Próf og veðurspá

Próf þriðjudaginn 10. desember 2019

Próf í dagskóla verða með hefðbundnum hætti í dag; kl. 8:30 og 11:00.

Próf í fjarnámi verða kl. 13:30, en próf kl. 16:00 falla niður.

Frekari upplýsingar um nýjan próftíma fjarnáms og próf morgundagsins, miðvikudagsins 11. desember, verða settar inn eins fljótt og auðið er.

Próf hefjast að nýju

Próf við Fjölbrautaskólann við Ármúla verða með óbreyttu sniði á morgun, miðvikudaginn 11. desember.
Dagskólapróf kl. 8:30 og 11:00.
Fjarnámspróf kl. 13:30 og 16:00

Tests at FÁ will be as planned tomorrow; Wednesday December 11th. No tests will be cancelled because of weather.

Dimission

Stúdentsefni annarinnar dimiteruðu síðasta föstudag - klæddu sig upp sem fangar, skemmtu starfsfólki og nemendum í kaffihléi og þáðu svo veitingar á kennarastofunni.

Vetrarvika FÁ

Í tilefni fallega vetrarveðursins og þess að framundan eru annarlok, vetrarsólstöður og jólahátíð var "Vetrarviku" fagnað í FÁ síðustu daga. Nemendafélagið bauð upp á hangikjöt og uppstúf, kakó og smákökur, jólabíó og popp, kahoot-keppni um alþjóðlegar vetrarhátíðir, piparkökuskreytingar, jólasveinaheimsókn, jólagjafir, jólatré og verðlaun fyrir bestu jólapeysuna. Nemendur halda því inn í síðustu kennsluviku ársins mettir og glaðir. 

Nýtnivika Umhverfisráðs

Nemendur í Umhverfisráði FÁ héldu upp á "Nýtniviku" í síðustu viku og vöktu samnemendur sína til umhugsunar um náttúruvænni lífsstíl.

Rokkað í hádeginu

Skólameistari, nemandi og kennarar af ýmsum toga hentu saman í skólahljómsveitina "Úff!" og skemmtu okkur hinum í hádegishléinu.
Það vantar aldrei rokkið í FÁ!

Rætt um fantasíubókmenntir

Í tilefni Dags íslenskrar tungu um helgina kom til okkar í dag rithöfundurinn Alexander Dan og ræddi fantasíubókmenntir, sem eru vinsælar hjá stórum hópi ungra lesenda. Þar sem bækur hans hafa verið gefnar út á bæði íslensku og ensku varð úr áhugaverð umræða um þróun tungumálsins og hvort bóklestur á ensku ógni framtíð íslenskunnar.

Opið fyrir umsóknir á vorönn

Nú er opið fyrir umsóknir í skólann á vorönn.

VIð hvetjum umsækjendur til að kynna sér vel inntökuskilyrði og dagsetningar umsóknartímabila á vef Menntagáttar.

https://www.fa.is/sk…/inntaka-i-skolann/umsokn-um-skolavist/

Tónsmiðjan með hádegistónleika

Tónlistarstýra skólans, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, kennir nú í fyrsta sinn tónsmiðju sem áfanga. Þar situr ungt og efnilegt tónlistarfólk, kynnir sér tónlistarsöguna og æfir söng og hljóðfæraleik. Þessi flotti hópur frumflutti fyrir samnemendur sína á frábærum hádegistónleikum í síðustu viku - vel valin lög frá tímabilinu 1950-70 Við bíðum spennt eftir næstu tónleikum!

Jafnréttisfræðsla vikunnar

Hinseginfélag og femínistafélag skólans buðu upp á hádegisfyrirlestra í tilefni kynjajafnréttisvikunnar. Þar fengu nemendur áhugaverða fræðslu um t.d. samskipti og staðalímyndir kynjanna, mörk og virðingu, sjálfsmynd unglinga og málefni trans fólks.