09.10.2025
Fjölbrautaskólinn við Ármúla tók á móti gestum frá Ítalíu, Grikklandi og Tyrklandi í september í tengslum við Erasmus+ verkefnið We Shape the Future: Integrating AI, AR and VR in Education. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og vinnustofur þar sem þátttakendur könnuðu hvernig hægt er að nýta sýndarveruleika í námi og kennslu. Nemendur, kennarar og aðrir þátttakenndur lærðu meðal annars að skapa sína eigin sýndarheima og prófuðu sýndarveruleikabúnað þar sem þau gátu flogið um sólkerfið í geimskipi. Dagskráin endaði með vel heppnaðri ferð um Gullna hringinn ásamt fræðandi leiðsögn og klassískum íslenskum flatkökum með hangikjöti.
06.10.2025
Nemendur úr FÁ og MS fóru í síðustu viku á Sólheimajökul ásamt leiðsögumanni frá Asgard Beyond. Ferðin var hluti af verkefninu Draumur um jökul, sem er samstarfsverkefni skólanna og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, tileinkað alþjóðlegu ári jökla.
03.10.2025
Nemendur í Hjúkrun aldraða (HJÚK3ÖH05) hjá Eddu Ýri fengu góða heimsókn í tíma í gær. Þá kom hún Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir hjúkrunafræðingur frá Fríðuhúsi. Fríðuhús er dagþjálfun rekin af Alzheimersamtökunum. Hún var með fyrirlestur og verklega kennslu í umönnun fólks með heilabilun. Virkilega áhugavert erindi og gagnlegt. Takk fyrir komuna Halldóra!
01.10.2025
Það var stuð í Skautahöllinni í gær þegar nemendur FÁ skelltu sér á skauta í tilefni af íþróttaviku Evrópu og forvarnardeginum. Hér má sjá skemmtilegar myndir af skautaferðinni.