Fréttir & tilkynningar

Gleðilegan Dag íslenskrar náttúru

16.09.2024
Í tilefni dagsins gróðursettu nemendur og starfsfólk við fjölbrautaskólann fimm rifsberjarunna við enda lóðarinnar, þar sem leikskólinn Múlaborg er staðsettur. Var þetta gert í samstarfi við leikskólann og leikskólabörnin hjálpuðu til við gróðursetninguna. Vonin er að bæði skólastigin njóti góðs af berjunum sem þar munu vaxa um ókomna tíð. Gróðursetningin er liður í því að efla samstarf skólanna tveggja sem hafa verið vinaskólar til margra ára.

Heimsókn á Gljúfrastein

13.09.2024
Nemendur í íslensku fóru í vettvangsferð á Gljúfrastein en þau eru um þessar mundir að lesa Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Í heimsókninni fengu þau hljóðleiðsögn um húsið og sáu hvernig skáldið bjó. Áhugaverð og fróðleg heimsókn í alla staði.

Ný heimasíða komin í loftið

09.09.2024
Okkur er sönn ánægja að tilkynna um nýja heimasíðu FÁ sem komin er í loftið. Á nýrri heimasíðu vonumst við til að efnið verði aðgengilegra og skiljanlegra en áður. Síðan er enn í vinnslu og á því eftir að bæta við nokkru efni. Ef upplýsingar eru ekki réttar eða síður/hlekkir virka ekki endilega hafið samband og látið okkur vita á kristinvald@fa.is. Hönnun síðunnar var unnin í samvinnu við Stefnu hugbúnaðarhús með það að markmiði að hún væri í senn notendavæn og aðgengileg. Er það von okkar að þessi nýja síða verði öllum sem heimsækja hana til gagns og upplýsinga

Samhugur og samstaða

05.09.2024
Það var fallegur dagur í gær þegar nemendur og starfsfólk FÁ sýndu samhug og samstöðu og heiðruðu minningu Bryndísar Klöru með því að klæðast bleiku. Starfsfólk og nemendur FÁ votta fjölskyldu og vinum Bryndísar Klöru innilegrar samúðar á þessum erfiðu tímum.