- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
- Lykilorð
Í dag var hátíðlegur dagur í FÁ þegar skólinn útskrifaði alls 109 nemendur og þar af 12 af tveimur brautum.
Stúdentar eru 66. 12 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 4 af íþrótta- og heilbrigðisbraut, 5 af náttúrufræðibraut, 24 af opinni braut, 4 af viðskipta- og hagfræðibraut og 17 með viðbótarnám að loknu starfsnámi.
Frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 2 nemendur.
46 nemendur útskrifuðust af heilbrigðissviði sem skiptast svo eftir námsbrautum: 20 útskrifast sem sjúkraliðar, 2 af heilbrigðisritarabraut, 2 af lyfjatæknabraut, 9 af tanntæknabraut og loks 13 af heilsunuddbraut.
Einnig útskrifuðust í dag 7 frábærir nemendur af sérnámsbraut.
Dúx skólans er Óli Þorbjörn Guðbjartsson, stúdent af viðskipta og hagfræðibraut með meðaleinkunn 9,2.
Viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sérgreinum tanntækna fá tveir nemendur að þessu sinni, þær Eva María Káradóttir og Kamilla Björg Kjartansdóttir. Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar fá þrír nemendur, þær Guðrún Guðmundsdóttir, Hildur Karen Benediktsdóttir og Pandora Riveros.
Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn.
Krista Karólína Stefánsdóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftanema og Logey Rós Waagfjörð flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans.
Tveir farsælir starfsmenn skólans til margra ára voru kvaddir, þeir Halldór Gísli Bjarnason sérkennari og Þorsteinn Barðason jarðfræðikennari.
Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum nemenda í tónlistaráfanga skólans. Lauk síðan athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á laginu Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum við undirleik nemenda í tónlistaráfanga skólans og Þorbjörns Helgasonar.
Við óskum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óskum þeim bjartrar framtíðar.
Fleiri myndir má sjá hér á Facebook síðu skólans.
Myndir frá útskrift.
Myndir frá útskrift sérnámsbrautar.
Myndir frá útskrift Heilbrigðisskólans.
Útskrift Fjölbrautskólans við Ármúla á vorönn 2023 mun fara fram í hátíðarsal skólans, laugardaginn 20.maí kl. 13.00.
Æfing fyrir útskrift verður föstudaginn 19.maí kl. 16.00
Senn líður að annarlokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mikilvæg atriði.
12.maí - Síðasti kennsludagur en nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.
15. maí - Sjúkrapróf/ uppsóp.
17.maí - Einkunnir birtast í Innu.
17. maí - Prófsýning og viðtöl vegna námsmats kl. 12:00 – 13:00.
19.maí - Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00.
19. maí - Æfing fyrir útskrift kl. 16:00.
20. maí - Útskrift í hátíðarsal skólans kl. 13:00.
Nám á næstu önn. Allir nemendur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að velja. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir útskrift.
Gangi ykkur sem allra best á lokasprettinum.
Undanfarnar vikur hafa nemendur í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) unnið í lokaverkefnum þar sem markmiðið er að þróa sína eigin leikjahugmynd og útfæra hana sem “prótótýpu” eða frumgerð. Í áfanganum búa nemendur til nokkra einfalda smáleiki yfir önnina og enda svo á stærra verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að spreyta sig á sínu áhugasviði.
Fjögur lokaverkefni eru nú til sýnis á netinu og eru þau skemmtilega fjölbreytt. Í tölvuleiknun Mage Slayer þarf spilarinn að sigra þrjá endakalla sem hafa mismunandi krafta, í Gissur: The Siege Of Grugga hefur nornin Grugga skipulagt heimsyfirráð og getur enginn stöðvað hana nema sjálfur Gissur! Myrkrið er allsráðandi í Hiding in the dark þar sem ógnvænlegir hlutir leynast víða og síðast en ekki síst fylgjum við ævintýraför riddarans í leiknum Journey of the Knight.
Hægt er að spila leikina í tölvu hér. Nemendur skólans geta notað tölvurnar í N-álmu til að prófa leikina.
Leikina gerðu Arnór Ingi, Elvar Örn, Sölvi Snær, Míkha, Krummi og K-Crew.
Hér má sjá sýnishorn úr lokaverkefnunum.
Frá og með næstu önn, haustönn 2023 verður í boði glæný námsbraut hér í FÁ, Heilbrigðisvísindabraut. Tilgangur brautarinnar er að undirbúa nemendur undir nám á háskólastigi í heilbrigðisgreinum og er þá sérstaklega horft til undirbúnings fyrir samkeppnispróf í hjúkrunarfræði og fyrir inntökupróf lækna-, sjúkraþjálfunar- og tannlæknadeildar. Heilbrigðisvísindabrautin er 200 eininga bóknámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skiptist hún í tvær línur; hjúkrunarlínu og lækna-, tannlækna- og sjúkraþjálfunarlínu.
Við teljum að hér sé á ferðinni einstök braut, fyrsta sinnar tegundar á landinu þar sem við erum svo heppin að geta nýtt okkur sérhæfða áfanga frá Heilbrigðisskólanum. Er það von okkar að nemendur sem stefna á nám í heilbrigðisgreinum eigi eftir að nýta sér brautina í framtíðinni.
Hér má nánari upplýsingar um brautina.
Sumardagurinn fyrsti er á morgun, fimmtudaginn 20.apríl og þá er að sjálfsögðu frí.
Föstudaginn 21.apríl er námsmatsdagur. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag og verður skrifstofa skólans jafnframt lokuð.
Við óskum öllum gleðilegs sumars.