13.8.2020 Fréttir : Upphaf haustannar 2020

**English below**

Ágætu nemendur og forráðamenn,

Eins og flestum er kunnugt ríkir óvissuástand í landinu af völdum Covid 19 veirunnar.

Af þessum sökum verður upphaf haustannar með breyttu sniði.

Ráðgert var að hefja kennslu miðvikudaginn 19. ágúst, en nú hefur verið ákveðið að færa upphaf kennslu til mánudagsins 24. ágúst. Þá hefst kennsla í skólanum samkvæmt stundatöflu, en töflurnar ættu að vera tilbúnar um miðja næstu viku. Stundatöflubreytingar verða síðar í þeirri viku (auglýst sérstaklega).

Óvíst er á þessari stundu hvort um staðbundna kennslu verður að ræða eða fjarnám. Ef um fjarnám verður að ræða þá verður það kennt í rauntíma samkvæmt stundaskrá.

Viðtöl fyrir forráðamenn nýnema verða haldin í næstu viku, en umsjónarkennarar munu hafa samband við nemendur og forráðamenn þegar nær dregur til að láta vita um nákvæma tímasetningu.

Skólayfirvöld taka sóttvarnareglur mjög alvarlega og treysta því að nemendur skólans geri það einnig. Allir sem telja sig hafa einkenni Covid-19 sýkingar eiga að halda sig heima og munum að við erum öll almannavarnir!

 

Kær kveðja.

Magnús Ingvason

Skólameistari FÁ

**Because of Covid-19 we now expect classes to start on Monday August 24th, instead of Wednesday August 19th. Your timetables should be ready by middle of next week. We still don´t know if classes will be taught at school or online (either way classes will be taught according to timetables). Stay safe and remember to stay at home if you havid Covid-19 symptoms.**

Lesa meira

8.8.2020 Fréttir : Gleðilega gleðidaga!

Allar fréttir


Stundatöflur birtar og töflubreytingar 17.8.2020 - 18.8.2020

Stundatöflur og bókalistar nemenda verða aðgengileg í INNU fimmtudaginn 20. ágúst.   Boðið verður upp á töflubreytingar 20. og 21. ágúst.  Senda skal tölvupóst á netfangið toflubreytingar@fa.is.

Lesa meira
 

Skráning í fjarnám á haustönn 2020 23.8.2020 - 3.9.2020

Skráning í fjarnám á haustönn 2020 hefst 23. ágúst og mun standa til 3. september.

Lesa meira
 

Fyrsti kennsludagur haustannar 2020 24.8.2020

Fyrsti kennsludagur haustannar 2020, í dagskóla, er mánudagurinn 24. ágúst.

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir