Myndlistarsýning nemenda FÁ í safnaðarheimili Grensáskirkju
Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla standa nú fyrir sýningu í Gallerý Glugga í safnaðarheimili Grensáskirkju. Sýningin opnaði föstudaginn 31. mars og stendur út aprílmánuð.
Fjölbrautarskólinn í Ármúla og Grensáskirkja efndu í upphafi ársins til samstarfs um táknin í kirkjunni, myndlist og myndlistarsýningu. Falleg glerlistaverk prýða Grensáskirkju. Þau eru eftir okkar helst listamann á því sviði, Leif Breiðfjörð og eru listaverk hans rík af táknum og litum.