Fréttir & tilkynningar

Hvað er umhverfisfræði?

05.11.2025
Við erum nemendur að læra umhverfisfræði og við ætlum að segja ykkur frá henni. Umhverfismál ættu að skipta okkur mjög miklu máli. Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um umhverfið og nátturuna. Umhverfisfræði er mjög fjölbreytt fræðigrein sem snertir mörg svið nátturunar og kennir manni að skilja umhverfið betur. Umhverfisfræði er þverfagleg grein sameinar efnafræði, jarðfræði, líffræði, heimspeki og fleiri greinar. Umhverfisfræðingar leitast við að bera kennsl á að minnka eða stoppa upptök mengunar eða öðrum hættum í umhverfinu. Þeir vinna með vísindalegar upplýsingar, oft úr mismunandi fræðigreinum, og byggja á þeim tillögur að aðgerðum. Einn helsti brautryðjandi umhverfisræðinnar er Rachael Carson, hún var bandarískur dýrafræðingur og sjávarlífræðingur. Eitt frægasta rit hennar er: Raddir vorsins þagna sem var gefið út árið 1962, bókin fjallaði um notkun skordýraeiturs, einkum DDT og áhrif sem þau hafa á náttúruna. Bókin hafði mikil áhrif í Bandaríkjunum og er talin hafa markað upphafið á umhverfishreyfingunni. Halldór Egill og Elíeser Bergmann.

Grímugerð í þrívíðri formfræði

04.11.2025
Grímugerð í FÁ 👹🤡👿👺👽 Nemendur í áfanganum þrívíð formfræði í FÁ hafa nýlokið við spennandi verkefni þar sem þau hönnuðu og smíðuðu einstakar og litríkar grímur👹 Nemendur nýttu meðal annars pappa, teip, málningu og ýmis endurunnin efni til að skapa grímur sem endurspegla bæði persónulegan stíl og skapandi hugsun. Verkefnið sýnir vel hvernig list- og hönnunarnám í FÁ hvetur til sjálfstæðrar sköpunar og tilrauna í efnisvinnslu 🙂

Fjallganga í Bláfjöllum

23.10.2025
Tæplega 40 nemendur í fjallgönguáfanganum í FÁ lögðu land undir fót síðasta laugardag þegar þeir fóru í fjallgöngu upp í Bláfjöll með kennarurunum Þórhalli og Hrönn. Nutu þau veðurblíðunnar og glæsilegs útsýnis af tindunum.

Opið hús hjá sérnámsbraut

22.10.2025
Sérnámsbraut skólans hélt opið hús í síðustu viku, en kvöldið var fjáröflun fyrir útskriftarhóp brautarinnar. Nemendurnir sáu að mestu um skipulagninguna og boðsgestir voru nemendur sem útskrifuðust síðasta vor auk útskriftarhópsins næsta vor. Aðgangseyrir var 1500 krónur og innifalið í því voru nokkrar sneiðar af pítsu, gos og happdrættismiði. Þá var karókí í gangi, skutlukeppni og nemendurnir seldu penna merkta deildinni. Virkilega skemmtileg kvöldstund.