Fréttir & tilkynningar

Upphaf vorannar 2025

02.01.2025
Gleðilegt ár kæru nemendur og forráðamenn. Hér koma helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga: Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum 6. janúar. Töflubreytingar fara fram 2. - 5. janúar og fara þær fram á Innu. Leiðbeiningar verða sendar í tölvupósti. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 22. janúar. Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is. Bókalista hvers áfanga má svo sjá í Innu. Skráning í fjarnám við FÁ á vorönn er hafin og hefst önnin 22. janúar. Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er gott að gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatalið: https://www.fa.is/is/skolinn/skolastarfid/skoladagatal Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna - fa@fa.is Við hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju skólaári

Útskrift frá FÁ

14.12.2024
Í dag var hátíð í FÁ þegar skólinn útskrifaði 72 nemendur og þar af 7 af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en útskriftin fór fram í hátíðarsal skólans. 59 nemendur útskrifuðust sem stúdentar og frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 4 nemendur. 12 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 1 af íþrótta og heilbrigðisbraut og 6 af náttúrufræðibraut. Af opinni braut útskrifuðust 25 og loks 15 með viðbótarnám til stúdentsprófs. Af heilbrigðissviði útskrifuðust 16 nemendur, 1 útskrifast af heilbrigðisritarabraut, 1 af lyfjatæknabraut, 5 af heilsunuddbraut og loks 9 af sjúkraliðabraut.

Fjölbreytt lokaverkefni í tölvuleikjaáföngum

12.12.2024
Nemendur í Leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) þróuðu sína eigin leikjahugmyndir og bjuggu til frumgerðir út frá þeim. Útkoman var skemmtilega fjölbreytt, þar má meðal annars nefna zombíleik sem gerist á Íslandi, kósíleik þar sem markmiðið er að finna týnda ketti og geimskotleik sem endar með bardaga við vígalegan endakall.

Jólagleði á sérnámsbraut

10.12.2024
Nemendur á sérnámsbraut eru komnir í jólafrí eins og aðrir nemendur FÁ. Þar er jólaandinn búin að svífa yfir undanfarið. Þau eru búin að skreyta piparkökur, fara í bingó og svo var jólagleði síðasta dag fyrir jólafrí þar sem jólasveinninn kíkti í heimsókn við mikið fögnuð viðstaddra.