24.5.2019 Fréttir : Útskrift klukkan 13 í dag

Vorið hefur farið um okkur mildum höndum og vonandi verður sumarið ljúft. Það sama má segja um þá nemendur sem í dag ná mikilsverðum áfanga í lífi sínu þegar þeir kveðja skólann sinn. Vonandi bíður þeirra allra farsælt líf, núna þegar ævisumar þeirra er að byrja.

Í dag útskrifast frá skólanum 118 nemendur og þar af 9 af tveimur brautum. 38 nemendur útskrifast af heilbrigðissviði, sem skiptast svo eftir námsbrautum: 4 útskrifast sem heilsunuddarar, 3 sem læknaritar, 2 sem lyfjatæknar, 10 sem tanntæknar og loks 19 sem sjúkraliðar. Frá nýsköpunar og listabraut útskrifast 4 nemendur. Stúdentar eru 75. 28 útskrifast af félagsfræðibraut, af náttúrufræðibraut útskrifast 13, af hugvísinda- og málabraut 9, af viðskipta- og hagfræðibraut útskrifast 6 og með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi 19. Til viðbótar þessu útskrifast 9 nemendur af sérnámsbraut.

Lesa meira

21.5.2019 Fréttir : Fjarnám FÁ fær gæðastimpil frá iCert

Í dag var skólanum formlega afhent vottunarskjal vegna gæðavottunar fjarnámsins. Það er vottunarstofan iCert sem er vottunaraðili og afhenti skólanum skjalið. Fjarnámið uppfyllir kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015.

Fjarnám FÁ er eina vottaða fjarnámið sem stundað er á Íslandi, en þetta ferli hefur tekið nánast 7 mánuði og margir lagt hönd á plóg. Öllum þeim eru færðar miklar þakkir.

Skráning í sumarönn fjarnáms FÁ hefst þann 25. maí.

Lesa meira

16.5.2019 Fréttir : FÁ er "Stofnun ársins 2019."

Fjölbrautaskólinn við Ármúla í 3. sæti í könnuninni Stofnun ársins 2019 og er það allnokkuð að fá bronsið í þessari könnun.
Alls voru 82 stofnanir í sama keppnisflokki og FÁ, þ.e.a.s. stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri.
Þegar litið er á einstaka flokka kemur m.a. í ljós að FÁ er talinn hafa besta Starfsandi allra stofnana. Einnig er eftirtektarvert að FÁ lenti í efsta sæti í flokkunum Ánægju og Stolti og Jafnrétti.

Það er von allra sem starfa við skólann að FÁ standi á verðlaunapalli um ókomin ár. Til hamingju FÁ með þennan glæsta árangur. FÁ er réttnefnd Fyrirmyndarstofnun ársins 2019.

Lesa meira

10.5.2019 Fréttir : Rúsínan í pylsuendanum

Í gær var öllum í skólanum boðið í pylsu með öllu í tilefni kennsluloka. Og í dag var síðasti kennsludagur - og allir pínuglaðir - hver hefði trúað því í janúar að þessi dagur rynni upp? En rúsínan í pylsuendanum er samt ekki gleypt því enn eru eftir nokkrir prófdagar en þeir líða eins og annað. Allt hefur sinn tíma, að borða pylsu hefur sinn tíma og að taka próf hefur sinn tíma. Og svo kemur sumarið fagnandi og alltelskandi sólin!

Lesa meira

Allar fréttir


Útskrift 24.5.2019

Útskrift vorannar 2019 verður föstudaginn 24. maí nk í hátíðarsal skólans.  Athöfnin hefst kl. 13:00.

Lesa meira
 

Sumarfjarnám 25.5.2019 - 5.6.2019

Skráning í sumarfjarnám hefst 25. maí og mun standa til 5. júní.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir