Starfsfólk FÁ í sóttkví

Allt starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla er komið í sóttkví, en þrír nemendur og tveir starfsmenn hafa greinst með kórónuveiruna.


Nemendur skólans þurfa ekki að fara í sóttkví nema þeir finni fyrir einkennum veirunnar (kvefi, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverkjum, þreytu o.fl.), en frekari upplýsingar um slíkt má finna á covid.is og heilsuvera.is. Þetta er samkvæmt ráðleggingum sóttvarnayfirvalda, en skólinn hefur átt gott samstarf við þau vegna málsins.


Þessa viku er fjarkennt í gegnum forritið Teams og því hefur sóttkví starfsmanna ekki mikil áhrif á skólastarfið, nema á sérnámsbraut skólans sem átti að vera í kennslu þessa viku. Í lok þessarar viku verður tekin ákvörðun um fyrirkomulag skólastarfsins næstu vikur.


Gangi ykkur öllum vel í náminu þessa viku.


Kveðja.

Magnús Ingvason

Skólameistari FÁ

 

Smit og fjarnám

Ágætu nemendur og forráðamenn,


Komið hefur í ljós að tveir nemendur við skólann hafa greinst með Covid–19. Umræddir nemendur tengjast vinaböndum og hafa lítið verið í nánum samskiptum við aðra nemendur skólans. Skólameistarar hafa um helgina unnið í nánu samstarfi við sóttvarnaryfirvöld, þ.m.t. smitrakningarteymi almannavarna, og unnið er samkvæmt þeirra leiðbeiningum að úrvinnslu málsins. Vegna þeirra sóttvarna sem viðhafðar hafa verið í skólanum er talið nær ómögulegt að samnemendur eða kennarar viðkomandi nemenda hafi smitast en við hvetjum alla nemendur sem finna til minnstu einkenna að hafa samband við www.heilsuvera.is til að bóka skimun.


Líkt og áður hefur komið fram í pósti fer kennsla fram í fjarnámi í Teams samkvæmt stundatöflu í næstu viku. Við minnum á að allir þurfa að mæta í þessar Teams kennslustundir, svo og fylgjast vel með skilaboðum sem kunna að koma frá kennurum í einstaka áföngum. Sjá Teams leiðbeiningar HÉR.

 

Þar sem skólanum verður lokað fyrir nemendum í níu daga (helgar meðtaldar) eru góðar líkur á því að við náum að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á þessu einstaka smiti og þar með getum við hafið eðlilegt skólastarf að nýju sem allra, allra fyrst. Við hvetjum nemendur til að stunda námið af kappi og fylgjast vel með fréttum frá skólanum næstu daga.


Með góðri kveðju,

Magnús Ingvason, skólameistari

Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari

FÁ fær gull-hjólavottun

Umhverfisráð FÁ fagnaði Degi íslenskrar náttúru með skiptifatamarkaði og grænum fötum í dag, en fyrst og fremst með heimsókn Sesselju Traustadóttur, framkvæmdastýru „Hjólafærni“, sem ekki aðeins hélt mjög fræðandi fyrirlestur um vistvæna samgöngumáta heldur veitti skólanum GULL-hjólavottun sem tveir nemendur úr Umhverfisráði tóku á móti.

Við FÁ eru m.a. næg reiðhjólastæði, aðstaða til að gera við hjól í kjallaranum, nokkur rafhjól sem nemendum býðst að fá lánuð, einingar í boði fyrir að hjóla í skólann og viðgerðasamningur við hjólaverkstæði.

Jafnlaunavottun í FÁ

Fyrir sumarleyfi fengum við í FÁ staðfestingu frá iCert vottunarstofu um það að í skólanum væri starfrækt jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012.

Ásdís í úrslitum

Ásdís Rós Þórisdóttir, sem lenti í vor í 2. sæti í samkeppni Landverndar "Ungt umhverfisfréttafólk" með ljósmynd sína "Congratulations humanity" er nú komin áfram í úrslitakeppni alþjóðlegu keppninnar "Young reporters for the environment"! (auk frábærrar heimildarmyndar frá nokkrum Tækniskólanemendum en bæði íslensku nemendaverkefnin sem send voru í alþjóðlegu keppnina komust í úrslit).

HÉR má skoða öll verkefnin í úrslitum, og HÉR má kjósa mynd Ásdísar (með að smella á enjoy efst í hægra horni): 

Til hamingju með árangurinn Ásdís Rós!

Lokað vegna útfarar

Kæru nemendur,
Vegna útfarar Eiríks Brynjólfssonar, kennslustjóra almennrar brautar, verður skólanum lokað kl. 12:45 nk. föstudag, 28. ágúst.

Moodle innskráning

Kæru nemendur,

Smávegis breytingar hafa orðið á innskráningu í Moodle. Nú þurfið þið öll að logga ykkur inn með að smella á hnappinn „Innskráning í Moodle“ – skrifa notandanafnið ykkar (sem er alltaf fa og svo fyrstu 8 tölurnar í kennitölunni ykkar) og setja @fa.is fyrir aftan það.

Það er feykinóg að gera hjá tækniþjónustunni svo prófið þetta áður en þið sendið þeim póst um að komast ekki inn á Moodle. :) 

Upphaf haustannar 2020

Ágætu nemendur og forráðamenn,

Mánudaginn 24. ágúst hefst staðnám í FÁ samkvæmt stundaskrá.

Vegna Covid-19 gilda almennar sóttvarnareglur í skólanum: þ.e. handþvottur, sótthreinsun, forðast að snerta andlit og tveggja metra reglan þar sem henni verður komið við (nema í skólastofum má fara niður í 1 metra fjarlægð). Mötuneytið verður ekki með heitan mat fyrst um sinn, heldur eingöngu plastpakkaða matvöru.

Þá mun skólinn fylgja nýjum leiðbeiningum menntayfirvalda sem unnar voru í samvinnu við sóttvarnarlækni. Lesið þessar reglur vel og hafið þær að leiðarljósi á næstunni.

1. Öll eiga að gæta fyllsta hreinlætis og spritta sig um leið og komið er inn í skólann. Sprittstöðvar eru við alla innganga.

2. Suðurinngangur verður öllu jafna læstur en hann er eingöngu ætlaður fyrir nemendur á sérnámsbraut.

3. Öll eiga að spritta sig þegar gengið er inn í álmur skólans (sprittbrúsar eru við alla innganga skólans og innganga í álmur).

4. Gangar eru ætlaðir til þess að ferðast á milli kennslustofa. Stofur verða ólæstar og nemendur eiga að fara beint inn í sína stofu þegar komið er upp á ganginn, þ.e. ekki bíða fyrir utan stofuna eftir kennara.

5. Öll eiga að sótthreinsa sitt borð og stólbak eftir hvern tíma. Kennarar nýta síðustu fimm mínútur af kennslustund til að leiðbeina .....

Gleðilega gleðidaga!

Rafræn lokapróf / Online final exams