Nú styttist í að gamansöngleikurinn Ólympus - Leikur að fólki, verði frumsýndur en frumsýningin verður núna á föstudaginn 29. mars í sal Fjölbrautaskólans við Ármúla. Verkið gerist í Grikklandi árið 390 f.kr. Þegar Seifur, æðsti guðinn á Ólympus, ákveður að skella sér í frí með eiginkonu sinni Heru, efnir hann til keppni milli guðanna til að ákveða hver skal taka við völdum í fráveru hans. Systkinin Artemis, Aþena, Díónýsus og Afródíta þurfa að fara niður á jörðu og keppast um hylli ungs pilts til að hreppa hásætið á Ólympus. Þau beita ýmsum klækjum til að snúa örlögunum sér í vil en það er síður en svo auðvelt að sigra þegar þau mega ekki gera það sem þau gera best - svindla og skemma hvert fyrir öðru...sjá meir.