Ekki leifa! Klárið matinn!
Nú á að finnna út hversu mikil matarsóunin er í skólanum og hvernig má hjálpa til við að draga úr henni. Þessi athugun er unnið í samstarfi við Krúsku sem rekur mötuneyti skólans og veit því hve margir matarskammtar eru seldir daglega. Nemendur sem standa að verkefninu munu sjá um að vigta það sem fer í lífrænu fötuna eftir morgunmat og síðan aftur eftir hádegismat til að komast að raun um hversu miklu magni er hent miðað við selda matarskammta. Mælingar fara fram nú í vikunni frá mánudegi 16. október til fimmtudags 19. október. Síðan er ætlunin að vigta aftur í seinustu vikunni í október til að sjá hvort og hversu mikil áhrif þetta átak hefur haft á matarsóun....(meira)...