6.4.2020 Fréttir : Varðandi lengt samkomubann

Varðandi lengt samkomubann

Lesa meira

23.3.2020 Fréttir : Innritun í dagskóla FÁ

Forinnritun nemenda í 10. bekk í framhaldsskóla næsta vetur stendur yfir á vef Menntamálastofnunar til 13. apríl 2020.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér að neðan má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar.

Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni okkar og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Athugið að innritun eldri nemenda stendur yfir frá 6. apríl til 31. maí, og lokainnritun nýnema frá 6. maí til 10. júní.

Lesa meira

20.3.2020 Fréttir : Námsráðgjöf á tímum Covid-19

Náms- og starfsráðgjafar eru í vinnu á meðan skólinn er lokaður en eins og staðan er núna er því miður ekki í boði að koma í skólann í viðtal. Við verðum með fjarráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma eða fjarfundabúnað og hvetjum ykkur til þess að hafa samband. Hægt er að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst (sjá neðar) eða bóka tíma í Innu og við höfum þá samband við ykkur.

namsradgjof@fa.is

hronn@fa.is

sandra@fa.is

sigrunf@fa.is

Við mælum með að þið haldið góðri rútínu og skipuleggið tímann ykkar vel, hér er hægt að nálgast vikuáætlun og mánaðarplan fyrir mars og apríl:

http://www2.fa.is/namsradgjof/vikan.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Mars2020.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Apr2020.pdf

Hér má svo finna góð ráð um skipulag náms: https://www.fa.is/thjonusta/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof/skipulag/


Með kveðju,

Náms- og starfsráðgjöf FÁ

Hrönn, Sandra og Sigrún

Lesa meira

14.3.2020 Fréttir : Samkomubann

 

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Eins og stjórnvöld hafa gefið út er okkur gert að loka skólanum næstu fjórar vikur. Skólahald heldur þó áfram í gegnum fjarkennslu.

Þetta eru ekki auðveldir tímar og fordæmalausir. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að árangur annarinnar verði sem bestur.

Ég hvet nemendur til að halda takti og líta ekki á þetta sem frí. Gott er að nota tímann í eitthvað uppbyggjandi fyrir líkama og sál; fara í göngutúra, stunda hugleiðslu, o.s.frv. Njóta þess að vera til á þessum óvissutímum.

Hægt er að ná í stjórnendur, kennara og námsráðgjafa, en netföng allra starfsmanna má finna á heimasíðu skólans.

Kveðja.
Magnús Ingvason
skólameistari FÁ

Lesa meira

Allar fréttir