Hrekkjavökuteiti
Nemendaráð FÁ fagnaði allraheilagsmessu með pylsu- og nammiveislu, hryllingshúsi, spákonu, töframanni, búningasamkeppni og tónlist.
Nemendaráð FÁ fagnaði allraheilagsmessu með pylsu- og nammiveislu, hryllingshúsi, spákonu, töframanni, búningasamkeppni og tónlist.
Femínistafélag og Hinseginfélag FÁ taka sig saman og bjóða samnemendum, foreldrum og starfsfólki upp á fræðsluhádegi í næstu viku.
Mánudaginn 4. nóvember mæta þau Andrea Marel og Kári Sigurðsson sem fyrirlesturinn "Fokk me-Fokk you". Hann snýst um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Á þriðjudag koma svo Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn Einarsson með fyrirlesturinn "Karlmennskan og Fávitar" sem fjallar um mörk, samskipti og karlmennskuímyndir. Loks mætir fræðslustýra Samtakanna ´78, Sólveig Rós, og talar um hvað er að vera trans.
Öll velkomin!
Í dag hefst haustfrí skólans en lokað verður bæði á morgun og mánudaginn. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 29. október - sjáumst þá úthvíld og hress!
Nemendur FÁ láta sig aldrei vanta á fyrirlestra um umhverfismál, en mæting fór langt umfram sætaframboð þegar rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason heimsótti skólann í dag. Framtíðin verður björt með þessi meðvituðu ungmenni í fararbroddi.
Það var mikið stuð í dagsferð Alþjóðaráðs FÁ á dögunum en ráðið og viðburðir á vegum þess eru fyrir alla nemendur með áhuga á fjölmenningu og ferðalögum um íslenska náttúru. Upplagt að kíkja með í næsta ferðalag og eignast vini af alls kyns uppruna.
Val fyrir næstu önn hefur nú opnast nemendum og er opið út 4. nóvember. Best er að ljúka valinu sem fyrst en hér má finna leiðbeiningar: https://www.fa.is/namid/val/
Umsjónarkennarar og námsráðgjafar eru til aðstoðar ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við valið.
Umsjónamaður sjónvarpsþáttanna “Hvað höfum við gert?”, Sævar Helgi Bragason (Stjörnu-Sævar), hélt fyrirlestur um umhverfismál í FÁ í dag. Nemendur létu sig ekki vanta heldur fylltu salinn.
Liðin vika var helguð fjölbreyttum forvörnum í FÁ - enda margir ólíkir þættir sem koma að heilbrigðu lífi framhaldsskólanema.
Við fengum til okkar frábæra fyrirlesara sem fjölluðu um misnotkun á vímuefnum, of lítinn svefn Íslendinga, forvarnir gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, og tengsl sjálfsmyndar og kynheilsu.
Þá stóð alla vikuna uppi bás þar sem meðlimir nemendaráðs tóku að sér sölu á varningi til styrktar nokkrum forvarnaverkefnum. Salan gekk vonum framar og nemendaráðið hlakkar til að afhenda Stígamótum, "Á allra vörum" og "Eitt líf" ágóða upp á 81.000 kr.
Mánudagurinn 16. september var helgaður íslenskri náttúru og fagnaði Umhverfisráð FÁ þeim degi með nemendum og starfsfólki. Fólk var hvatt til að mæta í grænum fötum þann dag og skilja einkabílinn eftir heima. Þá komu Eyþór Eðvaldsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins, og Einar Bárðason, framkvæmdastjóri hans, í heimsókn í skólann. Eyþór hélt fyrirlestur um endurheimt votlendis og var dúndurmæting á erindið. Loks afhentu nemendur í Umhverfisráðinu sjóðnum peningagjöf en hluta hennar söfnuðu nemendur sjálfir með því að halda fatamarkað á Umhverfisdögum síðasta vor.
Við hvetjum áhugasama til að kynna sér Votlendissjóðinn og störf hans á https://votlendi.is/
Okkar yngstu og nýjustu nemendur voru formlega boðnir velkomnir í skólann í dag. Svarta liðið bar sigur úr býtum í þrautakeppni á milli nýnemabekkja og vann sér inn bikar og bíómiða. Pylsur voru grillaðar í dásamlega veðrinu, undir tónum Bjarna töframanns, og nýnemar svo loks ferjaðir út í Viðey í leiki, pizzu og köku.