31.5.2023 Fréttir : Ítalskur skiptinemi í FÁ
Í vetur höfum við verið svo heppin hér í FÁ að hafa hjá okkur frábæran skiptinema frá Ítalíu, hana Francescu. Hún hefur verið ótrúlega dugleg og virk, bæði í náminu og félagslífinu og tók hún meðal annars þátt í söngkeppni FÁ. Við vildum því heyra aðeins í henni og fá að vita hvernig árið hafi verið hér á Íslandi og í FÁ.
Francesca er 17 ára gömul og kemur frá Mílanó á Ítalíu. Við vorum forvitin að vita af hverju hún hafi viljað gerast skiptinemi og af hverju hún valdi Ísland. Hana langaði til að vera skiptinemi til að upplifa nýja hluti og læra á nýja menningu og nýtt tungumál. Hún vildi fara til lands sem var kalt og væri með tungumál sem hún þekkti ekki. Svo vildi hún fara til lands sem hún þekkti ekki vel, með menningu sem er allt öðruvísi en hún er vön. Ísland varð fyrir valinu og sér hún ekki eftir því.
Lesa meira27.5.2023 Fréttir : Fjarnám í sumar
Skráning á sumarönn í fjarnámi við FÁ er hafin og varir til 7. júní.
Önnin hefst 9. júní og lokapróf eru frá 9. – 15. ágúst
Fjölmargir áfangar eru í boði sem má sjá hér .
Nánari upplýsingar um fjarnámið má sjá hér.
Skráning fer fram hér .
Lesa meira24.5.2023 Fréttir : GAIA - Erasmus verkefni
FÁ tók þátt í Erasmus-verkefninu GAIA með framhaldsskóla í Frakklandi en verkefnið byrjaði á vorönn 2022 og lauk nú í vor 2023. Alls tóku 15 nemendur þátt frá FÁ og 15 franskir nemendur. Það voru svo fjórir starfsmenn frá hvorum skóla sem unnu að verkefninu.
Lesa meira20.5.2023 Fréttir : Útskrift FÁ vor 2023
Í dag var hátíðlegur dagur í FÁ þegar skólinn útskrifaði alls 109 nemendur og þar af 12 af tveimur brautum.
Stúdentar eru 66. 12 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 4 af íþrótta- og heilbrigðisbraut, 5 af náttúrufræðibraut, 24 af opinni braut, 4 af viðskipta- og hagfræðibraut og 17 með viðbótarnám að loknu starfsnámi.
Frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 2 nemendur.
46 nemendur útskrifuðust af heilbrigðissviði sem skiptast svo eftir námsbrautum: 20 útskrifast sem sjúkraliðar, 2 af heilbrigðisritarabraut, 2 af lyfjatæknabraut, 9 af tanntæknabraut og loks 13 af heilsunuddbraut.
Einnig útskrifuðust í dag 7 frábærir nemendur af sérnámsbraut.
Dúx skólans er Óli Þorbjörn Guðbjartsson, stúdent af viðskipta og hagfræðibraut með meðaleinkunn 9,2.
Viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sérgreinum tanntækna fá tveir nemendur að þessu sinni, þær Eva María Káradóttir og Kamilla Björg Kjartansdóttir. Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar fá þrír nemendur, þær Guðrún Guðmundsdóttir, Hildur Karen Benediktsdóttir og Pandora Riveros.
Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn.
Krista Karólína Stefánsdóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftanema og Logey Rós Waagfjörð flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans.
Tveir farsælir starfsmenn skólans til margra ára voru kvaddir, þeir Halldór Gísli Bjarnason sérkennari og Þorsteinn Barðason jarðfræðikennari.
Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum nemenda í tónlistaráfanga skólans. Lauk síðan athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á laginu Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum við undirleik nemenda í tónlistaráfanga skólans og Þorbjörns Helgasonar.
Við óskum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óskum þeim bjartrar framtíðar.
Fleiri myndir má sjá hér á Facebook síðu skólans.
Myndir frá útskrift.
Myndir frá útskrift sérnámsbrautar.
Myndir frá útskrift Heilbrigðisskólans.
Lesa meira