- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
„Þetta dýpkar þekkingu mína og viðhorf til fangelsismála,“ sagði einn nemenda við viðskipta- og hagfræðibraut við Fjölbrautaskólann við Ármúla í tengslum við heimsókn nemenda í lögfræðiáfanga í fangelsið á Hólmsheiði. En í lok vorannarinnar var nemendum í áfanganum boðið, ásamt kennara áfangans, Ragnhildi B. Guðjónsdóttur, í vettvangsheimsókn í fangelsið þar sem nemendurnir urðu margs vísari um fangelsismál hérlendis.
Böðvar Einarsson, staðgengill forstöðumanns, tók einkar vel á móti hópnum og kynnti fyrir þeim starfsemi fangelsisins, sem er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi, með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun styttri fangelsisrefsinga og vararefsinga.
Fyrsta fangelsið á Íslandi sem byggt er sem fangelsi
Böðvar upplýsti nemendur m.a. um að fangelsið á Hólmsheiði sé fyrsta og eina fangelsið sem byggt er og hannað sem fangelsi á Íslandi en Litla-Hraun var byggt sem heilbrigðisstofnun í upphafi.
Gerður var góður rómur af heimsókninni en nemendum fannst fróðlegt og áhugavert að fá að kynnast starfsemi fangelsisins og skoða aðstöðuna með beinum hætti.
Í síðustu viku kláruðu nemendur á listabraut skólans að vinna listaverk á vegg á Steypunni í FÁ sem býður öll velkomin í skólann. Nemendur í myndlistaráfanganum MYNL2LI05 unnu verkið undir leiðsögn kennara síns, Jeannette Castioni. Nemendurnir unnu jafnt og þétt yfir önnina og náðu loksins að klára í síðustu viku og er útkoman stórglæsileg, líflegur og flottur veggur sem tekur vel á móti gestum og gangandi.
Senn líður að annarlokum og viljum við því minna ykkur á nokkrar mikilvægar dagsetningar.
13. maí - Síðasti kennsludagur en nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.
14. maí - Sjúkrapróf/ uppsóp.
16. maí - Einkunnir birtast í Innu.
16. maí - Prófsýning og viðtöl vegna námsmats kl. 12:00 – 13:00.
17. maí - Endurtektarpróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00 - 11:00.
23. maí - Æfing fyrir útskrift kl. 16:30.
24. maí - Útskrift í hátíðarsal skólans kl. 13:00.
Nám á næstu önn. Allir nemendur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að velja. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir útskrift.
Gangi ykkur sem allra best á lokasprettinum
Sumardagurinn fyrsti er á morgun, fimmtudaginn 25.apríl og þá er að sjálfsögðu frí.
Föstudaginn 26. apríl er námsmatsdagur. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag og verður skrifstofa skólans jafnframt lokuð.
Við óskum öllum gleðilegs sumars.
Vörumessa á vegum JA Iceland var haldin í Smáralindinni núna um helgina þar sem nemendur frá framhaldsskólum landsins tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem er nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna.
Nemendur í frumkvöðlafræði og nýsköpunaráfanga á viðskipta- og hagfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla undir leiðsögn Róberts Örvars Ferdinandssonar kennara tóku þátt í sýningunni og kynntu vörur sínar sem vakti athygli og áhuga gesta í Smáralindinni.
FÁ var með 5 nýsköpunarfyrirtæki að þessu sinni sem voru fjölbreytt og skemmtileg. BT þjónusta býður upp heimilis þjónustu fyrir aldurshópinn 50-60 ára. Fish Flakes þróuðu fiskisnakk úr uggum. Nóti ákvað að endurnýta nylon fiskinet og sauma margnota poka. Styrkur ákvað að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík með því að selja áletraða bolla. Æskjur bjó til heimagerður brjóstsykur með mismunandi bragðtegundum til að vekja upp minningar um æskuárin á Íslandi.
Sérfræðingar Kvikmyndasafns Íslands tóku vel á móti nemendum í Sjónvarpsþáttagerð (KVMG2SJ05) og Kvikmyndafræði (KFRT2KF05). Í heimsókninni fræddust nemendur um hlutverk safnsins og mikilvægi þess að varðveita myndefni. Hópurinn fékk einnig leiðsögn um safnið þar sem græjur til kvikmyndagerðar voru skoðaðar, gamlar sýningarvélar, filmur, veggspjöld og vel kældar filmugeymslur.
Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er boðið upp á leiklistaráfanga í vali, leiklist að hausti og leiksýning að vori. Það er öllum nemendum í skólanum frjálst að velja þess áfanga. Vikuna fyrir páskafrí sýndu nemendur í leiksýningaráfanganum afrakstur annarinnar en það var stórglæsileg leiksýning sem bar nafnið “Fólk er furðulegt”. Hópurinn sýndi verkið þrisvar sinnum í hátíðarsal skólans undir stjórn kennarans Sumarliða Snælands Ingimarssonar. Nemendur sáu um allt er kom að sýningunni. Nemendur af listabraut sáu um leikmynd og leikmuni, nemendur í fatahönnum sáu um búningana og nemendur í tónlistaráfanganum sáu um tónlistina í sýningunni. Algjörlega frábært samstarf á milli áfanga.
Fólk er furðulegt er samsett af þremur eftir verkum eftir leikskáldin David Ives (Time Flies, 1997 & Sure Thing, 1988) og Christopher Durang (DMV Tyrant, 1988). Öll eru þetta verk sem svipar til svokallaðra „sketcha“ eða stuttra gamanleikja þar sem viðfangsefnið í hverju þeirra er samskipti. Í því fyrsta veltir Ives fyrir sér tilveru dægurflugunnar en líkt og nafnið gefur til kynna lifir hún eingöngu í einn dag. Í því öðru fáum við að sjá hvernig tveir einstaklingar reyna að finna sálufélaga hvort í öðru í nokkurs konar Groundhog Day aðstæðum. Í því þriðja fáum við að kynnast stofnanaskrifræðinu sem oft getur tekið á taugarnar. Tónlistin í verkinu endurspeglar svo þema hvers verks fyrir sig og rammar það að lokum inn með lagi eftir bandarísku rokkhljómsveitina The Doors.
Til hamingju með frábæra sýningu!