Lyfjatæknabraut

Lyfjatækni er 240 feininga nám á 3.hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgeinum lyfjatæknabrautar. Nám í sérgreinum lyfjatæknabrautar er bóklegt nám í skóla og starfsnám í apótekum eða sjúkrahúsapótekum. Tilgangur lyfjatæknináms er að búa nemendur undir fjölbreytt störf lyfjatækna. Námslengd er átta annir miðað við fullt nám og miðar námið að því að þjálfa nemendur til þess að standast kröfur heilbrigðisþjónustunnar hverju sinni. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa færni í að takast á við raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Við skipulag kennslu er mikilvægt að taka mið af þörfum starfsgreina og mælt er með samvinnu skóla og stofnana eins og kostur er. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist notagildi upplýsinga- og samskiptatækni og læri að beita henni í námi sínu.

Skilyrði til innritunar í nám á lyfjatæknabraut er að nemandi hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla.

Meðalnámstími á lyfjatæknabraut er fjögur ár, samtals 240 feiningar, sem skiptist í 3-4 anna nám í almennum greinum og heilbrigðisgreinum (112 fein.) og u.þ.b. 4 anna nám í sérgreinum brautarinnar (104 fein.), auk fjórtán vikna ólaunaðs starfsnáms í apóteki/sjúkrahúsapóteki (24 fein.). Gert er ráð fyrir að leiðbeinandi lyfjatæknanemans í apóteki/sjúkrahúsapóteki fari á námskeið í skólanum áður en apótekið getur tekið við nemum. Á því námskeiði er farið yfir þau atriði sem kenna á nemunum og hvernig vinnustaðanáminu skal háttað.

Vinnustaðanám er skipulagt sem fjórtán vikna nám í apóteki að loknu sérnámi í skóla, undir leiðsögn lyfjafræðings eða lyfjatæknis. Tilgangur vinnustaðanáms er að gera nemendur hæfari til að takast á við vinnu í apótekum/sjúkrahúsapótekum, færa um að axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi. Vinnustaðanám er skipulagt út frá lokamarkmiðum náms.

Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is.

Smelltu á viðkomandi krækju hér fyrir neðan til að opna brautarlýsingu.

  Lyfjatæknabraut (skv. nýrri námskrá)
Excel / PDF
  Lyfjatæknabraut (skv. eldri námskrá)


(Síðast uppfært 21.9.2017)