12.09.2025
Núna í vikunni vorum við með góða gesti í heimsókn frá Ferrentino á Ítalíu, þær Sara Colatosti og Daniela Meaglia. Þær voru í undirbúningsheimsókn að kanna hvort skólarnir okkar geti unnið saman að verkefni. Við stefnum á að hefja samstarfið næsta haust en þá koma fimm nemendur frá þeim í heimsókn til okkar.
Þær Edda Lára og Jeannette tóku vel á móti þeim, funduðu, sýndu þeim skólann og svo kíktu þær í kennslustundir. Við hlökkum til frekari samstarfs með þeim Sara og Daniela.
04.09.2025
Nýnemaferð skólans var farin í Lækjarbotna í gær, þar sem sólin lék við mannskapinn. Nemendur tóku þátt í hörkuspennandi keppni þar sem þeir leystu fjölbreyttar þrautir fyrir stig. Stigin voru gjaldmiðill fyrir teningakast í hinu feikivinsæla snákaspili. Þeir þrír hópar sem náðu bestum árangri í snákaspilinu voru leystir úr ferðinni með vinningum frá Nemendafélagi skólans.
Dæmi um þrautir í ferðinni má nefna stígvélakast, ruslatýnslu, reipitog, bátagerð, blindraþraut, limbó, pokahlaup og líflínukast. Nemendur og kennarar skemmtu sér konunglega. Viðburðastýrurnar Kolbrún Ósk Pétursdóttir og Sædís Ósk Helgadóttir sáu um þrautaleikinn sem vakti mikla lukku meðal nemenda.
Eftir æsispennandi keppni grilluðu skólameistari og aðstoðarskólameistari pylsur fyrir öll viðstödd. Nemendafélagið gaf nemendum gos og prins póló. Þá kusu nýnemar skólans sér nýnemafulltrúa, sem verða tengiliðir þeirra við nemendafélagið. Kosningu hlutu þau Lilja Hönnudóttir og Kristján Bergur S. Stefánsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með kjörið.