Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema
Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verður haldinn þriðjudaginn 29.ágúst kl. 17.00. Á fundinum verður farið yfir starfsemi skólans, þeirri þjónustu sem er í boði, námsvefjunum Innu og Moodle, félagslífi og fleiru. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal skólans, en þeir sem kjósa að fá kynningu á ensku mæta í stofu A-101. Áætlað er að fundurinn taki u.þ.b. 80 mínútur.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
English below.