Loksins Árdagur

 

Síðastliðin fimmtudag hélt FÁ sinn árlega Árdag. Árdagur er þemadagur þar sem skóladagurinn er brotinn upp og í stað hefðbundinnar kennslu skemmta nemendur og starfsfólk sér saman.

Nemendur skiptu sér í 18 lið, hvert lið merkt ákveðnum lit eða mynstri. Liðin kepptu síðan sín á milli í fjölbreyttum þrautum sem starfsfólk var búið að undirbúa. Meðal annars var keppt í karókí, boccia, golfi, spurningakeppnum, heilaleikfimi, leiklist og ýmsu öðru.

Eftir þrautirnar var nemendum boðið upp á pizzur og gos og síðan fór tónlistar- og söngkeppni FÁ fram í matsal skólans.

Það var Gula liðið sem vann keppnina eftir harða baráttu við Dökkgræna liðið. Hlutu þau farandsbikar og bíómiða í verðlaun.

Þátttaka var góð og mikil stemning myndaðist hjá nemendum sem loksins fengu að taka þátt í Árdegi eftir þriggja ára pásu.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans .

 

Þorbjörn sigraði tónlistar- og söngkeppni FÁ

 

Á fimmtudaginn síðasta, 2. mars fór tónlistar- og söngkeppni FÁ fram, á Árdegi skólans. Jón Jónsson var kynnir í keppninni og tók nokkur lög. Níu stórkostleg atriði tóku þátt og það má sanni segja að það sé mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki í skólanum okkar. Í sex atriðum af níu þá sungu og spiluðu undir nemendur úr tónlistaráfanga skólans. Öll atriðin voru frábær en úrslitin urðu þau að Askur Ari Davíðsson lenti í þriðja sæti með lagið No surprises með Radiohead. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir var í öðru sæti með lagið The Climb með Miley Cyrus. Í fyrsta sæti varð svo hann Þorbjörn Helgason með lagið Touch me með The Doors, en Þorbjörn var einmitt í öðru sæti í keppninni í fyrra. Þorbjörn mun því taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram 1. apríl í Kaplakrika.

Nemendur í kvikmyndaáfanga skólans tóku upp keppnina og tóku viðtöl við keppendur. Keppnina má sjá hér .

Einstök atriði má svo sjá hér.

Fleiri myndir frá keppninni má sjá á Facebook síðu skólans.

 

Heimskókn til RSK

Nemendur á viðskipta-og hagfræðibraut í bókfærslu fóru í vettvangsheimsókn til Ríkisskattsjóra og fengu fyrirlestur í tengslum við það sem þau eru að læra í áfanganum. Farið var yfir meðal annars það helsta varðandi virðisaukaskatt og skil á virðisaukaskattskýrslu.

Þar sem komið er að skattauppgjöri einstaklinga sem skila á inn frá 1.til 14. mars næstkomandi fengu nemendur kynningu á því helsta varðandi skil á skattskýrslum. Nemendum þótti heimsóknin fróðleg og áhugaverð og höfðu á orði að margt hefði komið fram sem ætti án efa eftir að gagnast þeim í náminu.

Starfsþróunardagur föstudaginn 3.mars

Föstudaginn 3.mars er starfsþróunardagur kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Öll kennsla fellur niður þennan dag og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.

Árdagur og söngkeppni framundan

 

Á fimmtudaginn, 2.mars verður Árdagur haldinn í FÁ. Árdagur er árlegur þemadagur þar sem skóladagurinn er brotinn upp og í stað hefðbundinnar kennslu skemmta nemendur og starfsfólk sér saman.

Nemendur skrá sig í hópa og leysa þrautir sem starfsfólk eru búið að undirbúa. Í hádeginu er svo tónlistar- og söngkeppni FÁ og síðan verður pizzuveisla í boði fyrir nemendur.

Lesa meira.

 

Námsmatsdagur 24.febrúar

Föstudaginn 24.febrúar er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag og verður skrifstofa skólans jafnframt lokuð.

FÁ er fyrirmyndarstofnun

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hlaut nú á dögunum viðurkenningu í könnun Sameykis um stofnun ársins 2022. FÁ er fyrirmyndarstofnun og var í þriðja sæti í flokka stórra stofnana með 90 starfsmenn eða fleiri.

Magnús Ingvason skólameistari veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn hjá Sameyki þann 16.febrúar.  

Lesa meira

 

Forseti hæstaréttar tók á móti nemendum í viðskiptalögfræði

Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins. Benedikt Bogason, forseti hæstaréttar, tók á móti hópnum og fór yfir dómskerfið og meðferð dómsmála með nemendum. Hann útskýrði vel fyrir nemendum þær breytingar sem urðu á starfsemi hæstaréttar þegar Landsdómur tók til starfa árið 2018. 

Lesa meira

Afhending Grænfánans í 9.skiptið

  Í gær tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla við Grænfánanum í níunda skiptið. Erum við mjög stolt hér í skólanum en FÁ er sá framhaldsskóli sem hefur oftast fengið Grænfánann. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Grænfáninn sjálfur er viðurkenning eða verðlaun til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt. Hver skóli vinnur eftir skrefunum sjö, setur sér markmið og virkir nemendur. Sigurlaug Arnardóttir frá Landvernd mætti í skólann og afhenti Magnúsi skólameistara og Öldu Ricart formanni umhverfisnefndar fánann úti í fallegu vetrarveðri. Eftir að fáninn var dreginn að húni bauð nemendafélag skólans öllum upp á ís frá Skúbb.  

Vel heppnuð skautaferð

 

 

Það var líf og fjör í Skautahöllinni í dag þegar nemendur FÁ skelltu sér á skauta en sú góða hefð hefur skapast í skólanum að fara á skauta einu sinni á skólaári við góðar undirtektir nemenda.

Um 160  nemendur mættu á skauta í dag og er það metþátttaka. Allir skemmtu sér vel, enginn slasaðist og fengu nemendur svo samloku frá Lemon og Svala í boði Nemó.

Hér má sjá fleiri myndir frá skautaferðinni.