að velja. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir útskrift.

Gangi ykkur sem allra best á lokasprettinum.

Lesa meira

9.5.2022 Fréttir : Hönnun lóðar kynnt

 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kíkti í heimsókn í skólann á miðvikudaginn síðasta. Markmið heimsóknarinnar var að kynna fyrir honum hugmyndir nemenda í áfanganum Hönnun lóðar FÁ.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla stendur á stórri og fallegri lóð sem býður upp á mikla möguleika. Því var ákveðið að bjóða upp á valáfanga á vorönn þar sem nemendur myndu hanna tillögu að skipulagi lóðarinnar. Markmiðið er síðan að hagnýta útkomu áfangans við endurbætur á skólalóðinni.

Margar skemmtilegar hugmyndir komu fram og eru þær til sýnis á Steypunni í FÁ.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.

 

Lesa meira

27.4.2022 Fréttir : FÁ í úrslit í Fyrirtækjasmiðju

 

Lið úr FÁ, Strokkur er komið í úrslit í Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla - JA Iceland. Það verður í hópi 35 fyrirtækja sem munu kynna vörur sínar fyrir dómarateymi næsta fimmtudag og flytja kynningu á vörum sínum í Arionbanka á föstudag. Alls voru 124 fyrirtæki skráð til leiks.

Strokkur er app veitir meiri fræðslu um íslensk fyrirtæki á Nasdaq og Firstnorth hlutabréfamarkaði. Nemendur í verkefninu eru Björn Ingi Björnsson, Finnur Björnsson, Birkir Hrafn Björnsson, Andri Snær Helgason og Tryggvi Klemens Tryggvason

Innilegar hamingjuóskir kæru frumkvöðlar og gangi ykkur vel í úrslitakeppninni.

 

Lesa meira

26.4.2022 Fréttir : Áskorunardagar NFFÁ

 25.apríl til 8.maí mun nemendafélag FÁ (NFFÁ) halda áskorunardaga til styrktar Unicef – Börn í Yemen.

Ýmsar skemmtilegar áskoranir munu fara fram þegar tiltekinni upphæð hefur verið safnað. Þess má geta að NFFÁ mun tvöfalda þá upphæð og fer því hærri upphæð beint til Unicef.

Ýmsar áskoranir verða í gangi m.a. mun meðlimur NFFÁ fá sér tattoo, Magnús skólameistari klæðir sig upp í drag, námsráðgjafarnir verða með froskalappir og sundhettu heilan dag, Hilmar vaxar á sér fæturnar, Tinna kennari litar á sér hári ofl. ofl.

 Fylgjast má með framkvæmdinni á þessum áskorunum á instagram reikningi NFFÁ: https://instagram.com/nffa_draugarnir.

Til að styrkja málefnið má leggja inn á AUR: 699-4214.

Hvetjum nemendur, forráðamenn og aðra til að leggja þessu mikilvæga málefni lið.

Staða barna í Jemen er skelfileg en nú eftir sex ár af átökum og hörmungum er Jemen talinn einn versti staður á jörðinni til að vera barn. Vaxandi átök, hnignun í efnahagslífi landsins auk áhrifa kórónuveirunnar hefur gert hörmulegt ástand að einni verstu mannúðarkrísu í heiminum. Meira en 12 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu !

https://www.unicef.is/neyd

Lesa meira

Allar fréttir