Stöðupróf í tungumálum

Stöðupróf í ensku, dönsku, spænsku og þýsku verða mánudaginn 25. ágúst klukkan 16:15 í stofu M201. Tekið er á móti skráningum á þessu eyðublaði hér til hádegis (12:00) föstudaginn 22. ágúst. Nemendur greiða 19.500 krónur fyrir hvert stöðupróf og er prófin opin eingöngu fyrir dagskóla- og fjarnema við FÁ. Hægt er að greiða fyrir prófin í afgreiðslu eða með millifærslu á reikning skólans (reikningur 514-26-352, kennitala: 590182-0959) áður er prófin eru haldin. Athygli skal vakin á að nauðsynlegt er að skrá sig á eyðublaðinu til þess að tryggja viðkomandi stöðupróf fari fram. Það er nauðsynlegt að framvísa kvittun fyrir greiðslu og skilríkjum í prófstofu til þess að fá að þreyta prófið.

Skráning í haustfjarnám

Innritun í fjarnám á haustönn 2025 er hafin. Kennslan hefst svo 2.september Alls eru 101 áfangi í boði á haustönn 2025 og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér. Hægt er að skrá sig í fjarnámið hér.

Fréttabréf FÁ - ágúst 2025

Fyrsta fréttabréf FÁ skólaárið 2025 - 2026 er komið út. Í hverjum mánuði sendum við út rafrænt fréttabréf. Markmiðið með því er að auka upplýsingaflæði til nemenda og aðstandenda og jafnframt að segja frá starfinu hér í skólanum. Í þessu fyrsta fréttabréfi skólaársins kynnum við þá þjónustu og nemendaþjónustu sem nemendum stendur til boða ásamt ýmsu öðru nytsamlegu. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með skólanum á netinu til að missa ekki af neinu skemmtilegu. Við erum dugleg að setja fréttir og myndir inn á samfélagsmiðlana sem sýna frá öllu því sem við erum að gera.

Upphaf haustannar 2025

Stundatöflur og fyrsti kennsludagur Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU föstudaginn 15. ágúst. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. ágúst. Móttaka nýnema Nýnemar verða boðnir velkomnir í skólann á nýnemadegi sem er mánudaginn 18. ágúst kl. 10:00 - 14:00 Fundur með eldri nýnemum verður í fyrirlestrasal mánudaginn 15. ágúst kl. 14:00.