19.3.2019 Fréttir : OPIÐ HÚS - fimmtudaginn 21.mars

FÁ hefur alltaf verið opinn öllum sem þangað vilja sækja en fimmtudaginn 21. mars verður OPIÐ HÚS fyrir alla, konur og kalla, frá 16:30 til 18:00 þar sem allar deildir skólans kynna starfsemi sína. Það er meira í boði en margan grunar, á OPNU HÚSI má kynna sér aðstöðuna í glæsilegu skólahúsinu, læra um kosti fjarnámsins og fá nasasjón af fjörlegu félagslífi nemenda. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og kynnast hinu góða starfi sem unnið er í FÁr

Lesa meira

18.3.2019 Fréttir : Umhverfisdagar í FÁ - 20.-21. mars

FÁ hefur lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum og fengið grænfánann í ófá skipti. Nú verða haldnir umhverfisdagar í skólanum þótt auðvitað séu allir dagar umhverfisdagar. Umhverfisdagarnir byrja kl. 10 þann 20. mars þegar umhverfismarkaður verður opnaður en að öðru leyti lítur dagskrá dagana svona út: (smella hér).

Lesa meira

14.3.2019 Fréttir : Kennslumat vorannar opið til 28. mars

Á hádegi í dag var opnað fyrir kennslumat vorannar og það verður opið til 28. mars.
Að þessu sinni eru metnir 72 áfangar og má sjá hér hvaða áfangar fara í mat að þessu sinni.

Það er helst að frétta að kennslumatið hefur verið stytt allverulega, þannig að spurningum var fækkað úr 27 í 13. Þetta er gert í þeim tilgangi að auka svörun og vonandi verður sú raunin.
Það er auðvelt að nota snjallsíma við matið og við prófun voru nemendur ekki nema 4 – 6 mínútur að meta.

Spurningalistinn er að sjálfsögðu á íslensku en svo er hægt er að opna enska þýðingu.

Lesa meira

11.3.2019 Fréttir : Sumarstörf á Norðurlöndum

Nordjobb – Vilt þú vinna erlendis í sumar?
Nordjobb hjálpar þér að finna sumarstarf og húsnæði í öðru norrænu landi. Alls konar störf eru í boði svo sem í garðyrkju, þjónustu, fiskvinnslu, á hótelum og á veitingastöðum.
Allir eru hvattir til að sækja um, einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa viðunandi vald á dönsku, sænsku eða norsku.
Þetta er tilvalið tækifæri til að eyða sumrinu erlendis, öðlast starfsreynslu og auka færni sína í erlendu tungumáli.

Áhugasamir geta fyllt út umsókn til að gerast Nordjobbarar á eftirfarandi slóð:
https://semla.nordjobb.org/Registration.aspx?&lc=sv&cc=is

Hægt er að sjá laus störf hér:
https://www.nordjobb.org/is/saekja-um-vinnu.
ATH! Það kostar ekkert að taka þátt í Nordjobb verkefninu!

Nánari upplýsingar veitir Hannes, verkefnisstjóri Nordjobb á Íslandi, á island@nordjobb.org eða í síma 680-7477.

Lesa meira

Allar fréttir


Skólaheimsókn frá Danmörku 25.3.2019

24 nemendur, ásamt tveimur kennurum, frá Odder Gymnasium í Danmörku heimsækja FÁ mánudaginn 25. mars.

Lesa meira
 

Skólaheimsókn frá Bandaríkjunum 28.3.2019

21 nemandi og fimm kennarar, frá Bandaríkjunum, heimsækja FÁ fimmtudaginn 28. mars og ætla að kynna sér enskukennslu í skólanum.

Lesa meira
 

Frumsýning: Ólympus leikur að fólki 29.3.2019 - 31.3.2019

Leikhópur FÁ frumsýnir leikritið Ólympus: leikur að fólki í hátíðarsal skólans.

Frumsýning verður  föstudaginn 29. mars kl. 20:00
2. sýning: laugardaginn 30. mars kl. 20:00
3. sýning: sunnudaginn 31. mars kl. 14:00
4. sýning: sunnudaginn 31. mars kl. 20:00

Miðaverð: kr. 1.500.-
Miðaverð fyrir félaga í nemendafélaginu: kr. 1.000.-

Miðapantanir: fa.leikhopur@gmail.com

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir