14.01.2025
Lið FÁ í Gettu betur keppti í fyrstu umferð keppninnar í síðustu viku en laut því miður í lægra haldi fyrir liði MR, 31-22.
Í gær kom svo í ljós að við komumst áfram í aðra umferð keppninnar þar sem þrjú stigahæstu tapliðin halda áfram í aðra umferð.
Við munum því keppa á þriðjudaginn næsta, 21. janúar á móti Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Í Gettu betur liði FÁ þetta árið er þau Halldór Egill Arnarsson, Dagur Snær, Iðunn Úlfsdóttir og Ernir Ibsen Egilsson (varamaður).
02.01.2025
Gleðilegt ár kæru nemendur og forráðamenn.
Hér koma helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga:
Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum 6. janúar.
Töflubreytingar fara fram 2. - 5. janúar og fara þær fram á Innu. Leiðbeiningar verða sendar í tölvupósti. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 22. janúar.
Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is. Bókalista hvers áfanga má svo sjá í Innu.
Skráning í fjarnám við FÁ á vorönn er hafin og hefst önnin 22. janúar.
Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er gott að gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatalið: https://www.fa.is/is/skolinn/skolastarfid/skoladagatal
Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram.
Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna - fa@fa.is
Við hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju skólaári