06.11.2025
Við búum í heimi þar sem loftslagsbreytingar, mengun og sóun náttúruauðlinda eru ein stærsta áskorun samtímans. Með því að fræðast og sýna ábyrgð, jafnvel með litlum skrefum, getum við haft raunveruleg áhrif. Að slökkva ljós, velja vistvæna ferðamáta, eða huga að bættri endurvinnslu eru einföld dæmi um aðgerðir sem skipta máli þegar margir taka þátt.
En af hverju skiptir þetta raunverulega máli?
Umhverfisdagurinn er tækifæri til að staldra við og hugsa um hvernig daglegar venjur okkar hafa áhrif – hvort sem það er í skólanum, heima eða í samfélaginu. Hvernig við neytum, flokkum, ferðast og notum orku hefur bein áhrif á náttúruna og loftslagið.
Erik Steinn Halldórsson
Hasanain Saad Abdulhussein Alzuhairi
Iustin Andrei Calin
05.11.2025
Við erum nemendur að læra umhverfisfræði og við ætlum að segja ykkur frá henni.
Umhverfismál ættu að skipta okkur mjög miklu máli. Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um umhverfið og nátturuna. Umhverfisfræði er mjög fjölbreytt fræðigrein sem snertir mörg svið nátturunar og kennir manni að skilja umhverfið betur. Umhverfisfræði er þverfagleg grein sameinar efnafræði, jarðfræði, líffræði, heimspeki og fleiri greinar. Umhverfisfræðingar leitast við að bera kennsl á að minnka eða stoppa upptök mengunar eða öðrum hættum í umhverfinu. Þeir vinna með vísindalegar upplýsingar, oft úr mismunandi fræðigreinum, og byggja á þeim tillögur að aðgerðum. Einn helsti brautryðjandi umhverfisræðinnar er Rachael Carson, hún var bandarískur dýrafræðingur og sjávarlífræðingur. Eitt frægasta rit hennar er: Raddir vorsins þagna sem var gefið út árið 1962, bókin fjallaði um notkun skordýraeiturs, einkum DDT og áhrif sem þau hafa á náttúruna. Bókin hafði mikil áhrif í Bandaríkjunum og er talin hafa markað upphafið á umhverfishreyfingunni.
Halldór Egill og Elíeser Bergmann.
04.11.2025
Grímugerð í FÁ 👹🤡👿👺👽
Nemendur í áfanganum þrívíð formfræði í FÁ hafa nýlokið við spennandi verkefni þar sem þau hönnuðu og smíðuðu einstakar og litríkar grímur👹
Nemendur nýttu meðal annars pappa, teip, málningu og ýmis endurunnin efni til að skapa grímur sem endurspegla bæði persónulegan stíl og skapandi hugsun.
Verkefnið sýnir vel hvernig list- og hönnunarnám í FÁ hvetur til sjálfstæðrar sköpunar og tilrauna í efnisvinnslu 🙂