16.6.2021 Fréttir : Viðurkenning fyrir framúrskarandi námsárangur

Nemendur sem stunda fullt nám í dagskóla (a.m.k. 25 einingar), ná 9 eða hærri meðaleinkunn og eru með a.m.k. 95% skólasókn fá innritunar- og efnisgjöld felld niður næstu önn í námi. Á vorönn 2021 fengu eftirfarandi nemendur slíka viðurkenningu:


Áslaug Lilja Káradóttir - Heilbrigðisritarabraut
Guðrún Guðmundsdóttir - Sjúkraliðabraut
Jessica Le - Almenn námsbraut
Jóhanna Andrea Magnúsdóttir - Sjúkraliðabraut
Jóhanna Björg Þuríðardóttir - Lyfjatæknabraut
Kári Jónsson - Heilsunuddbraut
Ngan Hieu Nguyen Dang - Viðskipta- og hagfræðibraut
Nína Margrét Halldórsdóttir - Heilsunuddbraut
Þórunn Embla Sveinsdóttir - Náttúrufræðibraut

Lesa meira

2.6.2021 Fréttir : Sumarönn fjarnáms

Innritun í sumarönn fjarnáms FÁ stendur yfir til 6. júní. Skráðu þig hér. Önnin hefst svo 8. júní.

Hér má sjá alla áfanga sem bjóðast í fjarnámi, skrifaðu SUMAR undir flipann "í boði" til að sjá eingöngu þá 48 áfanga sem kenndir verða í sumar.

Lestu þér frekar til um fjarnámið við FÁ hér.

Lesa meira

22.5.2021 Fréttir : Brautskráning vorið 2021

Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði í dag 122 nemendur í tveimur útskriftum. Alls útskrifaðist 71 nemandi með stúdentspróf, 41 nemandi útskrifaðist af heilbrigðissviði skólans, 6 nemendur af nýsköpunar- og listabraut og loks útskrifuðust 4 nemendur af sérnámsbraut skólans. Dúx skólans er Gunnur Rún Hafsteinsdóttir sem útskrifast af náttúrufræðibraut með ágætiseinkunnina 9,01.

 

Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari FÁ, fór yfir liðinn vetur í ræðu sinni en þrátt fyrir strangar sóttvarnarreglur tókst að halda skólastarfinu með eins eðlilegum hætti og unnt var.


Í ræðu sinni fjallaði Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, um þann fjölda Íslendinga sem flutti búferlum til Vesturheims um aldamótin 1900 og átti þar oft og tíðum í erfiðri lífsbaráttu. Á síðustu árum hefur fólk af erlendu bergi brotið komið til Íslands, mörg hver á flótta frá erfiðum aðstæðum í heimalandi sínu og í leit að öryggi í nýjum heimkynnum. Þau flytja með sér menningu sína og tungu, og mannlífið á Íslandi verður litríkara en áður. Við skulum taka fagnandi á móti nýjum Íslendingum og njóta þeirrar menningarauðlegð sem þeir hafa í farteskinu.

Lesa meira

21.5.2021 Fréttir : Brautskráning í dag

Í dag, 21. maí, fer fram brautskráning í tvennu lagi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Kl. 13:00 útskrifast nemendur af Nýsköpunar- og listabraut, sérnámsbraut og frá Heilbrigðisskólanum.

 
Nýstúdentar af Hugvísindabraut, Félagsfræðabraut, Náttúrufræðibraut, Íþrótta- og heilbrigðisbraut og Viðskipta- og hagfræðibraut útskrifast svo kl. 15:00.

 
Vegna aðstæðna í samfélaginu verður útskrifarnemum því miður ekki heimilt að bjóða með sér fleiri en einum gesti, en báðum athöfnum verður streymt HÉR svo stoltir ástvinir þurfi ekki að missa af þessum merku tímamótum.


Útskriftarnemar og gestir eru beðnir að gæta sóttvarna á allan hátt á meðan dagskráin stendur yfir.

Lesa meira

Allar fréttir


Stundatöflur birtar og töflubreytingar 16.8.2021 - 17.8.2021

Stundatöflur haustannar 2021 verða birtar í INNU mánudaginn 16. ágúst.  Boðið verður upp á töflubreytingar dagana 16. og 17. ágúst.

Lesa meira
 

Fyrsti kennsludagur 18.8.2021

Fyrsti kennsludagur haustannar 2021, í dagskóla, er miðvikudagurinn 18. ágúst.

Lesa meira
 

Skráning í fjarnám - haustönn 23.8.2021 - 6.9.2021

Skráning í fjarnám, fyrir haustönn 2021, hefst 23. ágúst og mun standa til 3. september.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir